Allt að sex mánaða biðlisti hjá barnatannlæknum Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 23. desember 2018 21:15 Það er allt að sex mánaða biðlisti hjá barnatannlæknum í dag en það bitnar helst á langveikum börnum og börnum með sérþarfir. Barnatannlæknir segir ástandið slæmt og að erfitt sé að láta verkjuð börn bíða. Barnatannlæknar sinna meðal annars langveikum börnum, börnum með sérþarfir eða heilbrigðum börnum með miklar tannskemmdir sem þurfa til dæmis á svæfingu að halda. Það eru aðeins þrír starfandi barnatannlæknar á Íslandi í dag sem gerir það að verkum að biðlistar eru mjög langir. Biðlistinn hjá Evu Guðrúnu Sveinsdóttur barnatannlækni er til að mynda hálft ár. Eva útskýrir að tannlæknarnir reyna að forgangsraða eins og hægt er en það komi því miður fyrir að verkjuð börn þurfi að bíða eftir tíma. „Það eru kannski þeir sem síst skyldi bitna á, langveik börn, einhverf börn,“ segir Eva Guðrún.Ólaunað framhaldsnám sem erfitt er að komast inn í Nám í barnatannlækningum er framhaldsnám sem ekki er kennt á Íslandi. Eftir sex ára grunnnám þarf því að fara erlendis í þriggja ára sérnám sem er ekki launað, en það er ólíkt því sem þekkist í lækningum almennt. „Það eru ekkert allir tilbúnir að fara út í þetta sérnám fyrir utan að það er mjög erfitt að komast inn í það.“ Þá er ekki hægt að taka námslán fyrir framhaldsnáminu ef viðkomandi hefur tekið námslán í grunnnáminu. Eva Guðrún vill að bætt verði úr þessu. „Að minnsta kosti að fólk geti fjármagnað sig, að það væri hægt að taka lán fyrir þessu þannig að gott væri.“ Hún segist hafa áhyggjur af stöðunni til framtíðar. Erfitt sé að segja til um hve margir komi heim að námi loknu en aðeins einn tannlæknir stundar sérnám sem stendur. Álagið er því mikið hjá starfandi barnatannlæknum á Íslandi. „Þetta eru viðkvæm börn og börn sem eru langveik og maður segir ekki nei við því. Þetta spilar svona á samviskuna manns og maður vinnur oft ansi langa daga,“ segir Eva Guðrún að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Það er allt að sex mánaða biðlisti hjá barnatannlæknum í dag en það bitnar helst á langveikum börnum og börnum með sérþarfir. Barnatannlæknir segir ástandið slæmt og að erfitt sé að láta verkjuð börn bíða. Barnatannlæknar sinna meðal annars langveikum börnum, börnum með sérþarfir eða heilbrigðum börnum með miklar tannskemmdir sem þurfa til dæmis á svæfingu að halda. Það eru aðeins þrír starfandi barnatannlæknar á Íslandi í dag sem gerir það að verkum að biðlistar eru mjög langir. Biðlistinn hjá Evu Guðrúnu Sveinsdóttur barnatannlækni er til að mynda hálft ár. Eva útskýrir að tannlæknarnir reyna að forgangsraða eins og hægt er en það komi því miður fyrir að verkjuð börn þurfi að bíða eftir tíma. „Það eru kannski þeir sem síst skyldi bitna á, langveik börn, einhverf börn,“ segir Eva Guðrún.Ólaunað framhaldsnám sem erfitt er að komast inn í Nám í barnatannlækningum er framhaldsnám sem ekki er kennt á Íslandi. Eftir sex ára grunnnám þarf því að fara erlendis í þriggja ára sérnám sem er ekki launað, en það er ólíkt því sem þekkist í lækningum almennt. „Það eru ekkert allir tilbúnir að fara út í þetta sérnám fyrir utan að það er mjög erfitt að komast inn í það.“ Þá er ekki hægt að taka námslán fyrir framhaldsnáminu ef viðkomandi hefur tekið námslán í grunnnáminu. Eva Guðrún vill að bætt verði úr þessu. „Að minnsta kosti að fólk geti fjármagnað sig, að það væri hægt að taka lán fyrir þessu þannig að gott væri.“ Hún segist hafa áhyggjur af stöðunni til framtíðar. Erfitt sé að segja til um hve margir komi heim að námi loknu en aðeins einn tannlæknir stundar sérnám sem stendur. Álagið er því mikið hjá starfandi barnatannlæknum á Íslandi. „Þetta eru viðkvæm börn og börn sem eru langveik og maður segir ekki nei við því. Þetta spilar svona á samviskuna manns og maður vinnur oft ansi langa daga,“ segir Eva Guðrún að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira