Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júlí 2018 07:35 Einar Brynjólfsson er fyrrverandi þingflokksformaður Pírata. VÍSIR/EYÞÓR Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. Þingflokkur Pírata sniðgekk fundinn í mótmælaskyni vegna þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, sem flutti ávarp á fundinum. Hún er umdeildur stjórnmálamaður og hefur verið gagnrýnd fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum, eins og Vísir greindi frá í gær.Einar segist á Facebook-síðu sinni hafa ráðlagt þingflokksformanni Pírata, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, að sniðganga ekki fundinn. Þess í stað teldi hann réttara að Píratar myndu mæta á fundinn þar sem þeir gætu látið Kjærsgaard „fá það óþvegið,“ eins og hann orðar það. Nefnir hann nokkra táknræna gjörninga í því samhengi, eins og að flytja beitta ræðu á dönsku eða yfirgefa hátíðarsvæðið þegar Kjærsgaard tæki til máls. Það hafi þeir hins vegar ekki gert, sem fyrr segir, og segist Einar óttast að fljótt muni fenna í spor mótmælagjörningsins. „Mér er það stórlega til efs að Pia hafi orðið vör við þessa sniðgöngu þingflokks Pírata, enda fór hún fram í kyrrþey. Þetta er svolítið eins og að hata manneskju sem verður ekki vör við það,“ skrifar Einar á Facebook.Sjá einnig: Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Í athugasemd við færslu Einars er honum bent á grein sem birtist í danska miðlinum Politiken í gærkvöldi, þar sem fjallað er um hátíðarþingfundinn og fyrrnefnda sniðgöngu. Sem stendur er þetta eina greinin sem birst hefur í dönskum miðlum af málinu, að frátaldri frétt Avisen sem byggir alfarið á grein Politiken. Kjærsgaard hefur ekki tjáð sig um málið og því ekki vitað með vissu hvort hún hafi tekið eftir fjarveru Pírata. Í samtali við kvöldfréttir Ríkisútvarpsins í gærkvöldi sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að ekki hafi verið um auðvelda ákvörðun að ræða. Það hafi aðeins verið vondir kostir í stöðunni sem rökræddir hafi verið í þaula með grasrót flokksins. Það útskýri hvers vegna Píratar hafi tekið ákvörðun um sniðgönguna jafn seint og raun bar vitni. Legið hefur fyrir frá 20. apríl síðastliðnum að Kjærsgaard myndi ávarpa hátíðarfundinn en tilkynnt var um ákvörðun Pírata í hádeginu í gær - næstum þremur mánuðum eftir að frétt um þátttöku danska þingforsetans birtist á vef Alþingis. Helgi segist ekki sjá á eftir ákvörðun flokksins, þvert á móti hafi hann styrkst í þeirri trú sinni að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Færslu Einars Brynjólfssonar má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Segir afstöðu Pírata vonbrigði Steingrímur sagði það aðallega leiðinlegt fyrir Pírata sjálfa að missa af þessari stund. 18. júlí 2018 23:12 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. Þingflokkur Pírata sniðgekk fundinn í mótmælaskyni vegna þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, sem flutti ávarp á fundinum. Hún er umdeildur stjórnmálamaður og hefur verið gagnrýnd fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum, eins og Vísir greindi frá í gær.Einar segist á Facebook-síðu sinni hafa ráðlagt þingflokksformanni Pírata, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, að sniðganga ekki fundinn. Þess í stað teldi hann réttara að Píratar myndu mæta á fundinn þar sem þeir gætu látið Kjærsgaard „fá það óþvegið,“ eins og hann orðar það. Nefnir hann nokkra táknræna gjörninga í því samhengi, eins og að flytja beitta ræðu á dönsku eða yfirgefa hátíðarsvæðið þegar Kjærsgaard tæki til máls. Það hafi þeir hins vegar ekki gert, sem fyrr segir, og segist Einar óttast að fljótt muni fenna í spor mótmælagjörningsins. „Mér er það stórlega til efs að Pia hafi orðið vör við þessa sniðgöngu þingflokks Pírata, enda fór hún fram í kyrrþey. Þetta er svolítið eins og að hata manneskju sem verður ekki vör við það,“ skrifar Einar á Facebook.Sjá einnig: Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Í athugasemd við færslu Einars er honum bent á grein sem birtist í danska miðlinum Politiken í gærkvöldi, þar sem fjallað er um hátíðarþingfundinn og fyrrnefnda sniðgöngu. Sem stendur er þetta eina greinin sem birst hefur í dönskum miðlum af málinu, að frátaldri frétt Avisen sem byggir alfarið á grein Politiken. Kjærsgaard hefur ekki tjáð sig um málið og því ekki vitað með vissu hvort hún hafi tekið eftir fjarveru Pírata. Í samtali við kvöldfréttir Ríkisútvarpsins í gærkvöldi sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að ekki hafi verið um auðvelda ákvörðun að ræða. Það hafi aðeins verið vondir kostir í stöðunni sem rökræddir hafi verið í þaula með grasrót flokksins. Það útskýri hvers vegna Píratar hafi tekið ákvörðun um sniðgönguna jafn seint og raun bar vitni. Legið hefur fyrir frá 20. apríl síðastliðnum að Kjærsgaard myndi ávarpa hátíðarfundinn en tilkynnt var um ákvörðun Pírata í hádeginu í gær - næstum þremur mánuðum eftir að frétt um þátttöku danska þingforsetans birtist á vef Alþingis. Helgi segist ekki sjá á eftir ákvörðun flokksins, þvert á móti hafi hann styrkst í þeirri trú sinni að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Færslu Einars Brynjólfssonar má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Segir afstöðu Pírata vonbrigði Steingrímur sagði það aðallega leiðinlegt fyrir Pírata sjálfa að missa af þessari stund. 18. júlí 2018 23:12 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13
Segir afstöðu Pírata vonbrigði Steingrímur sagði það aðallega leiðinlegt fyrir Pírata sjálfa að missa af þessari stund. 18. júlí 2018 23:12
Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27