Fangar fá 400 krónur á tímann Jakob Bjarnar skrifar 19. október 2018 10:34 Betrunarvinna felur í sér félagsleg undirboð og er klárt lagabrot, segir í tilkynningu frá ASÍ. (Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.) visir/vilhelm Alþýðusambandi Íslands hefur ítrekað borist ábendingar vegna vinnu fanga af Kvíabryggju á almennum vinnumarkaði. Þar má nefna vinnu við fjölbýli sem verið er að gera upp fyrir langtíma leigu, uppgerð sveitabýlis fyrir gistiþjónustu og vinnu hjá flutningafyrirtæki. Þetta segir í fréttatilkynningu sem ASÍ var að senda frá sér. Sambandið vill taka skýrt fram að ekki séu gerðar athugasemdir við betrunarvinnu sem slíka enda fari hún fram innan fangelsis og í einhverjum tilfellum utan fangelsis. Kveðið er á um slíkt í lögum. En, betrunarvinna sem þessi felur í sér félagsleg undirboð og er klárt brot á lögum.Kvíabryggja selur út vinnu fyrir 800 krónur á tímann Forstöðumaður fangelsisins á Kvíabryggju hefur svarað fyrirspurn ASÍ og staðfestir að fangar sinna störfum, meðal annars störfum iðnaðarmanna á almennum vinnumarkaði.Á Kvíabryggju er það stundað að selja út vinnu fanga. Kvíabryggja selur þá vinnu út á 800 krónur á tímann en fanginn fær helming þess í sinn hlut.visir/pjetur„Jafnframt kemur fram að útseld vinna þeirra er 800 kr. á tímann og að þeir fá greiddar 400 kr. á tímann og ávinna sér engin réttindi önnur.Hér er mikilvægt að árétta að betrunarvinnu við almenn störf á vinnumarkaði er hvorki ætlað vera í samkeppni við annað launafólk eða fela í sér félagsleg undirboð og réttindasviptingu fyrir þá sem störfin vinna. Í lögum og greinargerð er gert ráð fyrir því að fangi geti unnið utan fangelsis og að hann fái fyrir það skattskyld laun. En, engar heimildir eru í lögum eða kjarasamningum að laun fyrir þá vinnu skuli ákveðin með öðrum hætti en önnur laun; lágmarkskjör samkvæmt kjarasamningum gilda sem og veikinda- og lífeyrisréttur auk trygginga við vinnu og á leið til vinnu og í frítíma ef við á. ASÍ telur það fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga utan fangelsisins á Kvíabryggju og vakin hefur verið athygli á klárt brot á lögum nr. 15/2016 um fullnustu refsinga og hvetur fangelsið og fangelsismálayfirvöld til þess að koma þessum málum í löglegt og rétt horf. „Alþýðusambandið áskilur sér allan rétt til þess að fylgja þessum athugasemdum eftir gagnvart þeim yfirvöldum sem í hlut eiga.“ Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Alþýðusambandi Íslands hefur ítrekað borist ábendingar vegna vinnu fanga af Kvíabryggju á almennum vinnumarkaði. Þar má nefna vinnu við fjölbýli sem verið er að gera upp fyrir langtíma leigu, uppgerð sveitabýlis fyrir gistiþjónustu og vinnu hjá flutningafyrirtæki. Þetta segir í fréttatilkynningu sem ASÍ var að senda frá sér. Sambandið vill taka skýrt fram að ekki séu gerðar athugasemdir við betrunarvinnu sem slíka enda fari hún fram innan fangelsis og í einhverjum tilfellum utan fangelsis. Kveðið er á um slíkt í lögum. En, betrunarvinna sem þessi felur í sér félagsleg undirboð og er klárt brot á lögum.Kvíabryggja selur út vinnu fyrir 800 krónur á tímann Forstöðumaður fangelsisins á Kvíabryggju hefur svarað fyrirspurn ASÍ og staðfestir að fangar sinna störfum, meðal annars störfum iðnaðarmanna á almennum vinnumarkaði.Á Kvíabryggju er það stundað að selja út vinnu fanga. Kvíabryggja selur þá vinnu út á 800 krónur á tímann en fanginn fær helming þess í sinn hlut.visir/pjetur„Jafnframt kemur fram að útseld vinna þeirra er 800 kr. á tímann og að þeir fá greiddar 400 kr. á tímann og ávinna sér engin réttindi önnur.Hér er mikilvægt að árétta að betrunarvinnu við almenn störf á vinnumarkaði er hvorki ætlað vera í samkeppni við annað launafólk eða fela í sér félagsleg undirboð og réttindasviptingu fyrir þá sem störfin vinna. Í lögum og greinargerð er gert ráð fyrir því að fangi geti unnið utan fangelsis og að hann fái fyrir það skattskyld laun. En, engar heimildir eru í lögum eða kjarasamningum að laun fyrir þá vinnu skuli ákveðin með öðrum hætti en önnur laun; lágmarkskjör samkvæmt kjarasamningum gilda sem og veikinda- og lífeyrisréttur auk trygginga við vinnu og á leið til vinnu og í frítíma ef við á. ASÍ telur það fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga utan fangelsisins á Kvíabryggju og vakin hefur verið athygli á klárt brot á lögum nr. 15/2016 um fullnustu refsinga og hvetur fangelsið og fangelsismálayfirvöld til þess að koma þessum málum í löglegt og rétt horf. „Alþýðusambandið áskilur sér allan rétt til þess að fylgja þessum athugasemdum eftir gagnvart þeim yfirvöldum sem í hlut eiga.“
Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira