Mats varð bergnuminn þegar hann sá Ísland í fyrsta sinn Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2018 22:30 Mats Wibe Lund við ljósmyndina af Vallnabjargi í Fróðárhreppi. Snæfellsjökull í baksýn. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Hinn landskunni ljósmyndari, Mats Wibe Lund, opnaði í dag ljósmyndasýningu í Norræna húsinu, um leið og hann gaf út æviminningabók. Hann segist halda mest upp á landslagsmynd af Snæfellsnesi í kvöldbirtu. Rætt var við Mats í fréttum Stöðvar 2. Hann er Norðmaður, fæddur í Osló árið 1937, en sigldi fyrst til Íslands sem ungur menntaskólanemi árið 1954 með strandferðaskipinu Heklu til að vinna við hinn fræga fornleifauppgröft í Skálholti. Vinnuna fékk hann í gegnum frænda sinn, hinn heimsþekkta fornleifafræðing Helge Ingstad. „Og þegar ég sá landið rísa úr sæ varð ég bergnuminn eins og skot,“ segir Mats. Hann fór að ljósmynda landslagið en myndaði einnig mannlíf og byggðir og rifjar upp stórkostlegar stundir í síldinni á Siglufirði árið 1963. Mats við mannlífsmynd af síldarsöltun á Siglufirði árið 1963.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Svo kom ástin, hann giftist íslenskri stúlku, Arndísi Ellertsdóttur. Þau hófu þó búskap sinn í Noregi en fluttust alkomin til Íslands árið 1966. Ríkulega myndskreytta æviminningabók „Frjáls eins og fuglinn“ tileinkar hann minningu hennar, en Arndís lést fyrir þremur árum. Kunnastur er Mats fyrir átthagamyndir sínar en við höldum að loftmynd eftir hann megi nánast finna á hverri einustu bæjarskrifstofu á Íslandi. Þá hefur hann ljósmyndað langflesta sveitabæi landsins. Margar myndanna eru nú merkar heimildir. Þannig má sjá á sýningunni mynd af einum borgarhluta Reykjavíkur frá 1963, og aðra mynd við hliðina, sem tekin var frá sama sjónarhorni fimmtíu árum síðar. Þegar við spyrjum um uppáhaldsmyndina velur Mats ljósmynd af Vallnabjargi í Fróðarhreppi á norðanverðu Snæfellsnesi. „Takið bara eftir hvað birtan hefur mikið að segja, lág kvöldbirta, hlýtt og notalegt.“ Svo vekur einnig athygli á ljósmynd af Hverfjalli í kvöldsól, sem sjá má hér í frétt Stöðvar 2: Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira
Hinn landskunni ljósmyndari, Mats Wibe Lund, opnaði í dag ljósmyndasýningu í Norræna húsinu, um leið og hann gaf út æviminningabók. Hann segist halda mest upp á landslagsmynd af Snæfellsnesi í kvöldbirtu. Rætt var við Mats í fréttum Stöðvar 2. Hann er Norðmaður, fæddur í Osló árið 1937, en sigldi fyrst til Íslands sem ungur menntaskólanemi árið 1954 með strandferðaskipinu Heklu til að vinna við hinn fræga fornleifauppgröft í Skálholti. Vinnuna fékk hann í gegnum frænda sinn, hinn heimsþekkta fornleifafræðing Helge Ingstad. „Og þegar ég sá landið rísa úr sæ varð ég bergnuminn eins og skot,“ segir Mats. Hann fór að ljósmynda landslagið en myndaði einnig mannlíf og byggðir og rifjar upp stórkostlegar stundir í síldinni á Siglufirði árið 1963. Mats við mannlífsmynd af síldarsöltun á Siglufirði árið 1963.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Svo kom ástin, hann giftist íslenskri stúlku, Arndísi Ellertsdóttur. Þau hófu þó búskap sinn í Noregi en fluttust alkomin til Íslands árið 1966. Ríkulega myndskreytta æviminningabók „Frjáls eins og fuglinn“ tileinkar hann minningu hennar, en Arndís lést fyrir þremur árum. Kunnastur er Mats fyrir átthagamyndir sínar en við höldum að loftmynd eftir hann megi nánast finna á hverri einustu bæjarskrifstofu á Íslandi. Þá hefur hann ljósmyndað langflesta sveitabæi landsins. Margar myndanna eru nú merkar heimildir. Þannig má sjá á sýningunni mynd af einum borgarhluta Reykjavíkur frá 1963, og aðra mynd við hliðina, sem tekin var frá sama sjónarhorni fimmtíu árum síðar. Þegar við spyrjum um uppáhaldsmyndina velur Mats ljósmynd af Vallnabjargi í Fróðarhreppi á norðanverðu Snæfellsnesi. „Takið bara eftir hvað birtan hefur mikið að segja, lág kvöldbirta, hlýtt og notalegt.“ Svo vekur einnig athygli á ljósmynd af Hverfjalli í kvöldsól, sem sjá má hér í frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira