Þorgerður Ingólfsdóttir heiðursborgari Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2018 16:45 Þorgerður stofnaði Kór Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1967 og framhaldskór hans, Hamrahlíðarkórinn, árið 1982, en hún lét af störfum í fyrra á 50 ára starfsafmæli sínu. vísir/stefán Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, var í dag sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Það var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sem veitti Þorgerði nafnbótina en í ræðu sinni sagði hann að með henni vildi borgin þakka Þorgerði fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt starf í þágu Reykjavíkur og allrar þjóðarinnar á sviði tónlistar og kórmenningar. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar vegna nafnbótarinnar segir: „Þorgerður á langan tónlistarferil að baki en hún hóf tónlistarnám sjö ára að aldri. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963, tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og nam tónvísindi og kórstjórn á meistarastigi við University of Illinois í Bandaríkjunum. Hún hefur einnig stundað tónlistarnám í Austurríki, Bretlandi, Ísrael, Noregi og Sviss og nam auk þess guðfræði um hríð við Háskóla Íslands. Þorgerður stofnaði Kór Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1967 og framhaldskór hans, Hamrahlíðarkórinn, árið 1982. Undir stjórn Þorgerðar hafa kórarnir notið gríðarlegra vinsælda, haldið fjölda tónleika hér heima og erlendis og hlotið margvísleg verðlaun, viðurkenningar og lofsamlega dóma. Ljóst er að kórarnir hafa haft víðtæk áhrif á íslenskt tónlistarlíf, í gegnum tónlistaruppeldi, innblástur og öguð vinnubrögð. Þúsundir ungmenna hafa hlotið tónlistaruppeldi í Hamrahlíðarkórunum og fjöldi landsþekktra tónlistarmanna og hljómsveita hafa haft þar viðkomu og má þar nefna Sigríði Thorlacius, Björk Guðmundsdóttur, Kristinn Sigmundsson, Egil Ólafsson og Valgeir Guðjónsson, og hljómsveitirnar Spilverk þjóðanna, Hjaltalín og Moses Hightower. Þorgerður kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík í tæp þrjátíu ár og var fulltrúi tónlistarmanna í stjórn Bandalags íslenskra listamanna. Hún hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi á sviði tónlistar og meðal annars setið í dómnefndum í ýmsum alþjóðlegum tónlistarkeppnum. Þorgerður hefur á ferli sínum hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, en meðal annars var hún gerð að borgarlistamanni Reykjavíkur árið 2012 og ári síðar var hún sæmd heiðursverðlaunum Íslensku tónlistarverðlaunanna. Þá var Þorgerður sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1985 fyrir tónlistarstörf. Hingað til hafa sex Reykvíkingar verið gerðir heiðursborgarar Reykjavíkur en þeir eru; séra Bjarni Jónsson árið 1961, Kristján Sveinsson árið 1975, Vigdís Finnbogadóttir árið 2010, Erró (Guðmundur Guðmundsson) árið 2012, Yoko Ono árið 2013 og Friðrik Ólafsson árið 2015.“ Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, var í dag sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Það var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sem veitti Þorgerði nafnbótina en í ræðu sinni sagði hann að með henni vildi borgin þakka Þorgerði fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt starf í þágu Reykjavíkur og allrar þjóðarinnar á sviði tónlistar og kórmenningar. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar vegna nafnbótarinnar segir: „Þorgerður á langan tónlistarferil að baki en hún hóf tónlistarnám sjö ára að aldri. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963, tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og nam tónvísindi og kórstjórn á meistarastigi við University of Illinois í Bandaríkjunum. Hún hefur einnig stundað tónlistarnám í Austurríki, Bretlandi, Ísrael, Noregi og Sviss og nam auk þess guðfræði um hríð við Háskóla Íslands. Þorgerður stofnaði Kór Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1967 og framhaldskór hans, Hamrahlíðarkórinn, árið 1982. Undir stjórn Þorgerðar hafa kórarnir notið gríðarlegra vinsælda, haldið fjölda tónleika hér heima og erlendis og hlotið margvísleg verðlaun, viðurkenningar og lofsamlega dóma. Ljóst er að kórarnir hafa haft víðtæk áhrif á íslenskt tónlistarlíf, í gegnum tónlistaruppeldi, innblástur og öguð vinnubrögð. Þúsundir ungmenna hafa hlotið tónlistaruppeldi í Hamrahlíðarkórunum og fjöldi landsþekktra tónlistarmanna og hljómsveita hafa haft þar viðkomu og má þar nefna Sigríði Thorlacius, Björk Guðmundsdóttur, Kristinn Sigmundsson, Egil Ólafsson og Valgeir Guðjónsson, og hljómsveitirnar Spilverk þjóðanna, Hjaltalín og Moses Hightower. Þorgerður kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík í tæp þrjátíu ár og var fulltrúi tónlistarmanna í stjórn Bandalags íslenskra listamanna. Hún hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi á sviði tónlistar og meðal annars setið í dómnefndum í ýmsum alþjóðlegum tónlistarkeppnum. Þorgerður hefur á ferli sínum hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, en meðal annars var hún gerð að borgarlistamanni Reykjavíkur árið 2012 og ári síðar var hún sæmd heiðursverðlaunum Íslensku tónlistarverðlaunanna. Þá var Þorgerður sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1985 fyrir tónlistarstörf. Hingað til hafa sex Reykvíkingar verið gerðir heiðursborgarar Reykjavíkur en þeir eru; séra Bjarni Jónsson árið 1961, Kristján Sveinsson árið 1975, Vigdís Finnbogadóttir árið 2010, Erró (Guðmundur Guðmundsson) árið 2012, Yoko Ono árið 2013 og Friðrik Ólafsson árið 2015.“
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira