Hugsi yfir leynd hagsmunaskráningar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. maí 2018 10:00 Helga Vala Helgadóttir segir málsmeðferðina skjóta skökku við VÍSIR/VILHELM Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Helga Vala Helgadóttir, segir tilgang með hagsmunaskráningu æðstu ráðamanna þjóðarinnar vera að tryggja að farið sé að réttum leikreglum og byggja upp traust. Helga Vala spyr hvar gagnsæið verði í fyrirhugaðri hagsmunaskráningu ráðuneytisstjóra og aðstoðarmanna ráðherra sem ríkisstjórnin ákvað að verði ekki opinber. „Eiga ráðuneytin að hafa eftirlit með ráðuneytisstjórum og aðstoðarmönnum ráðherra?“ spyr Helga Vala. Hún vísar til þekktra mála um hagsmunaárekstra og spillingu æðstu embættismanna. „Þessi mál hafa yfirleitt komið upp vegna þess að það er einhver utanaðkomandi sem bendir á en ekki kerfið sjálft.“ Fyrirhuguð hagsmunaskráning kemur til vegna ábendinga frá Greco, samtökum Evrópuríkja, gegn spillingu. Í skýrslu Greco segir að dæmin sanni nauðsyn þess að reglur um hagsmunaskráningu nái yfir ráðuneytisstjóra og er þar vísað til innherjaupplýsinga sem hafi verið notaðar með refsiverðum hætti. Í skýrslu Greco segir að huga beri að því að víkka reglurnar út svo þær nái til nánustu fjölskyldumeðlima. Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki fylgt fyrri ábendingum Greco þess efnis í tilviki þingmanna og ráðherra. Nefndin hafi fundað með Persónuvernd, sem telji persónuverndarlög ekki í vegi fyrir því í tilviki nánustu skyldmenna, sé kveðið á um upplýsingagjöfina í lögum. Þá vísar Greco til þess að framkvæmd gildandi reglna sé ábótavant og aðhaldið komi að mestu leyti frá fjölmiðlafólki með fréttum af rangri upplýsingagjöf eða endurteknum fyrirspurnum um hagsmunaskráningu stjórnmálamanna. Greco-nefndin leggur ríka áherslu á umbætur þar að lútandi í þágu gegnsæis og ráðvendni æðstu embættismanna ríkisins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Helga Vala Helgadóttir, segir tilgang með hagsmunaskráningu æðstu ráðamanna þjóðarinnar vera að tryggja að farið sé að réttum leikreglum og byggja upp traust. Helga Vala spyr hvar gagnsæið verði í fyrirhugaðri hagsmunaskráningu ráðuneytisstjóra og aðstoðarmanna ráðherra sem ríkisstjórnin ákvað að verði ekki opinber. „Eiga ráðuneytin að hafa eftirlit með ráðuneytisstjórum og aðstoðarmönnum ráðherra?“ spyr Helga Vala. Hún vísar til þekktra mála um hagsmunaárekstra og spillingu æðstu embættismanna. „Þessi mál hafa yfirleitt komið upp vegna þess að það er einhver utanaðkomandi sem bendir á en ekki kerfið sjálft.“ Fyrirhuguð hagsmunaskráning kemur til vegna ábendinga frá Greco, samtökum Evrópuríkja, gegn spillingu. Í skýrslu Greco segir að dæmin sanni nauðsyn þess að reglur um hagsmunaskráningu nái yfir ráðuneytisstjóra og er þar vísað til innherjaupplýsinga sem hafi verið notaðar með refsiverðum hætti. Í skýrslu Greco segir að huga beri að því að víkka reglurnar út svo þær nái til nánustu fjölskyldumeðlima. Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki fylgt fyrri ábendingum Greco þess efnis í tilviki þingmanna og ráðherra. Nefndin hafi fundað með Persónuvernd, sem telji persónuverndarlög ekki í vegi fyrir því í tilviki nánustu skyldmenna, sé kveðið á um upplýsingagjöfina í lögum. Þá vísar Greco til þess að framkvæmd gildandi reglna sé ábótavant og aðhaldið komi að mestu leyti frá fjölmiðlafólki með fréttum af rangri upplýsingagjöf eða endurteknum fyrirspurnum um hagsmunaskráningu stjórnmálamanna. Greco-nefndin leggur ríka áherslu á umbætur þar að lútandi í þágu gegnsæis og ráðvendni æðstu embættismanna ríkisins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent