Allt að sex mánaða biðlisti hjá barnatannlæknum Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 23. desember 2018 21:15 Það er allt að sex mánaða biðlisti hjá barnatannlæknum í dag en það bitnar helst á langveikum börnum og börnum með sérþarfir. Barnatannlæknir segir ástandið slæmt og að erfitt sé að láta verkjuð börn bíða. Barnatannlæknar sinna meðal annars langveikum börnum, börnum með sérþarfir eða heilbrigðum börnum með miklar tannskemmdir sem þurfa til dæmis á svæfingu að halda. Það eru aðeins þrír starfandi barnatannlæknar á Íslandi í dag sem gerir það að verkum að biðlistar eru mjög langir. Biðlistinn hjá Evu Guðrúnu Sveinsdóttur barnatannlækni er til að mynda hálft ár. Eva útskýrir að tannlæknarnir reyna að forgangsraða eins og hægt er en það komi því miður fyrir að verkjuð börn þurfi að bíða eftir tíma. „Það eru kannski þeir sem síst skyldi bitna á, langveik börn, einhverf börn,“ segir Eva Guðrún.Ólaunað framhaldsnám sem erfitt er að komast inn í Nám í barnatannlækningum er framhaldsnám sem ekki er kennt á Íslandi. Eftir sex ára grunnnám þarf því að fara erlendis í þriggja ára sérnám sem er ekki launað, en það er ólíkt því sem þekkist í lækningum almennt. „Það eru ekkert allir tilbúnir að fara út í þetta sérnám fyrir utan að það er mjög erfitt að komast inn í það.“ Þá er ekki hægt að taka námslán fyrir framhaldsnáminu ef viðkomandi hefur tekið námslán í grunnnáminu. Eva Guðrún vill að bætt verði úr þessu. „Að minnsta kosti að fólk geti fjármagnað sig, að það væri hægt að taka lán fyrir þessu þannig að gott væri.“ Hún segist hafa áhyggjur af stöðunni til framtíðar. Erfitt sé að segja til um hve margir komi heim að námi loknu en aðeins einn tannlæknir stundar sérnám sem stendur. Álagið er því mikið hjá starfandi barnatannlæknum á Íslandi. „Þetta eru viðkvæm börn og börn sem eru langveik og maður segir ekki nei við því. Þetta spilar svona á samviskuna manns og maður vinnur oft ansi langa daga,“ segir Eva Guðrún að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Það er allt að sex mánaða biðlisti hjá barnatannlæknum í dag en það bitnar helst á langveikum börnum og börnum með sérþarfir. Barnatannlæknir segir ástandið slæmt og að erfitt sé að láta verkjuð börn bíða. Barnatannlæknar sinna meðal annars langveikum börnum, börnum með sérþarfir eða heilbrigðum börnum með miklar tannskemmdir sem þurfa til dæmis á svæfingu að halda. Það eru aðeins þrír starfandi barnatannlæknar á Íslandi í dag sem gerir það að verkum að biðlistar eru mjög langir. Biðlistinn hjá Evu Guðrúnu Sveinsdóttur barnatannlækni er til að mynda hálft ár. Eva útskýrir að tannlæknarnir reyna að forgangsraða eins og hægt er en það komi því miður fyrir að verkjuð börn þurfi að bíða eftir tíma. „Það eru kannski þeir sem síst skyldi bitna á, langveik börn, einhverf börn,“ segir Eva Guðrún.Ólaunað framhaldsnám sem erfitt er að komast inn í Nám í barnatannlækningum er framhaldsnám sem ekki er kennt á Íslandi. Eftir sex ára grunnnám þarf því að fara erlendis í þriggja ára sérnám sem er ekki launað, en það er ólíkt því sem þekkist í lækningum almennt. „Það eru ekkert allir tilbúnir að fara út í þetta sérnám fyrir utan að það er mjög erfitt að komast inn í það.“ Þá er ekki hægt að taka námslán fyrir framhaldsnáminu ef viðkomandi hefur tekið námslán í grunnnáminu. Eva Guðrún vill að bætt verði úr þessu. „Að minnsta kosti að fólk geti fjármagnað sig, að það væri hægt að taka lán fyrir þessu þannig að gott væri.“ Hún segist hafa áhyggjur af stöðunni til framtíðar. Erfitt sé að segja til um hve margir komi heim að námi loknu en aðeins einn tannlæknir stundar sérnám sem stendur. Álagið er því mikið hjá starfandi barnatannlæknum á Íslandi. „Þetta eru viðkvæm börn og börn sem eru langveik og maður segir ekki nei við því. Þetta spilar svona á samviskuna manns og maður vinnur oft ansi langa daga,“ segir Eva Guðrún að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira