Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2018 18:00 Mikill viðbúnaður var í New York í dag. AP/Kevin Hagen Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. Sprengjur voru sendar til heimilis hjónanna Hillary og Bill Clinton, heimilis Barack og Michelle Obama og höfuðstöðva CNN í New York í dag. Þar að auki barst sprengja og hvítt duft til þingkonunnar Wasserman Schultz í Flórída og grunsamlegur pakki barst til Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York. Það reyndist þó ékki vera sprengja. Lögreglan í New York segir að um frumstæðar pípusprengjur sé að ræða. Engan sakaði vegna sendinganna. Svo virðist sem engin sprenging hafi orðið. Lífvarðarsveit forsetaembættisins uppgötvaði sprengjurnar til Clinton og Obama og bárust þær ekki til heimila þeirra. Erica Orden, fréttakona CNN, birti mynd af sprengjunni sem barst til fréttastofunnar í New York.A photo I obtained of the explosive device sent to CNN. Here’s our ongoing coverage of the packages sent to the Obamas, Clintons, Soros, Holder and others: https://t.co/zDYX2AzBZYpic.twitter.com/pta18ngoXa — erica orden (@eorden) October 24, 2018 Talið er að sendingarnar tengist allar sprengjunni sem barst til George Soros í gær. Þá var pakkinn sem sendur var til CNN stílaður á John Brennan, fyrrverandi yfirmann CIA, sem er harður gagnrýnandi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Allir þeir sem vitað er að hafa fengið bréfasprengjur sendar hafa verið harðlega gagnrýnd af Trump og íhaldssömum miðlum Bandaríkjanna. Cuomo sagði blaðamönnum í dag að það kæmi honum ekki á óvart ef fleiri sprengjur munu finnast. Hvíta húsið hefur fordæmt sendingarnar og sagði Mike Pence, varaforseti, að árásir sem þessar ættu sér ekki sess í Bandaríkjunum. Trump deildi tísti Pence og sagðist alfarið sammála.I agree wholeheartedly! https://t.co/ndzu0A30vU — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2018 Bill de Blasio, borgarstjóri New York, sagði í dag að augljóst væri að um hryðjuverk væri að ræða. Árásirnar hefðu beinst gegn leiðtogum landsins og frjálsum fjölmiðlum. Bandaríkin Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. Sprengjur voru sendar til heimilis hjónanna Hillary og Bill Clinton, heimilis Barack og Michelle Obama og höfuðstöðva CNN í New York í dag. Þar að auki barst sprengja og hvítt duft til þingkonunnar Wasserman Schultz í Flórída og grunsamlegur pakki barst til Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York. Það reyndist þó ékki vera sprengja. Lögreglan í New York segir að um frumstæðar pípusprengjur sé að ræða. Engan sakaði vegna sendinganna. Svo virðist sem engin sprenging hafi orðið. Lífvarðarsveit forsetaembættisins uppgötvaði sprengjurnar til Clinton og Obama og bárust þær ekki til heimila þeirra. Erica Orden, fréttakona CNN, birti mynd af sprengjunni sem barst til fréttastofunnar í New York.A photo I obtained of the explosive device sent to CNN. Here’s our ongoing coverage of the packages sent to the Obamas, Clintons, Soros, Holder and others: https://t.co/zDYX2AzBZYpic.twitter.com/pta18ngoXa — erica orden (@eorden) October 24, 2018 Talið er að sendingarnar tengist allar sprengjunni sem barst til George Soros í gær. Þá var pakkinn sem sendur var til CNN stílaður á John Brennan, fyrrverandi yfirmann CIA, sem er harður gagnrýnandi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Allir þeir sem vitað er að hafa fengið bréfasprengjur sendar hafa verið harðlega gagnrýnd af Trump og íhaldssömum miðlum Bandaríkjanna. Cuomo sagði blaðamönnum í dag að það kæmi honum ekki á óvart ef fleiri sprengjur munu finnast. Hvíta húsið hefur fordæmt sendingarnar og sagði Mike Pence, varaforseti, að árásir sem þessar ættu sér ekki sess í Bandaríkjunum. Trump deildi tísti Pence og sagðist alfarið sammála.I agree wholeheartedly! https://t.co/ndzu0A30vU — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2018 Bill de Blasio, borgarstjóri New York, sagði í dag að augljóst væri að um hryðjuverk væri að ræða. Árásirnar hefðu beinst gegn leiðtogum landsins og frjálsum fjölmiðlum.
Bandaríkin Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira