Guðni Már segir skilið við RÚV og flytur til Kanaríeyja Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. febrúar 2018 17:55 Guðni Már hefur stjórnað Næturvaktinni á Rás 2 í áraraðir. Vísir/Anton Brink Guðni Már Henningsson, útvarpsmaður hjá Ríkisútvarpinu til fjölda ára, hefur ákveðið að segja upp störfum hjá RÚV og halda til Kanaríeyja. Guðni greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ég hóf störf á Rás 2 þriðja maí 1994, sama dag og dóttir mín Katrín Ísafold fæddist. Fyrst var ég með næturvaktir á föstudögum og laugardögum. Smám saman bættist vinna á mig og ég vann stundum sjö daga vikunnar. Lengst af var ég með vini mínum Óla Palla með Popplandið og svo Auglit á sunnudögum, “ skrifar Guðni. Síðastliðin ár hefur Guðni stjórnað þættinum Næturvaktin á laugardögum. Segir hann að síðasti þátturinn sem hann stjórni fari í loftið 31. mars. „Þetta er búinn að vera stórkostlegur tími og þakka ég stjórum Rásarinnar sem og samstarfsfólki góð kynni,“ skrifar hann. Þá þakkar útvarpsmaðurinn góðkunni hlustendum sínum fyrir fylgdina í gegnum árin. „Hlustendur hafa verið stórkostlegir og þakka ég þeim fyrir að hlusta. Sérstaklega þakka ég Vögnu minni sem hlustað hefur á nánast alla þættina mína,“ skrifar hann.Vagna Sólveig Vagnsdóttir er þjóðkunn fyrir framlag sitt til þjóðmálaumræðunnar í gegnum spjallþætti útvarpsstöðvanna.Hefur hringt inn í þætti Guðna síðan hann byrjaði Vagna Sólveig Vagnsdóttir, trélistakona á Þingeyri, hefur hringt í Næturvaktina á Rás 2 um hverja einustu helgi frá árinu 1989. Hún segir að hún hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar hún heyrði fréttirnar fyrst. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að hann sé að fara. Ég hef hringt inn síðan hann byrjaði. Ég er búin að hringja inn hverja einustu helgi og svo er ég búin að smíða helling fyrir hann. Þetta er svekkjandi en það gengur yfir náttúrulega,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segist hún ekki hafa mikla trú á að hann verði lengi úti á Kanaríeyjum. „Ég veit að hann verður ekki lengi þarna úti. Ég hef enga trú á því. Ég veit ekki hvort hann hafi vinnu þarna úti en ég veit að hann langar að vera lengur með þáttinn en hafi ekki efni á því,“ segir Vagna. „Það kemur alltaf maður í manns stað en þessi maður er einstakur. Það er alveg sérstakt að tala við hann. Hann hefur svo mikinn persónuleika,“ bætir hún við. Fjölmiðlar Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Guðni Már Henningsson, útvarpsmaður hjá Ríkisútvarpinu til fjölda ára, hefur ákveðið að segja upp störfum hjá RÚV og halda til Kanaríeyja. Guðni greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ég hóf störf á Rás 2 þriðja maí 1994, sama dag og dóttir mín Katrín Ísafold fæddist. Fyrst var ég með næturvaktir á föstudögum og laugardögum. Smám saman bættist vinna á mig og ég vann stundum sjö daga vikunnar. Lengst af var ég með vini mínum Óla Palla með Popplandið og svo Auglit á sunnudögum, “ skrifar Guðni. Síðastliðin ár hefur Guðni stjórnað þættinum Næturvaktin á laugardögum. Segir hann að síðasti þátturinn sem hann stjórni fari í loftið 31. mars. „Þetta er búinn að vera stórkostlegur tími og þakka ég stjórum Rásarinnar sem og samstarfsfólki góð kynni,“ skrifar hann. Þá þakkar útvarpsmaðurinn góðkunni hlustendum sínum fyrir fylgdina í gegnum árin. „Hlustendur hafa verið stórkostlegir og þakka ég þeim fyrir að hlusta. Sérstaklega þakka ég Vögnu minni sem hlustað hefur á nánast alla þættina mína,“ skrifar hann.Vagna Sólveig Vagnsdóttir er þjóðkunn fyrir framlag sitt til þjóðmálaumræðunnar í gegnum spjallþætti útvarpsstöðvanna.Hefur hringt inn í þætti Guðna síðan hann byrjaði Vagna Sólveig Vagnsdóttir, trélistakona á Þingeyri, hefur hringt í Næturvaktina á Rás 2 um hverja einustu helgi frá árinu 1989. Hún segir að hún hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar hún heyrði fréttirnar fyrst. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að hann sé að fara. Ég hef hringt inn síðan hann byrjaði. Ég er búin að hringja inn hverja einustu helgi og svo er ég búin að smíða helling fyrir hann. Þetta er svekkjandi en það gengur yfir náttúrulega,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segist hún ekki hafa mikla trú á að hann verði lengi úti á Kanaríeyjum. „Ég veit að hann verður ekki lengi þarna úti. Ég hef enga trú á því. Ég veit ekki hvort hann hafi vinnu þarna úti en ég veit að hann langar að vera lengur með þáttinn en hafi ekki efni á því,“ segir Vagna. „Það kemur alltaf maður í manns stað en þessi maður er einstakur. Það er alveg sérstakt að tala við hann. Hann hefur svo mikinn persónuleika,“ bætir hún við.
Fjölmiðlar Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira