Leggja til breytingar á ráðstöfun tilgreinds séreignarsparnaðar Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2018 12:00 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Vísir/Egill VR krefst þess eins og Starfsgreinasambandið að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þjóðarátak verði gert í húsnæðismálum og að launafólk geti ráðstafað að vild tilgreindri séreign sem nýlega var tekin upp og geti nýtt hana til greiðslu húsnæðislána. Trúnaðarráð VR samþykkti kröfur félagsins fyrir komandi viðræður við Samtök atvinnulífsins mótatkvæðalaust á fundi seinnipartinn í gær og í dag fundar Landssamband verslunarmanna um möguleika á samfloti félaga innan þess með Starfsgreinasambandinu. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR reiknar með að síðan verði formlega viðræður teknar upp við Starfsgreinasambandið um samflot. Enda séu kröfur þess og VR keimlíkar. Laun hækki með krónutöluhækkunum í þremur skrefum, um 42 þúsund krónur hinn 1. janúar næst komandi, annað eins 1. janúar 2020 og um 41 þúsund krónur 1. janúar 2021. Þannig endi lægstu laun í 425 þúsund krónum eftir þrjú ár. Þá verði gerðar breytingar á ráðstöfun tilgreindrar séreignar sem tekin var upp í fyrra með hækkun á iðgjald í lífeyrissjóð úr 12 í 15,5 prósent. Það rennur nú í tilgreindan séreignarsparnað hjá þeim lífeyrissjóðum sem fólk greiðir almennt í. „En krafan okkar er að okkar félagsmenn geti ráðstafað þessu í frjálsa séreign. Eða þann séreignarsjóð sem það velur. Geti sömuleiðis notað þennan séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán sem og fyrir unga fólkið til að safna fyrir útborgun í íbúð,” segir Ragnar Þór. Þá sé skýr krafa sett fram um lækkun vaxta og afnám verðtryggingar á neytendalánum. „Og húsnæðismálin sem ég myndi segja að væru eitt stærsta málið hjá okkur. Það er þjóðarátak í húsnæðismálum. Við höfum verið að ræða margar hugmyndir til að koma af stað þjóðarátaki með byggingu hið minnsta tólf hundruð íbúða á ári næstu fimmtán til tuttugu árin,” segir formaður VR. Einnig sé sett fram krafa um að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir en Starfsgreinasambandið krefst þess að hún verði stytt í 32 stundir. Ekki sé mikill munur á kröfugerðum í megindráttum og því ætti ekkert að hindra breitt samflot nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og VR og jafnvel allra félaganna innan Landssambands verslunarmanna. „Við erum núna að funda hjá Landssambandi verslunarmanna. Erum að kanna hvort við náum ekki að þétta raðirnar þar og fara síðan sameiginlega í viðræður við Starfsgreinasambandið. Þannig að þetta eru mjög spennandi tíma og ég er virkilega bjartsýnn á að við náum breiðri samstöðu sem mun síðan vonandi á endanum skila okkur betri samning,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Lífeyrissjóðir Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
VR krefst þess eins og Starfsgreinasambandið að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þjóðarátak verði gert í húsnæðismálum og að launafólk geti ráðstafað að vild tilgreindri séreign sem nýlega var tekin upp og geti nýtt hana til greiðslu húsnæðislána. Trúnaðarráð VR samþykkti kröfur félagsins fyrir komandi viðræður við Samtök atvinnulífsins mótatkvæðalaust á fundi seinnipartinn í gær og í dag fundar Landssamband verslunarmanna um möguleika á samfloti félaga innan þess með Starfsgreinasambandinu. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR reiknar með að síðan verði formlega viðræður teknar upp við Starfsgreinasambandið um samflot. Enda séu kröfur þess og VR keimlíkar. Laun hækki með krónutöluhækkunum í þremur skrefum, um 42 þúsund krónur hinn 1. janúar næst komandi, annað eins 1. janúar 2020 og um 41 þúsund krónur 1. janúar 2021. Þannig endi lægstu laun í 425 þúsund krónum eftir þrjú ár. Þá verði gerðar breytingar á ráðstöfun tilgreindrar séreignar sem tekin var upp í fyrra með hækkun á iðgjald í lífeyrissjóð úr 12 í 15,5 prósent. Það rennur nú í tilgreindan séreignarsparnað hjá þeim lífeyrissjóðum sem fólk greiðir almennt í. „En krafan okkar er að okkar félagsmenn geti ráðstafað þessu í frjálsa séreign. Eða þann séreignarsjóð sem það velur. Geti sömuleiðis notað þennan séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán sem og fyrir unga fólkið til að safna fyrir útborgun í íbúð,” segir Ragnar Þór. Þá sé skýr krafa sett fram um lækkun vaxta og afnám verðtryggingar á neytendalánum. „Og húsnæðismálin sem ég myndi segja að væru eitt stærsta málið hjá okkur. Það er þjóðarátak í húsnæðismálum. Við höfum verið að ræða margar hugmyndir til að koma af stað þjóðarátaki með byggingu hið minnsta tólf hundruð íbúða á ári næstu fimmtán til tuttugu árin,” segir formaður VR. Einnig sé sett fram krafa um að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir en Starfsgreinasambandið krefst þess að hún verði stytt í 32 stundir. Ekki sé mikill munur á kröfugerðum í megindráttum og því ætti ekkert að hindra breitt samflot nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og VR og jafnvel allra félaganna innan Landssambands verslunarmanna. „Við erum núna að funda hjá Landssambandi verslunarmanna. Erum að kanna hvort við náum ekki að þétta raðirnar þar og fara síðan sameiginlega í viðræður við Starfsgreinasambandið. Þannig að þetta eru mjög spennandi tíma og ég er virkilega bjartsýnn á að við náum breiðri samstöðu sem mun síðan vonandi á endanum skila okkur betri samning,” segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira