Þorgerður Ingólfsdóttir heiðursborgari Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2018 16:45 Þorgerður stofnaði Kór Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1967 og framhaldskór hans, Hamrahlíðarkórinn, árið 1982, en hún lét af störfum í fyrra á 50 ára starfsafmæli sínu. vísir/stefán Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, var í dag sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Það var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sem veitti Þorgerði nafnbótina en í ræðu sinni sagði hann að með henni vildi borgin þakka Þorgerði fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt starf í þágu Reykjavíkur og allrar þjóðarinnar á sviði tónlistar og kórmenningar. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar vegna nafnbótarinnar segir: „Þorgerður á langan tónlistarferil að baki en hún hóf tónlistarnám sjö ára að aldri. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963, tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og nam tónvísindi og kórstjórn á meistarastigi við University of Illinois í Bandaríkjunum. Hún hefur einnig stundað tónlistarnám í Austurríki, Bretlandi, Ísrael, Noregi og Sviss og nam auk þess guðfræði um hríð við Háskóla Íslands. Þorgerður stofnaði Kór Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1967 og framhaldskór hans, Hamrahlíðarkórinn, árið 1982. Undir stjórn Þorgerðar hafa kórarnir notið gríðarlegra vinsælda, haldið fjölda tónleika hér heima og erlendis og hlotið margvísleg verðlaun, viðurkenningar og lofsamlega dóma. Ljóst er að kórarnir hafa haft víðtæk áhrif á íslenskt tónlistarlíf, í gegnum tónlistaruppeldi, innblástur og öguð vinnubrögð. Þúsundir ungmenna hafa hlotið tónlistaruppeldi í Hamrahlíðarkórunum og fjöldi landsþekktra tónlistarmanna og hljómsveita hafa haft þar viðkomu og má þar nefna Sigríði Thorlacius, Björk Guðmundsdóttur, Kristinn Sigmundsson, Egil Ólafsson og Valgeir Guðjónsson, og hljómsveitirnar Spilverk þjóðanna, Hjaltalín og Moses Hightower. Þorgerður kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík í tæp þrjátíu ár og var fulltrúi tónlistarmanna í stjórn Bandalags íslenskra listamanna. Hún hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi á sviði tónlistar og meðal annars setið í dómnefndum í ýmsum alþjóðlegum tónlistarkeppnum. Þorgerður hefur á ferli sínum hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, en meðal annars var hún gerð að borgarlistamanni Reykjavíkur árið 2012 og ári síðar var hún sæmd heiðursverðlaunum Íslensku tónlistarverðlaunanna. Þá var Þorgerður sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1985 fyrir tónlistarstörf. Hingað til hafa sex Reykvíkingar verið gerðir heiðursborgarar Reykjavíkur en þeir eru; séra Bjarni Jónsson árið 1961, Kristján Sveinsson árið 1975, Vigdís Finnbogadóttir árið 2010, Erró (Guðmundur Guðmundsson) árið 2012, Yoko Ono árið 2013 og Friðrik Ólafsson árið 2015.“ Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, var í dag sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Það var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sem veitti Þorgerði nafnbótina en í ræðu sinni sagði hann að með henni vildi borgin þakka Þorgerði fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt starf í þágu Reykjavíkur og allrar þjóðarinnar á sviði tónlistar og kórmenningar. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar vegna nafnbótarinnar segir: „Þorgerður á langan tónlistarferil að baki en hún hóf tónlistarnám sjö ára að aldri. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963, tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og nam tónvísindi og kórstjórn á meistarastigi við University of Illinois í Bandaríkjunum. Hún hefur einnig stundað tónlistarnám í Austurríki, Bretlandi, Ísrael, Noregi og Sviss og nam auk þess guðfræði um hríð við Háskóla Íslands. Þorgerður stofnaði Kór Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1967 og framhaldskór hans, Hamrahlíðarkórinn, árið 1982. Undir stjórn Þorgerðar hafa kórarnir notið gríðarlegra vinsælda, haldið fjölda tónleika hér heima og erlendis og hlotið margvísleg verðlaun, viðurkenningar og lofsamlega dóma. Ljóst er að kórarnir hafa haft víðtæk áhrif á íslenskt tónlistarlíf, í gegnum tónlistaruppeldi, innblástur og öguð vinnubrögð. Þúsundir ungmenna hafa hlotið tónlistaruppeldi í Hamrahlíðarkórunum og fjöldi landsþekktra tónlistarmanna og hljómsveita hafa haft þar viðkomu og má þar nefna Sigríði Thorlacius, Björk Guðmundsdóttur, Kristinn Sigmundsson, Egil Ólafsson og Valgeir Guðjónsson, og hljómsveitirnar Spilverk þjóðanna, Hjaltalín og Moses Hightower. Þorgerður kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík í tæp þrjátíu ár og var fulltrúi tónlistarmanna í stjórn Bandalags íslenskra listamanna. Hún hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi á sviði tónlistar og meðal annars setið í dómnefndum í ýmsum alþjóðlegum tónlistarkeppnum. Þorgerður hefur á ferli sínum hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, en meðal annars var hún gerð að borgarlistamanni Reykjavíkur árið 2012 og ári síðar var hún sæmd heiðursverðlaunum Íslensku tónlistarverðlaunanna. Þá var Þorgerður sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1985 fyrir tónlistarstörf. Hingað til hafa sex Reykvíkingar verið gerðir heiðursborgarar Reykjavíkur en þeir eru; séra Bjarni Jónsson árið 1961, Kristján Sveinsson árið 1975, Vigdís Finnbogadóttir árið 2010, Erró (Guðmundur Guðmundsson) árið 2012, Yoko Ono árið 2013 og Friðrik Ólafsson árið 2015.“
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira