Viðskipti innlent

5,7 milljarða gjaldþrot Ármanns Þorvaldssonar ehf

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Félagið var í eigu Ármanns Þorvaldssonar, sem nú er forstjóri Kviku banka.
Félagið var í eigu Ármanns Þorvaldssonar, sem nú er forstjóri Kviku banka.

Gjaldþrotaskiptum í félag forstjóra Kviku banka, Ármanns Þorvaldssonar, lauk á dögunum, rúmum sjö árum eftir að það var úrskurðað gjaldþrota.

Félagið sem um ræðir ber einfaldlega nafnið Ármann Þorvaldsson ehf og voru lýstar kröfur í þrotabúið rúmlega 5,7 milljarðar króna. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að samþykktar almennar kröfur hafi numið 5.725 milljónum og að alls hafi 152 milljón krónur fengist greiddar upp í þær.

Lögmannsstofan Logos stofnaði félagið í upphafi árs 2007 og var tilgangur þess að halda utan um hlutabréfaeign Ármanns í Kaupþingi sáluga, en hann var forstjóri bankans í Lundúnum. Kröfurnarnar eru því ekki síst tilkomnar vegna lána sem Ármann fékk vegna hlutabréfakaupanna, sem voru síðan flutt inn í félagið. Félagið var skráð á heimili foreldra Ármanns og voru þau bæði skráð í stjórn þess. 

Um það leyti sem félagið var tekið til gjaldþrotaskipta, í upphafi árs 2011, gerði Ármann kaupmála við eiginkonu sína. Í samtali við DV á sínum tíma sagðist hann þó með kaupmálanum ekki verið að „flýja neinar skuldir eða eitthvað svoleiðis“ og að hann væri ekki að hlaupa frá persónulegum skuldum. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Í umfjöllun blaðsins er þó bent á að sama dag og þau hjónin undirrituðu kaupmálann var heimili þeirra að Dyngjuvegi fært yfir á eiginkonu hans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.