Ráðherra segir óásættanlegt að þurfa að senda sjúklinga út Sveinn Arnarsson skrifar 18. apríl 2018 07:00 Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins felst lausnin ekki í því að semja við Klíníkina í Ármúla um liðskiptaaðgerðir. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, segir ekkert víst að aðgerðir hjá einkafyrirtækjum séu ódýrari en hjá hinu opinbera. Einnig skipti miklu máli að tryggja færni lækna hjá hinu opinbera með lágmarksfjölda aðgerða. Heilbrigðisráðherra segir unnið að lausn á því vandamáli að sjúklingar séu fluttir til Svíþjóðar í aðgerðir.Fréttablaðið sagði frá því á mánudag að íslenskir sjúklingar gætu farið til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerð þegar þeir hafa verið lengur en þrjá mánuði á biðlista hér á landi. Aðgerðin í heild kostar íslenska skattborgara um þrjár milljónir króna. Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, segist geta framkvæmt þessar aðgerðir fyrir rétt rúma milljón eða um þriðjung af kostnaðinum við að senda sjúklinga til Svíþjóðar.Sjá einnig: Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina„Þessi staða sem er uppi, að íslenska ríkið sendir sjúklinga til útlanda í aðgerðir sem hægt er að gera hér á landi, er óásættanleg. Og sérstaklega þar sem kostnaður fyrir hverja aðgerð er mjög mikill fyrir opinbera sjóði,“ segir Svandís. Unnið sé að því að finna lausn þar sem til haga er haldið þeim kröfum sem gerðar eru í íslensku heilbrigðiskerfi um jafnan aðgang óháð efnahag og að sá komist að sem hafi brýnustu þörfina. Þetta er óásættanleg staða sem fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu síðustu daga,“ bætir hún við. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki unnið að því innan ráðuneytisins að gera samning við Klíníkina um að gera aðgerðir hér á landi svo lausnirnar eru líkast til annars eðlis. Rúnar segir mikilvægt að horft sé til þess að skurðlæknar og skurðhjúkrunarfræðingar þurfi ákveðinn fjölda aðgerða á ári til að viðhalda þekkingunni rétt eins og atvinnuflugmenn þurfi ákveðinn fjölda flugtíma til að viðhalda þekkingu sinni. Því sé ekki æskilegt að dreifa aðgerðum sem þessum á marga staði hér innanlands, einmitt af þeim sökum að skurðteymin, læknar og hjúkrunarfræðingar, þurfi ákveðinn fjölda aðgerða.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina Klíníkin getur boðið íslenskum stjórnvöldum liðskiptaaðgerðir fyrir þriðjung af þeim kostnaði sem ríkið greiðir fyrir sömu aðgerðir í Svíþjóð. Pólitískan vilja skortir til að gera samning að mati Hjálmars Þorsteinssonar. 16. apríl 2018 07:00 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, segir ekkert víst að aðgerðir hjá einkafyrirtækjum séu ódýrari en hjá hinu opinbera. Einnig skipti miklu máli að tryggja færni lækna hjá hinu opinbera með lágmarksfjölda aðgerða. Heilbrigðisráðherra segir unnið að lausn á því vandamáli að sjúklingar séu fluttir til Svíþjóðar í aðgerðir.Fréttablaðið sagði frá því á mánudag að íslenskir sjúklingar gætu farið til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerð þegar þeir hafa verið lengur en þrjá mánuði á biðlista hér á landi. Aðgerðin í heild kostar íslenska skattborgara um þrjár milljónir króna. Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, segist geta framkvæmt þessar aðgerðir fyrir rétt rúma milljón eða um þriðjung af kostnaðinum við að senda sjúklinga til Svíþjóðar.Sjá einnig: Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina„Þessi staða sem er uppi, að íslenska ríkið sendir sjúklinga til útlanda í aðgerðir sem hægt er að gera hér á landi, er óásættanleg. Og sérstaklega þar sem kostnaður fyrir hverja aðgerð er mjög mikill fyrir opinbera sjóði,“ segir Svandís. Unnið sé að því að finna lausn þar sem til haga er haldið þeim kröfum sem gerðar eru í íslensku heilbrigðiskerfi um jafnan aðgang óháð efnahag og að sá komist að sem hafi brýnustu þörfina. Þetta er óásættanleg staða sem fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu síðustu daga,“ bætir hún við. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki unnið að því innan ráðuneytisins að gera samning við Klíníkina um að gera aðgerðir hér á landi svo lausnirnar eru líkast til annars eðlis. Rúnar segir mikilvægt að horft sé til þess að skurðlæknar og skurðhjúkrunarfræðingar þurfi ákveðinn fjölda aðgerða á ári til að viðhalda þekkingunni rétt eins og atvinnuflugmenn þurfi ákveðinn fjölda flugtíma til að viðhalda þekkingu sinni. Því sé ekki æskilegt að dreifa aðgerðum sem þessum á marga staði hér innanlands, einmitt af þeim sökum að skurðteymin, læknar og hjúkrunarfræðingar, þurfi ákveðinn fjölda aðgerða.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina Klíníkin getur boðið íslenskum stjórnvöldum liðskiptaaðgerðir fyrir þriðjung af þeim kostnaði sem ríkið greiðir fyrir sömu aðgerðir í Svíþjóð. Pólitískan vilja skortir til að gera samning að mati Hjálmars Þorsteinssonar. 16. apríl 2018 07:00 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina Klíníkin getur boðið íslenskum stjórnvöldum liðskiptaaðgerðir fyrir þriðjung af þeim kostnaði sem ríkið greiðir fyrir sömu aðgerðir í Svíþjóð. Pólitískan vilja skortir til að gera samning að mati Hjálmars Þorsteinssonar. 16. apríl 2018 07:00