Menntamálaráðherra fundaði með seðlabankastjóra Suður Kóreu Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2018 20:00 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, sem í dag átti fund með seðlabankastjóra Suður Kóreu, segir margt líkt með fjármálakreppum sem ríkin hafa þurft að eiga við en þau hafi þó unnið sig út úr þeim með ólíkum hætti. Ráðherra er komin til Sól til að vera viðstödd opnunarathöfn ólympíuleikanna á föstudag. Það má segja að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sé komin á fornar slóðir því hún nam við kvennaháskólann Ewha í Sól í Suður Kóreu árið 1994 og skrifaði þá lokaritgerð sína um sameiningu Kóreuríkjanna. Í dag gekk hún hins vegar á fund með Lee Ju-yeol seðlabankastjóra Suður Kóreu eftir að hún flutti erindi í bankanum. Þar fór hún yfir aðdraganda og áhrif hrunsins hér á landi árið 2008. Þá bar hún íslenska hrunið saman við fjármálaáfall sem átti sér stað í Suður Kóreu árið 1997. „Já það er margt líkt með þessum kreppum. Hjá báðum ríkjum var það svo að gríðarlega mikið fjármagnsinnflæði kemur inn í bæði löndin. Kröftugur hagvöxtur, mikil einkaneysla, ásamt því að lánveitingar í bankakerfinu voru til tengdra aðila í miklum mæli. Svo verður þetta gríðarlegur skellur hjá báðum ríkjum,“ segir Lilja. Bæði ríkin hafi verið skuldlítil fyrir kreppu og gjaldeyrisforði lítill. Hins vegar hafi ríkin brugðist ólíkt við fjármálakreppunni þótt á báðum stöðum hafi gjaldmiðillinn fallið mikið. „Til að mynda voru sett fjármagnshöft á Íslandi en ekki í Suður Kóreu. Þannig að raunvaxtastig Suður Kóreu var talsvert hærra í lengri tíma en á Íslandi,“ segir Lilja. Ríkin tvö geti unnið meira saman. Nú hafi íslenskir háskólar stofnað til nemendaskipta við þrjá háskóla í Sól og því séu samskiptin að aukast. En menntamálaráðherrann er annars komin til að vera viðstödd opnunarathöfn vetrar ólympíuleikanna í Sól á föstudag.Ertu farin að hlakka til fyrir hönd íslenska liðsins? „Já, ég hlakka mikið til að hitta íslenska liðið. Fylgjast með okkar góðu keppendum. Við erum með fimm keppendur og það verður virkilega gaman að fylgjast með og taka þátt í þessu með okkar góða íþróttafólki,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, sem í dag átti fund með seðlabankastjóra Suður Kóreu, segir margt líkt með fjármálakreppum sem ríkin hafa þurft að eiga við en þau hafi þó unnið sig út úr þeim með ólíkum hætti. Ráðherra er komin til Sól til að vera viðstödd opnunarathöfn ólympíuleikanna á föstudag. Það má segja að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sé komin á fornar slóðir því hún nam við kvennaháskólann Ewha í Sól í Suður Kóreu árið 1994 og skrifaði þá lokaritgerð sína um sameiningu Kóreuríkjanna. Í dag gekk hún hins vegar á fund með Lee Ju-yeol seðlabankastjóra Suður Kóreu eftir að hún flutti erindi í bankanum. Þar fór hún yfir aðdraganda og áhrif hrunsins hér á landi árið 2008. Þá bar hún íslenska hrunið saman við fjármálaáfall sem átti sér stað í Suður Kóreu árið 1997. „Já það er margt líkt með þessum kreppum. Hjá báðum ríkjum var það svo að gríðarlega mikið fjármagnsinnflæði kemur inn í bæði löndin. Kröftugur hagvöxtur, mikil einkaneysla, ásamt því að lánveitingar í bankakerfinu voru til tengdra aðila í miklum mæli. Svo verður þetta gríðarlegur skellur hjá báðum ríkjum,“ segir Lilja. Bæði ríkin hafi verið skuldlítil fyrir kreppu og gjaldeyrisforði lítill. Hins vegar hafi ríkin brugðist ólíkt við fjármálakreppunni þótt á báðum stöðum hafi gjaldmiðillinn fallið mikið. „Til að mynda voru sett fjármagnshöft á Íslandi en ekki í Suður Kóreu. Þannig að raunvaxtastig Suður Kóreu var talsvert hærra í lengri tíma en á Íslandi,“ segir Lilja. Ríkin tvö geti unnið meira saman. Nú hafi íslenskir háskólar stofnað til nemendaskipta við þrjá háskóla í Sól og því séu samskiptin að aukast. En menntamálaráðherrann er annars komin til að vera viðstödd opnunarathöfn vetrar ólympíuleikanna í Sól á föstudag.Ertu farin að hlakka til fyrir hönd íslenska liðsins? „Já, ég hlakka mikið til að hitta íslenska liðið. Fylgjast með okkar góðu keppendum. Við erum með fimm keppendur og það verður virkilega gaman að fylgjast með og taka þátt í þessu með okkar góða íþróttafólki,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira