Anna Mjöll seldi sig til að fjármagna eigin neyslu: „Síðan snjóboltaði þetta og ég bara fór á götuna“ Bergþór Másson skrifar 14. ágúst 2018 19:45 Anna Mjöll Aðalsteinsdóttir Clausen byrjaði að drekka og reykja kannabis fimmtán ára gömul. Þegar hún var 19 ára prófaði hún kókaín í fyrsta skipti og leiddist síðan út í harða neyslu og stundaði vændi til að fjármagna hana. Hún sagði sögu sína í Ísland í dag í kvöld í viðtali við Sindra Sindrason. Anna er ættleidd og eru báðir blóðforeldrar hennar látnir vegna eiturlyfjaneyslu. Anna var fimm ár í kannabis- og áfengisneyslu áður en hún sneri sér að kókaíni, sem hún fjármagnaði með því að stela úr vinnunni sinni, frá foreldrum og vinafólki.Sambýlismaðurinn lést af völdum ofneyslu Síðan þróaðist neyslan þegar hún prófaði kókaín í tvítugsafmæli sínu. „Eftir það var ég bara ég geri þetta aldrei aftur, og einni viku seinna var ég kominn á nákvæmlega sama stað, þetta er mjög lúmskt hvað maður heldur að maður hafi stjórn á þessu.“ segir Anna. Eftir stuttan tíma í kókaínneyslu yfirgaf Anna foreldrahús og flutti inn til 48 ára gamals manns í harðri eiturlyfjaneyslu sem hún hafði þá einungis þekkt í tvo daga. „Síðan snjóboltaði þetta og ég bara fór á götuna, ég hélt að ég þyrfti að halda þessu lífi áfram og ég þyrfti að vera í neyslu, en ég vissi að ég gæti það ekki þarna.“ segir Anna um ákvörðunina að flytja burt frá foreldrum sínum. Þar versnaði neyslan og Anna byrjaði að stunda vændi heima hjá manninum til þess að fjármagna eiturlyfjakaupin. „Þetta fór svo hratt niður á við að ég var kominn á sama level og þessi maður sem var búinn að nota þessi efni í tíu ár, ég komst þangað bara á tvemur dögum.“ Anna seldi sig ítrekað heima hjá manninum og endaði á því að fara í geðrof og lenti á gjörgæslu. Eftir spítaladvölina fór hún svo aftur í sama neysluumhverfi. Þegar hún snéri aftur af spítalanum hafði maðurinn sem hún bjó hjá tekið of stóran skammt og látið lífið. Eftir að maðurinn lést varð neysla Önnu enn harðari. Hún tók meiri eiturlyf, stundaði meira vændi og byrjaði að selja og dreifa eiturlyfjum. Anna hafði ekki vitað af því að áfengi tækju líf fyrr en maðurinn sem hún bjó hjá dó. „Ég hugsaði alltaf, það gerist ekkert við mig og mína, ég er alltof heppin.“ Sagt að fara í meðferð af manninum sem seldi hana Anna flutti síðan til annars manns sem sá henni fyrir eiturlyfjum og „hélt henni í gíslingu“ og seldi hana til vina sinna til þess að borga eiturlyfjaneyslu hennar. „Hann ætlaði bara að láta vini sína koma og fá sínu fram til þess að ég myndi greiða upp skuldina.“ Neysla Önnu varð harðari og harðari og endaði á því að nýi sambýlismaður hennar sagði henni að fara í meðferð. Anna fór í meðferð en kom síðan út og byrjaði samstundis aftur í neyslu. „Ég hugsaði ekki um afleiðingar, ég fór að stela meira, keyra undir áhrifum, brjótast inn í hús, taka milljón smálán.“ Hún kom svo úr annarri meðferð sinni fyrir rúmum mánuði og hefur hún ekki snert eiturlyf síðan þá. Skilaboð Önnu til annara unglinga eru: „Ekki taka þennan fyrsta, þú veist ekki hvort það verður þinn fyrsti eða síðasti.“ Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Anna Mjöll Aðalsteinsdóttir Clausen byrjaði að drekka og reykja kannabis fimmtán ára gömul. Þegar hún var 19 ára prófaði hún kókaín í fyrsta skipti og leiddist síðan út í harða neyslu og stundaði vændi til að fjármagna hana. Hún sagði sögu sína í Ísland í dag í kvöld í viðtali við Sindra Sindrason. Anna er ættleidd og eru báðir blóðforeldrar hennar látnir vegna eiturlyfjaneyslu. Anna var fimm ár í kannabis- og áfengisneyslu áður en hún sneri sér að kókaíni, sem hún fjármagnaði með því að stela úr vinnunni sinni, frá foreldrum og vinafólki.Sambýlismaðurinn lést af völdum ofneyslu Síðan þróaðist neyslan þegar hún prófaði kókaín í tvítugsafmæli sínu. „Eftir það var ég bara ég geri þetta aldrei aftur, og einni viku seinna var ég kominn á nákvæmlega sama stað, þetta er mjög lúmskt hvað maður heldur að maður hafi stjórn á þessu.“ segir Anna. Eftir stuttan tíma í kókaínneyslu yfirgaf Anna foreldrahús og flutti inn til 48 ára gamals manns í harðri eiturlyfjaneyslu sem hún hafði þá einungis þekkt í tvo daga. „Síðan snjóboltaði þetta og ég bara fór á götuna, ég hélt að ég þyrfti að halda þessu lífi áfram og ég þyrfti að vera í neyslu, en ég vissi að ég gæti það ekki þarna.“ segir Anna um ákvörðunina að flytja burt frá foreldrum sínum. Þar versnaði neyslan og Anna byrjaði að stunda vændi heima hjá manninum til þess að fjármagna eiturlyfjakaupin. „Þetta fór svo hratt niður á við að ég var kominn á sama level og þessi maður sem var búinn að nota þessi efni í tíu ár, ég komst þangað bara á tvemur dögum.“ Anna seldi sig ítrekað heima hjá manninum og endaði á því að fara í geðrof og lenti á gjörgæslu. Eftir spítaladvölina fór hún svo aftur í sama neysluumhverfi. Þegar hún snéri aftur af spítalanum hafði maðurinn sem hún bjó hjá tekið of stóran skammt og látið lífið. Eftir að maðurinn lést varð neysla Önnu enn harðari. Hún tók meiri eiturlyf, stundaði meira vændi og byrjaði að selja og dreifa eiturlyfjum. Anna hafði ekki vitað af því að áfengi tækju líf fyrr en maðurinn sem hún bjó hjá dó. „Ég hugsaði alltaf, það gerist ekkert við mig og mína, ég er alltof heppin.“ Sagt að fara í meðferð af manninum sem seldi hana Anna flutti síðan til annars manns sem sá henni fyrir eiturlyfjum og „hélt henni í gíslingu“ og seldi hana til vina sinna til þess að borga eiturlyfjaneyslu hennar. „Hann ætlaði bara að láta vini sína koma og fá sínu fram til þess að ég myndi greiða upp skuldina.“ Neysla Önnu varð harðari og harðari og endaði á því að nýi sambýlismaður hennar sagði henni að fara í meðferð. Anna fór í meðferð en kom síðan út og byrjaði samstundis aftur í neyslu. „Ég hugsaði ekki um afleiðingar, ég fór að stela meira, keyra undir áhrifum, brjótast inn í hús, taka milljón smálán.“ Hún kom svo úr annarri meðferð sinni fyrir rúmum mánuði og hefur hún ekki snert eiturlyf síðan þá. Skilaboð Önnu til annara unglinga eru: „Ekki taka þennan fyrsta, þú veist ekki hvort það verður þinn fyrsti eða síðasti.“
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira