Allt að sex mánaða biðlisti hjá barnatannlæknum Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 23. desember 2018 21:15 Það er allt að sex mánaða biðlisti hjá barnatannlæknum í dag en það bitnar helst á langveikum börnum og börnum með sérþarfir. Barnatannlæknir segir ástandið slæmt og að erfitt sé að láta verkjuð börn bíða. Barnatannlæknar sinna meðal annars langveikum börnum, börnum með sérþarfir eða heilbrigðum börnum með miklar tannskemmdir sem þurfa til dæmis á svæfingu að halda. Það eru aðeins þrír starfandi barnatannlæknar á Íslandi í dag sem gerir það að verkum að biðlistar eru mjög langir. Biðlistinn hjá Evu Guðrúnu Sveinsdóttur barnatannlækni er til að mynda hálft ár. Eva útskýrir að tannlæknarnir reyna að forgangsraða eins og hægt er en það komi því miður fyrir að verkjuð börn þurfi að bíða eftir tíma. „Það eru kannski þeir sem síst skyldi bitna á, langveik börn, einhverf börn,“ segir Eva Guðrún.Ólaunað framhaldsnám sem erfitt er að komast inn í Nám í barnatannlækningum er framhaldsnám sem ekki er kennt á Íslandi. Eftir sex ára grunnnám þarf því að fara erlendis í þriggja ára sérnám sem er ekki launað, en það er ólíkt því sem þekkist í lækningum almennt. „Það eru ekkert allir tilbúnir að fara út í þetta sérnám fyrir utan að það er mjög erfitt að komast inn í það.“ Þá er ekki hægt að taka námslán fyrir framhaldsnáminu ef viðkomandi hefur tekið námslán í grunnnáminu. Eva Guðrún vill að bætt verði úr þessu. „Að minnsta kosti að fólk geti fjármagnað sig, að það væri hægt að taka lán fyrir þessu þannig að gott væri.“ Hún segist hafa áhyggjur af stöðunni til framtíðar. Erfitt sé að segja til um hve margir komi heim að námi loknu en aðeins einn tannlæknir stundar sérnám sem stendur. Álagið er því mikið hjá starfandi barnatannlæknum á Íslandi. „Þetta eru viðkvæm börn og börn sem eru langveik og maður segir ekki nei við því. Þetta spilar svona á samviskuna manns og maður vinnur oft ansi langa daga,“ segir Eva Guðrún að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Það er allt að sex mánaða biðlisti hjá barnatannlæknum í dag en það bitnar helst á langveikum börnum og börnum með sérþarfir. Barnatannlæknir segir ástandið slæmt og að erfitt sé að láta verkjuð börn bíða. Barnatannlæknar sinna meðal annars langveikum börnum, börnum með sérþarfir eða heilbrigðum börnum með miklar tannskemmdir sem þurfa til dæmis á svæfingu að halda. Það eru aðeins þrír starfandi barnatannlæknar á Íslandi í dag sem gerir það að verkum að biðlistar eru mjög langir. Biðlistinn hjá Evu Guðrúnu Sveinsdóttur barnatannlækni er til að mynda hálft ár. Eva útskýrir að tannlæknarnir reyna að forgangsraða eins og hægt er en það komi því miður fyrir að verkjuð börn þurfi að bíða eftir tíma. „Það eru kannski þeir sem síst skyldi bitna á, langveik börn, einhverf börn,“ segir Eva Guðrún.Ólaunað framhaldsnám sem erfitt er að komast inn í Nám í barnatannlækningum er framhaldsnám sem ekki er kennt á Íslandi. Eftir sex ára grunnnám þarf því að fara erlendis í þriggja ára sérnám sem er ekki launað, en það er ólíkt því sem þekkist í lækningum almennt. „Það eru ekkert allir tilbúnir að fara út í þetta sérnám fyrir utan að það er mjög erfitt að komast inn í það.“ Þá er ekki hægt að taka námslán fyrir framhaldsnáminu ef viðkomandi hefur tekið námslán í grunnnáminu. Eva Guðrún vill að bætt verði úr þessu. „Að minnsta kosti að fólk geti fjármagnað sig, að það væri hægt að taka lán fyrir þessu þannig að gott væri.“ Hún segist hafa áhyggjur af stöðunni til framtíðar. Erfitt sé að segja til um hve margir komi heim að námi loknu en aðeins einn tannlæknir stundar sérnám sem stendur. Álagið er því mikið hjá starfandi barnatannlæknum á Íslandi. „Þetta eru viðkvæm börn og börn sem eru langveik og maður segir ekki nei við því. Þetta spilar svona á samviskuna manns og maður vinnur oft ansi langa daga,“ segir Eva Guðrún að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira