Franskir ferðamenn ollu varanlegum skemmdum með utanvegaakstri Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. ágúst 2018 18:43 Ferðamennirnir eru væntanlegir í skýrslutöku til lögreglunnar á Egilsstöðum á morgun. vísir/gva Sex franskir ferðamenn á þremur bílum hafa valdið varanlegum skemmdum vegna utanvegaaksturs við Þríhyrningsá á Austurlandi. Eiga ferðamennirnir yfir höfði sér allt að 500 þúsund króna sekt fyrir athæfið. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld. Að sögn Hjalta Bergmars Axelsson, varðstjóra hjá lögreglunni á Austurlandi, tilkynnti þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði um málið um miðjan dag í gær. Ferðamennirnir sex höfðu verið á ferð um veg F910, einnig þekktur sem Austurleið, sem liggur frá Möðrudal og inn á hálendið. Þegar ferðamennirnir komu að Þríhyrningsá sat annar bíll fastur í ánni. „Eftir að hafa beðið í talsverða stund við vaðið, þar sem þeir komust ekki yfir, tóku þeir þá óskynsamlegu ákvörðun að keyra út fyrir veginn og lengra frá þar sem þeir komust yfir ána,“ segir Hjalti í samtali við Vísi. „Þeir óku einhverja 200 metra eða svo, yfir mela og gróið land, og að hluta til eru þetta för og skemmdir sem eru óafturkræfar.“Koma til skýrslutöku á morgun Lögreglumenn við hálendiseftirlit úr umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra vitjuðu ferðamannanna og öfluðu gagna, sem síðan voru send til lögreglunnar á Austurlandi. Hjalti segir ferðamennina væntanlega til skýrslutöku hjá lögreglu á morgun. Þar mun málum að öllum líkindum lykta með sektargreiðslum, frá 50 til 500 þúsund krónum á mann. Hann áætlar þó ferðamennirnir hljóti lægri sekt en franskir ferðamenn á Suðurlandi greiddu fyrir sambærilegt brot í júlí. Hlutu þeir 200 þúsund króna sekt hvor fyrir utanvegaakstur við Kerlingafjöll.Aðspurður segir Hjalti að ekki hafi sérstaklega mörg utanvegaakstursbrot komið inn á borð lögreglu á Austurlandi í sumar. Hann bendir þó á að utanvegaakstur sé mun algengari en tilkynningar til lögreglu gefi til kynna. Þá er í flestum tilvikum um að ræða erlenda ferðamenn. „Þó að það fríi Íslendinga ekki allri ábyrgð samt,“ segir Hjalti. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58 Lét erlenda ferðamenn raka í tvo tíma eftir grófan utanvegaakstur Kristinn Jón Arnarson, skálavörður Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum, hafði lítinn húmor fyrir utanvegaakstri kínverskra ferðamanna nærri Landamannalaugum í gær. 28. september 2015 10:44 Töluvert ekið á friðuðu svæði að Fjallabaki Ökumenn hafa verið að keyra á friðlandi að Fjallabaki þar sem í gildi er akstursbann. 2. júlí 2018 18:30 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Sex franskir ferðamenn á þremur bílum hafa valdið varanlegum skemmdum vegna utanvegaaksturs við Þríhyrningsá á Austurlandi. Eiga ferðamennirnir yfir höfði sér allt að 500 þúsund króna sekt fyrir athæfið. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld. Að sögn Hjalta Bergmars Axelsson, varðstjóra hjá lögreglunni á Austurlandi, tilkynnti þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði um málið um miðjan dag í gær. Ferðamennirnir sex höfðu verið á ferð um veg F910, einnig þekktur sem Austurleið, sem liggur frá Möðrudal og inn á hálendið. Þegar ferðamennirnir komu að Þríhyrningsá sat annar bíll fastur í ánni. „Eftir að hafa beðið í talsverða stund við vaðið, þar sem þeir komust ekki yfir, tóku þeir þá óskynsamlegu ákvörðun að keyra út fyrir veginn og lengra frá þar sem þeir komust yfir ána,“ segir Hjalti í samtali við Vísi. „Þeir óku einhverja 200 metra eða svo, yfir mela og gróið land, og að hluta til eru þetta för og skemmdir sem eru óafturkræfar.“Koma til skýrslutöku á morgun Lögreglumenn við hálendiseftirlit úr umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra vitjuðu ferðamannanna og öfluðu gagna, sem síðan voru send til lögreglunnar á Austurlandi. Hjalti segir ferðamennina væntanlega til skýrslutöku hjá lögreglu á morgun. Þar mun málum að öllum líkindum lykta með sektargreiðslum, frá 50 til 500 þúsund krónum á mann. Hann áætlar þó ferðamennirnir hljóti lægri sekt en franskir ferðamenn á Suðurlandi greiddu fyrir sambærilegt brot í júlí. Hlutu þeir 200 þúsund króna sekt hvor fyrir utanvegaakstur við Kerlingafjöll.Aðspurður segir Hjalti að ekki hafi sérstaklega mörg utanvegaakstursbrot komið inn á borð lögreglu á Austurlandi í sumar. Hann bendir þó á að utanvegaakstur sé mun algengari en tilkynningar til lögreglu gefi til kynna. Þá er í flestum tilvikum um að ræða erlenda ferðamenn. „Þó að það fríi Íslendinga ekki allri ábyrgð samt,“ segir Hjalti.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58 Lét erlenda ferðamenn raka í tvo tíma eftir grófan utanvegaakstur Kristinn Jón Arnarson, skálavörður Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum, hafði lítinn húmor fyrir utanvegaakstri kínverskra ferðamanna nærri Landamannalaugum í gær. 28. september 2015 10:44 Töluvert ekið á friðuðu svæði að Fjallabaki Ökumenn hafa verið að keyra á friðlandi að Fjallabaki þar sem í gildi er akstursbann. 2. júlí 2018 18:30 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58
Lét erlenda ferðamenn raka í tvo tíma eftir grófan utanvegaakstur Kristinn Jón Arnarson, skálavörður Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum, hafði lítinn húmor fyrir utanvegaakstri kínverskra ferðamanna nærri Landamannalaugum í gær. 28. september 2015 10:44
Töluvert ekið á friðuðu svæði að Fjallabaki Ökumenn hafa verið að keyra á friðlandi að Fjallabaki þar sem í gildi er akstursbann. 2. júlí 2018 18:30