Innlent

Lét erlenda ferðamenn raka í tvo tíma eftir grófan utanvegaakstur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kínversku ferðamennirnir að raka ofan í förin.
Kínversku ferðamennirnir að raka ofan í förin. Mynd/Kristinn Jón
Kristinn Jón Arnarson, skálavörður Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum, hafði lítinn húmor fyrir utanvegaakstri kínverskra ferðamanna nærri Landamannalaugum í gær. Ferðamennirnir voru á tveimur jeppum og voru staðnir að því að spóla í hringi og keyra upp í brekkur um tíu kílómetra frá þessari fjölsóttu náttúruperlu landsins.

Kristinn segir í samtali við Vísi að fólkið hafi verið að leika sér á um það bil níu hektara svæði. Talið er að förin sem þeir skildu eftir sig hafi verið um eins kílómetra löng. Kristinn fór aftur með Kínverjana á skemmda svæðið og lét þá taka til hendinni.

Förin sem ferðamennirnir skildu eftir. Smella má á myndina til að sjá hana stærri.Mynd/Kristinn Jón
„Ég lét þau raka eftir sig í um tvo klukkutíma,“ segir Kristinn. Viðbrögðin hafi verið nokkuð góð.

„Þau tóku bara vel í það. Ég var svo reiður við þau.“

Sektir geta verið háar fyrir utanvegaakstur en ákvörðun um upphæð sekta er í höndum lögrelgu. Sem dæmi var erlendur ferðamaður sektaður um 150 þúsund krónur fyrir utanvegaakstur austan við Hrossaborg á Mývatnsöræfum fyrr í sumar. 

Uppfært klukkan 00:20

Ökumaður hvors bíls var sektaður um 100 þúsund krónur að því er kemur fram í færslu frá lögreglunni á Suðurlandi á Facebook.

Í gær fór Lögreglan á Suðurlandi að Hnausapolli, sem er skammt frá Landmannalaugum. Skammt frá Hnausapolli höfðu tveir...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Monday, September 28, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×