Stjórn Kviku banka mat forstjórann hæfan þrátt fyrir milljarða gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2018 19:00 Forstjóri Kviku banka var metinn hæfur til að stjórna bankanum af stjórn hans og Fjármálaeftirlitinu þrátt fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu upp á tæpa sex milljarða. Fjármálaeftirlitið hefur metið tíu einstaklinga óhæfa til að gegna stjórnunarstöðum síðustu fimm ár. Samkvæmt lögum um hæfiskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja og annarra eftirlitsskyldra aðila mega stjórnendur ekki hafa verið úrskurðaðir persónulega gjaldþrota á síðustu fimm árum. Ekki hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað. Og þá er horft til orðspors viðkomandi. Fjármálaeftirlitið framkvæmir hæfnismatið en frá 2013 hafa tíu manns verið metnir óhæfir til að gegna stjórnunarstöðum í Fjármálafyrirtækjum. „Síðan er kannski annars eins fjöldi eða ríflega það sem ákveður að víkja meðan verið er að gera hæfnismatið þegar þeir átta sig á að ef til vill standast þeir ekki hæfiskröfur, “ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Unnur segir að fyrirtækin sjálf beri einnig ríka ábyrgð á hæfnismati stjórnenda. Kvika banki er meðal þeirra fjármálafyrirtækja sem hefur framkvæmt sjálfstætt hæfismat en það var gert þegar Ármann Þorvaldsson var ráðinn forstjóri bankans árið 2017. Í yfirlýsingu frá stjórn kemur fram að við ráðningu Ármanns hafi hann upplýst stjórn bankans og FME um gjaldþrot félags í hans eigu og að skiptum í búið hefði lokið árið 2015. Stjórnin og FME hafi metið Ármann hæfan til að gegna stöðunni. Lögbirtingarblaðið auglýsti gjaldþrotið í síðustu viku en um er að ræða Ármann Þorvaldsson ehf. Fram kemur að kröfur í búið hafi numið ríflega fimm komma sjö milljörðum króna en hundrað fimmtíu og tvær milljónir fengist greiddar upp í þær. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félag eða fyrirtæki í umsjón Ármanns verður gjaldþrota en hann stýrði fjárfestingarbankanum Kaupþing Singer og Friedlander í Bretlandi sem var settur í greiðslustöðvun árið 2008. Unnur Gunnarsdóttir forstjóri Fjármálaeftirlitsins tjáir sig ekki um einstaka mál en segir að orðspor stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum sé alltaf skoðað. „Ja þetta er auðvitað huglægt mat og þarf að byggja á heilmikilli skoðun, gagnasöfnun og heildarmati, m.a. viðskiptasögu fólks,“ segir Unnur. Hún segir að komið hafi fyrir að fólki hafi verið vikið úr stjórnunarstöðum vegna þess að orðspor viðkomandi hafi ekki uppfyllt hæfnismatið. „Það er ekki algengt en það hefur komið fyrir. Algengasta ástæðan fyrir því að fólk þarf að víkja úr stjórnunarstöðum eftir hæfnismat FME er þó að því skorti þekkingu,“ segir Unnur að lokum. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Forstjóri Kviku banka var metinn hæfur til að stjórna bankanum af stjórn hans og Fjármálaeftirlitinu þrátt fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu upp á tæpa sex milljarða. Fjármálaeftirlitið hefur metið tíu einstaklinga óhæfa til að gegna stjórnunarstöðum síðustu fimm ár. Samkvæmt lögum um hæfiskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja og annarra eftirlitsskyldra aðila mega stjórnendur ekki hafa verið úrskurðaðir persónulega gjaldþrota á síðustu fimm árum. Ekki hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað. Og þá er horft til orðspors viðkomandi. Fjármálaeftirlitið framkvæmir hæfnismatið en frá 2013 hafa tíu manns verið metnir óhæfir til að gegna stjórnunarstöðum í Fjármálafyrirtækjum. „Síðan er kannski annars eins fjöldi eða ríflega það sem ákveður að víkja meðan verið er að gera hæfnismatið þegar þeir átta sig á að ef til vill standast þeir ekki hæfiskröfur, “ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Unnur segir að fyrirtækin sjálf beri einnig ríka ábyrgð á hæfnismati stjórnenda. Kvika banki er meðal þeirra fjármálafyrirtækja sem hefur framkvæmt sjálfstætt hæfismat en það var gert þegar Ármann Þorvaldsson var ráðinn forstjóri bankans árið 2017. Í yfirlýsingu frá stjórn kemur fram að við ráðningu Ármanns hafi hann upplýst stjórn bankans og FME um gjaldþrot félags í hans eigu og að skiptum í búið hefði lokið árið 2015. Stjórnin og FME hafi metið Ármann hæfan til að gegna stöðunni. Lögbirtingarblaðið auglýsti gjaldþrotið í síðustu viku en um er að ræða Ármann Þorvaldsson ehf. Fram kemur að kröfur í búið hafi numið ríflega fimm komma sjö milljörðum króna en hundrað fimmtíu og tvær milljónir fengist greiddar upp í þær. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félag eða fyrirtæki í umsjón Ármanns verður gjaldþrota en hann stýrði fjárfestingarbankanum Kaupþing Singer og Friedlander í Bretlandi sem var settur í greiðslustöðvun árið 2008. Unnur Gunnarsdóttir forstjóri Fjármálaeftirlitsins tjáir sig ekki um einstaka mál en segir að orðspor stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum sé alltaf skoðað. „Ja þetta er auðvitað huglægt mat og þarf að byggja á heilmikilli skoðun, gagnasöfnun og heildarmati, m.a. viðskiptasögu fólks,“ segir Unnur. Hún segir að komið hafi fyrir að fólki hafi verið vikið úr stjórnunarstöðum vegna þess að orðspor viðkomandi hafi ekki uppfyllt hæfnismatið. „Það er ekki algengt en það hefur komið fyrir. Algengasta ástæðan fyrir því að fólk þarf að víkja úr stjórnunarstöðum eftir hæfnismat FME er þó að því skorti þekkingu,“ segir Unnur að lokum.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira