Óvænt sorg Kim Jong-un Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2018 05:59 Leiðtoginn sést hér heimsækja slasaða. Vísir/AFp Ríkissjónvarp Norður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi ríkisins, sé í sárum vegna rútuslyss sem varð í landinu á sunnudag. Í rútunni voru kínverskir ferðamenn í bland við heimamenn. Alls biðu 37 bana þegar rútan ók fram af brú í suðurhluta landsins. Það telst til stórtíðinda þegar fjölmiðlar Norður-Kóreu flytja neikvæðar innlendar fréttir - og það að sjálfur leiðtogi ríkisins tjái sig um slíkar fregnir er enn fátíðara. „[Kim] segir að þetta óvænta slys hafi fyllt hjarta hans af djúpri sorg,“ er haft eftir fréttaþul KNCA, norður-kóreska ríkissjónvarpsins, á vef BBC. „Hann gat ekki haldið aftur af sorg sinni þegar hann hugsaði til syrgjandi fjölskyldanna sem misstu ættingja sína.“ Á myndskeiði sem birtist í ríkissjónvarpinu mátti sjá Kim heimsækja eftirlifendur á sjúkrahúsi og sagði fréttamaðurinn að leiðtoginn hafi viljað kynna sér hvernig meðferð þeirra gengi. Þá heimsótti Kim einnig kínverska sendiráðið í Pjongjang þar sem hann vottaði sendiherra landsins samúð norður-kóresku þjóðarinnar. Ætla má að þessa óvæntu, djúpstæðu sorg leiðtogans megi rekja til þess að 33 kínverskir ferðamenn létu lífið í slysinu. Kínverjar virðast vera einu opinberu stuðningsmenn norður-kóreskra stjórnvalda á þessum umbrotatímum í utanríkismálum hins einangraða ríkisins. Þá eru Kínverjar um 80% allra ferðamanna sem sækja Norður-Kóreu heim. Því telja fréttaskýrendur að fréttaflutningurinn af slysinu og sorg leiðtogans sé tilraun Kim til að verja ímynd Norður-Kóreu í augum Kínverja. Fyrsta opinbera heimsókn Kim var jafnframt til Kína, sem hann sótti heim fyrr á þessu ári. Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong-un djúpt snortinn yfir suður-kóreskum söngatriðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, var í áhorfendasalnum þegar söngvarar frá Suður-Kóreu stigu á svið í Pyongyang. Þetta er í fyrsta skipti sem leiðtogi norðursins mætir á viðburð sem haldinn er af suður-kóreskum listamönnum. 2. apríl 2018 11:17 Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn Fyrsta heimsókn einræðisherra Norður-Kóreu var til Kína. Kim sagði ástandið á Kóreuskaga fara batnandi. Sagður koma sér fyrir undir verndarvæng Kínverja. Kínverjar segja fundinn marka kaflaskil. 29. mars 2018 10:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Ríkissjónvarp Norður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi ríkisins, sé í sárum vegna rútuslyss sem varð í landinu á sunnudag. Í rútunni voru kínverskir ferðamenn í bland við heimamenn. Alls biðu 37 bana þegar rútan ók fram af brú í suðurhluta landsins. Það telst til stórtíðinda þegar fjölmiðlar Norður-Kóreu flytja neikvæðar innlendar fréttir - og það að sjálfur leiðtogi ríkisins tjái sig um slíkar fregnir er enn fátíðara. „[Kim] segir að þetta óvænta slys hafi fyllt hjarta hans af djúpri sorg,“ er haft eftir fréttaþul KNCA, norður-kóreska ríkissjónvarpsins, á vef BBC. „Hann gat ekki haldið aftur af sorg sinni þegar hann hugsaði til syrgjandi fjölskyldanna sem misstu ættingja sína.“ Á myndskeiði sem birtist í ríkissjónvarpinu mátti sjá Kim heimsækja eftirlifendur á sjúkrahúsi og sagði fréttamaðurinn að leiðtoginn hafi viljað kynna sér hvernig meðferð þeirra gengi. Þá heimsótti Kim einnig kínverska sendiráðið í Pjongjang þar sem hann vottaði sendiherra landsins samúð norður-kóresku þjóðarinnar. Ætla má að þessa óvæntu, djúpstæðu sorg leiðtogans megi rekja til þess að 33 kínverskir ferðamenn létu lífið í slysinu. Kínverjar virðast vera einu opinberu stuðningsmenn norður-kóreskra stjórnvalda á þessum umbrotatímum í utanríkismálum hins einangraða ríkisins. Þá eru Kínverjar um 80% allra ferðamanna sem sækja Norður-Kóreu heim. Því telja fréttaskýrendur að fréttaflutningurinn af slysinu og sorg leiðtogans sé tilraun Kim til að verja ímynd Norður-Kóreu í augum Kínverja. Fyrsta opinbera heimsókn Kim var jafnframt til Kína, sem hann sótti heim fyrr á þessu ári.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong-un djúpt snortinn yfir suður-kóreskum söngatriðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, var í áhorfendasalnum þegar söngvarar frá Suður-Kóreu stigu á svið í Pyongyang. Þetta er í fyrsta skipti sem leiðtogi norðursins mætir á viðburð sem haldinn er af suður-kóreskum listamönnum. 2. apríl 2018 11:17 Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn Fyrsta heimsókn einræðisherra Norður-Kóreu var til Kína. Kim sagði ástandið á Kóreuskaga fara batnandi. Sagður koma sér fyrir undir verndarvæng Kínverja. Kínverjar segja fundinn marka kaflaskil. 29. mars 2018 10:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Kim Jong-un djúpt snortinn yfir suður-kóreskum söngatriðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, var í áhorfendasalnum þegar söngvarar frá Suður-Kóreu stigu á svið í Pyongyang. Þetta er í fyrsta skipti sem leiðtogi norðursins mætir á viðburð sem haldinn er af suður-kóreskum listamönnum. 2. apríl 2018 11:17
Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn Fyrsta heimsókn einræðisherra Norður-Kóreu var til Kína. Kim sagði ástandið á Kóreuskaga fara batnandi. Sagður koma sér fyrir undir verndarvæng Kínverja. Kínverjar segja fundinn marka kaflaskil. 29. mars 2018 10:00