Fjórar enduðu á sjúkrahúsi eftir slagsmál í argentínska kvennafótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 20:30 Dómari í kvennafótboltaleik á vegum FIFA. Myndin tengist fréttinni þó ekki neitt. Vísir/Getty Fótboltaleikur milli argentínsku kvennafótboltaliðanna Universitario og Libertad endaði mjög illa á dögunum. Leikurinn leystist hreinlega upp í fjöldaslagsmál eftir að dómarinn hafði gefið öðrum þjálfaranum rautt spjald. Universitario fékk dæmda vítaspyrnu og eftir hörð mótmæli fékk þjálfari Libertad rautt spjald. Það var síðan olía á eldinn þegar einn leikmaður Universitario fór að öskra á einn í þjálfaraliði Libertad. Nokkrum sekúndum seinna réðust stelpurnar á hvora aðra og enginn réði við eitt né neitt. Stelpurnar létu vel finna fyrir sér og sjö leikmenn urðu fyrir meiðslum. Fjórar þeirra meiddust svo illa að þær enduðu á sjúkrahúsi.Hoy se registraron serios incidentes en el femenino entre #Universitario y #Libertad. Las jugadoras de la U, Celeste Racca y Florencia Ardiles, se llevaron la peor parte. pic.twitter.com/WvJv6nPPK3 — INFO LIGA (@InfoLigaCba) August 11, 2018„Fimm þeirra hentu mér í jörðina,“ sagði Celeste Racca í viðtali við argentínska blaðið La Nacion en hún endaði á sjúkrahúsi. „Ég sagði vinkonu minni að láta lítið fara fyrir sér því þær ætluðu bara að drepa okkur. Þetta er skammarlegt,“ sagði Celeste Racca. „Það er svo mikil vinna að baki í baráttunni fyrir kvennafóboltann og svo kemur eitthvað svona fyrir. Þetta er mjög sárt,“ sagði Racca.Córdoba: batalla campal y jugadoras heridas en la liga femenina https://t.co/3dNdGqFz8Fpic.twitter.com/5OHkxuekrb — LA NACION (@LANACION) August 12, 2018Emeteiro Farias, forseti deildarinnar, sem liðin spila í hefur lofað mjög ströngum refsingum fyrir þessa hegðun leikmannanna. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá slagsmálunum. Fótbolti Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira
Fótboltaleikur milli argentínsku kvennafótboltaliðanna Universitario og Libertad endaði mjög illa á dögunum. Leikurinn leystist hreinlega upp í fjöldaslagsmál eftir að dómarinn hafði gefið öðrum þjálfaranum rautt spjald. Universitario fékk dæmda vítaspyrnu og eftir hörð mótmæli fékk þjálfari Libertad rautt spjald. Það var síðan olía á eldinn þegar einn leikmaður Universitario fór að öskra á einn í þjálfaraliði Libertad. Nokkrum sekúndum seinna réðust stelpurnar á hvora aðra og enginn réði við eitt né neitt. Stelpurnar létu vel finna fyrir sér og sjö leikmenn urðu fyrir meiðslum. Fjórar þeirra meiddust svo illa að þær enduðu á sjúkrahúsi.Hoy se registraron serios incidentes en el femenino entre #Universitario y #Libertad. Las jugadoras de la U, Celeste Racca y Florencia Ardiles, se llevaron la peor parte. pic.twitter.com/WvJv6nPPK3 — INFO LIGA (@InfoLigaCba) August 11, 2018„Fimm þeirra hentu mér í jörðina,“ sagði Celeste Racca í viðtali við argentínska blaðið La Nacion en hún endaði á sjúkrahúsi. „Ég sagði vinkonu minni að láta lítið fara fyrir sér því þær ætluðu bara að drepa okkur. Þetta er skammarlegt,“ sagði Celeste Racca. „Það er svo mikil vinna að baki í baráttunni fyrir kvennafóboltann og svo kemur eitthvað svona fyrir. Þetta er mjög sárt,“ sagði Racca.Córdoba: batalla campal y jugadoras heridas en la liga femenina https://t.co/3dNdGqFz8Fpic.twitter.com/5OHkxuekrb — LA NACION (@LANACION) August 12, 2018Emeteiro Farias, forseti deildarinnar, sem liðin spila í hefur lofað mjög ströngum refsingum fyrir þessa hegðun leikmannanna. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá slagsmálunum.
Fótbolti Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira