Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2018 18:00 Mikill viðbúnaður var í New York í dag. AP/Kevin Hagen Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. Sprengjur voru sendar til heimilis hjónanna Hillary og Bill Clinton, heimilis Barack og Michelle Obama og höfuðstöðva CNN í New York í dag. Þar að auki barst sprengja og hvítt duft til þingkonunnar Wasserman Schultz í Flórída og grunsamlegur pakki barst til Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York. Það reyndist þó ékki vera sprengja. Lögreglan í New York segir að um frumstæðar pípusprengjur sé að ræða. Engan sakaði vegna sendinganna. Svo virðist sem engin sprenging hafi orðið. Lífvarðarsveit forsetaembættisins uppgötvaði sprengjurnar til Clinton og Obama og bárust þær ekki til heimila þeirra. Erica Orden, fréttakona CNN, birti mynd af sprengjunni sem barst til fréttastofunnar í New York.A photo I obtained of the explosive device sent to CNN. Here’s our ongoing coverage of the packages sent to the Obamas, Clintons, Soros, Holder and others: https://t.co/zDYX2AzBZYpic.twitter.com/pta18ngoXa — erica orden (@eorden) October 24, 2018 Talið er að sendingarnar tengist allar sprengjunni sem barst til George Soros í gær. Þá var pakkinn sem sendur var til CNN stílaður á John Brennan, fyrrverandi yfirmann CIA, sem er harður gagnrýnandi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Allir þeir sem vitað er að hafa fengið bréfasprengjur sendar hafa verið harðlega gagnrýnd af Trump og íhaldssömum miðlum Bandaríkjanna. Cuomo sagði blaðamönnum í dag að það kæmi honum ekki á óvart ef fleiri sprengjur munu finnast. Hvíta húsið hefur fordæmt sendingarnar og sagði Mike Pence, varaforseti, að árásir sem þessar ættu sér ekki sess í Bandaríkjunum. Trump deildi tísti Pence og sagðist alfarið sammála.I agree wholeheartedly! https://t.co/ndzu0A30vU — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2018 Bill de Blasio, borgarstjóri New York, sagði í dag að augljóst væri að um hryðjuverk væri að ræða. Árásirnar hefðu beinst gegn leiðtogum landsins og frjálsum fjölmiðlum. Bandaríkin Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. Sprengjur voru sendar til heimilis hjónanna Hillary og Bill Clinton, heimilis Barack og Michelle Obama og höfuðstöðva CNN í New York í dag. Þar að auki barst sprengja og hvítt duft til þingkonunnar Wasserman Schultz í Flórída og grunsamlegur pakki barst til Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York. Það reyndist þó ékki vera sprengja. Lögreglan í New York segir að um frumstæðar pípusprengjur sé að ræða. Engan sakaði vegna sendinganna. Svo virðist sem engin sprenging hafi orðið. Lífvarðarsveit forsetaembættisins uppgötvaði sprengjurnar til Clinton og Obama og bárust þær ekki til heimila þeirra. Erica Orden, fréttakona CNN, birti mynd af sprengjunni sem barst til fréttastofunnar í New York.A photo I obtained of the explosive device sent to CNN. Here’s our ongoing coverage of the packages sent to the Obamas, Clintons, Soros, Holder and others: https://t.co/zDYX2AzBZYpic.twitter.com/pta18ngoXa — erica orden (@eorden) October 24, 2018 Talið er að sendingarnar tengist allar sprengjunni sem barst til George Soros í gær. Þá var pakkinn sem sendur var til CNN stílaður á John Brennan, fyrrverandi yfirmann CIA, sem er harður gagnrýnandi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Allir þeir sem vitað er að hafa fengið bréfasprengjur sendar hafa verið harðlega gagnrýnd af Trump og íhaldssömum miðlum Bandaríkjanna. Cuomo sagði blaðamönnum í dag að það kæmi honum ekki á óvart ef fleiri sprengjur munu finnast. Hvíta húsið hefur fordæmt sendingarnar og sagði Mike Pence, varaforseti, að árásir sem þessar ættu sér ekki sess í Bandaríkjunum. Trump deildi tísti Pence og sagðist alfarið sammála.I agree wholeheartedly! https://t.co/ndzu0A30vU — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2018 Bill de Blasio, borgarstjóri New York, sagði í dag að augljóst væri að um hryðjuverk væri að ræða. Árásirnar hefðu beinst gegn leiðtogum landsins og frjálsum fjölmiðlum.
Bandaríkin Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira