Menntamálaráðherra fundaði með seðlabankastjóra Suður Kóreu Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2018 20:00 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, sem í dag átti fund með seðlabankastjóra Suður Kóreu, segir margt líkt með fjármálakreppum sem ríkin hafa þurft að eiga við en þau hafi þó unnið sig út úr þeim með ólíkum hætti. Ráðherra er komin til Sól til að vera viðstödd opnunarathöfn ólympíuleikanna á föstudag. Það má segja að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sé komin á fornar slóðir því hún nam við kvennaháskólann Ewha í Sól í Suður Kóreu árið 1994 og skrifaði þá lokaritgerð sína um sameiningu Kóreuríkjanna. Í dag gekk hún hins vegar á fund með Lee Ju-yeol seðlabankastjóra Suður Kóreu eftir að hún flutti erindi í bankanum. Þar fór hún yfir aðdraganda og áhrif hrunsins hér á landi árið 2008. Þá bar hún íslenska hrunið saman við fjármálaáfall sem átti sér stað í Suður Kóreu árið 1997. „Já það er margt líkt með þessum kreppum. Hjá báðum ríkjum var það svo að gríðarlega mikið fjármagnsinnflæði kemur inn í bæði löndin. Kröftugur hagvöxtur, mikil einkaneysla, ásamt því að lánveitingar í bankakerfinu voru til tengdra aðila í miklum mæli. Svo verður þetta gríðarlegur skellur hjá báðum ríkjum,“ segir Lilja. Bæði ríkin hafi verið skuldlítil fyrir kreppu og gjaldeyrisforði lítill. Hins vegar hafi ríkin brugðist ólíkt við fjármálakreppunni þótt á báðum stöðum hafi gjaldmiðillinn fallið mikið. „Til að mynda voru sett fjármagnshöft á Íslandi en ekki í Suður Kóreu. Þannig að raunvaxtastig Suður Kóreu var talsvert hærra í lengri tíma en á Íslandi,“ segir Lilja. Ríkin tvö geti unnið meira saman. Nú hafi íslenskir háskólar stofnað til nemendaskipta við þrjá háskóla í Sól og því séu samskiptin að aukast. En menntamálaráðherrann er annars komin til að vera viðstödd opnunarathöfn vetrar ólympíuleikanna í Sól á föstudag.Ertu farin að hlakka til fyrir hönd íslenska liðsins? „Já, ég hlakka mikið til að hitta íslenska liðið. Fylgjast með okkar góðu keppendum. Við erum með fimm keppendur og það verður virkilega gaman að fylgjast með og taka þátt í þessu með okkar góða íþróttafólki,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, sem í dag átti fund með seðlabankastjóra Suður Kóreu, segir margt líkt með fjármálakreppum sem ríkin hafa þurft að eiga við en þau hafi þó unnið sig út úr þeim með ólíkum hætti. Ráðherra er komin til Sól til að vera viðstödd opnunarathöfn ólympíuleikanna á föstudag. Það má segja að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sé komin á fornar slóðir því hún nam við kvennaháskólann Ewha í Sól í Suður Kóreu árið 1994 og skrifaði þá lokaritgerð sína um sameiningu Kóreuríkjanna. Í dag gekk hún hins vegar á fund með Lee Ju-yeol seðlabankastjóra Suður Kóreu eftir að hún flutti erindi í bankanum. Þar fór hún yfir aðdraganda og áhrif hrunsins hér á landi árið 2008. Þá bar hún íslenska hrunið saman við fjármálaáfall sem átti sér stað í Suður Kóreu árið 1997. „Já það er margt líkt með þessum kreppum. Hjá báðum ríkjum var það svo að gríðarlega mikið fjármagnsinnflæði kemur inn í bæði löndin. Kröftugur hagvöxtur, mikil einkaneysla, ásamt því að lánveitingar í bankakerfinu voru til tengdra aðila í miklum mæli. Svo verður þetta gríðarlegur skellur hjá báðum ríkjum,“ segir Lilja. Bæði ríkin hafi verið skuldlítil fyrir kreppu og gjaldeyrisforði lítill. Hins vegar hafi ríkin brugðist ólíkt við fjármálakreppunni þótt á báðum stöðum hafi gjaldmiðillinn fallið mikið. „Til að mynda voru sett fjármagnshöft á Íslandi en ekki í Suður Kóreu. Þannig að raunvaxtastig Suður Kóreu var talsvert hærra í lengri tíma en á Íslandi,“ segir Lilja. Ríkin tvö geti unnið meira saman. Nú hafi íslenskir háskólar stofnað til nemendaskipta við þrjá háskóla í Sól og því séu samskiptin að aukast. En menntamálaráðherrann er annars komin til að vera viðstödd opnunarathöfn vetrar ólympíuleikanna í Sól á föstudag.Ertu farin að hlakka til fyrir hönd íslenska liðsins? „Já, ég hlakka mikið til að hitta íslenska liðið. Fylgjast með okkar góðu keppendum. Við erum með fimm keppendur og það verður virkilega gaman að fylgjast með og taka þátt í þessu með okkar góða íþróttafólki,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira