Romelu Lukaku verður ekki með Manchester United gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu á morgun, hann fór ekki með liðinu til Ítalíu.
Lukaku æfði ekki með United í morgun sem gaf fyrirheit um að hann myndi ekki vera með í leiknum. Það varð svo endanlega staðfest þegar hann var hvergi að sjá þegar lið United hélt til Ítalíu nú eftir hádegið.
Belginn spilaði ekki með United um helgina vegna meiðsla og hann hefur greinilega ekki náð sér af þeim. United á fram undan stórleik við Manchester City um næstu helgi áður en kemur að landsleikjahléi þar sem Belgar spila við Ísland og Sviss í Þjóðadeildinni.
Jose Mourinho er þó búinn að endurheimta Antonio Valencia og Marouane Fellaini úr meiðslum og fóru þeir báðir með til Ítalíu.
Lukaku fór ekki til Ítalíu
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Ballið ekki búið hjá Breiðabliki
Fótbolti





Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti