Ragnhildur Steinunn ráðin aðstoðardagskrárstjóri RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2018 12:04 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur verið Elena Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu aðstoðardagskrárstjóra hjá RÚV. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tilkynnti starfsfólki í Efstaleiti um ráðninguna í morgun. „Ég hlakka til að takast á við nýtt og spennandi hlutverk, að vera þátttakandi í að efla framleiðslu RÚV enn frekar,“ segir Ragnhildur Steinunn í samtali við Vísi. Mun hún vinna með Skarphéðni að dagskrártengdum málefnum Sjónvarps, koma að ytri og innri samskiptum dagskrárdeildar sjónvarps og vera alhliða stuðningur við Skarphéðinn meðfram því að sinna áfram dagskrárgerð fyrir sjónvarp. „Ég hef unnið mjög náið með Skarphéðni í mörg ár. Það verður mjög skemmtilegt að koma inn í hans teymi og láta frekar til sín taka.“ Ragnhildur Steinunn hefur víðtæka reynslu þegar kemur að framleiðslu og ritstjórn sjónvarpsefnis. Hún hefur starfað hjá RÚV frá árinu 2004 og meðal annars sinnt þáttagerð fyrir Kastljós, Óskalög þjóðarinnar, Dans dans dans, Gott kvöld, Ísþjóðina með Ragnhildi Steinunni og Laugardagslögin svo fátt eitt sé nefnt. Ragnhildur Steinunn situr í framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar og hefur haldið utan um dagskrárgerð keppninnar síðustu ár. Að auki hefur hún verið kynnir keppninnar, nær viðstöðulaust, frá árinu 2007. Ragnhildur Steinunn leikstýrði og framleiddi heimildamyndina „Hrafnhildur-heimildamynd um kynleiðréttingu“ sem hlaut Eddu-verðlaunin árið 2013 í flokki heimildamynda. Árið 2014 var heimildamyndin „Ég gafst ekki upp“ í umsjón Ragnhildar Steinunnar einnig tilnefnd til Eddunnar. Ragnhildur Steinunn ritstýrði sjónvarpsþáttunum Hæpið á RÚV en þeir hlutu fjölmiðlaviðurkenningu Stígamóta fyrir umfjöllun sína um kynferðisofbeldi árið 2015 og voru að auki tilnefndir til Eddunnar. Hún er annar höfunda og útgefanda bókarinnar Forystuþjóð en bókin er viðtalsbók um stöðu jafnréttismála á Íslandi árið 2017. Ragnhildur Steinunn er með B.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands. Fjölmiðlar Ráðningar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu aðstoðardagskrárstjóra hjá RÚV. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tilkynnti starfsfólki í Efstaleiti um ráðninguna í morgun. „Ég hlakka til að takast á við nýtt og spennandi hlutverk, að vera þátttakandi í að efla framleiðslu RÚV enn frekar,“ segir Ragnhildur Steinunn í samtali við Vísi. Mun hún vinna með Skarphéðni að dagskrártengdum málefnum Sjónvarps, koma að ytri og innri samskiptum dagskrárdeildar sjónvarps og vera alhliða stuðningur við Skarphéðinn meðfram því að sinna áfram dagskrárgerð fyrir sjónvarp. „Ég hef unnið mjög náið með Skarphéðni í mörg ár. Það verður mjög skemmtilegt að koma inn í hans teymi og láta frekar til sín taka.“ Ragnhildur Steinunn hefur víðtæka reynslu þegar kemur að framleiðslu og ritstjórn sjónvarpsefnis. Hún hefur starfað hjá RÚV frá árinu 2004 og meðal annars sinnt þáttagerð fyrir Kastljós, Óskalög þjóðarinnar, Dans dans dans, Gott kvöld, Ísþjóðina með Ragnhildi Steinunni og Laugardagslögin svo fátt eitt sé nefnt. Ragnhildur Steinunn situr í framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar og hefur haldið utan um dagskrárgerð keppninnar síðustu ár. Að auki hefur hún verið kynnir keppninnar, nær viðstöðulaust, frá árinu 2007. Ragnhildur Steinunn leikstýrði og framleiddi heimildamyndina „Hrafnhildur-heimildamynd um kynleiðréttingu“ sem hlaut Eddu-verðlaunin árið 2013 í flokki heimildamynda. Árið 2014 var heimildamyndin „Ég gafst ekki upp“ í umsjón Ragnhildar Steinunnar einnig tilnefnd til Eddunnar. Ragnhildur Steinunn ritstýrði sjónvarpsþáttunum Hæpið á RÚV en þeir hlutu fjölmiðlaviðurkenningu Stígamóta fyrir umfjöllun sína um kynferðisofbeldi árið 2015 og voru að auki tilnefndir til Eddunnar. Hún er annar höfunda og útgefanda bókarinnar Forystuþjóð en bókin er viðtalsbók um stöðu jafnréttismála á Íslandi árið 2017. Ragnhildur Steinunn er með B.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands.
Fjölmiðlar Ráðningar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira