Missti föður sinn og var gefin fullorðnum manni: „Ég grét svo mikið“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. mars 2018 19:30 Najmo Fiyasko er fædd árið 1998. Hún hefur búið hér á landi í um fjögur ár, en leið hennar hingað var löng og þyrnum stráð. Þrautaganga hennar hófst þegar faðir hennar dó og hún var send í sveit til 32 ára gamals manns sem hún átti að giftast, sjálf aðeins 11 ára gömul. Hún segir tímann þar hafa verið ólýsanlega erfiðan, þar sem hún grét og syrgði bæði föður sinn og þær vonir sem hún hafði borið til framtíðarinnar. Hún ákvað loks að flýja og upphófst langt og strangt ferðalag sem náði meðal annars gegnum eyðimörkina til Súdan og svo Líbýu, sigling til Möltu þar sem vinkona hennar lét lífið, lífsbarátta í fangelsum og flóttamannabúðum og svo mætti lengi telja. Hún endaði svo á Íslandi á leið sinni til fyrirheitna landsins Kanada, tæplega 16 ára gömul, og hefur verið hér síðan. Í dag stundar hún hins vegar nám við framhaldsskóla og rekur vinsæla Facebook síðu og Youtube rás þar sem hún talar til kvenna í Sómalíu, berst fyrir umbótum og talar gegn barnabrúðkaupum, sem enn eru gríðarlega algeng þrátt fyrir þeim hafi fækkað talsvert undanfarin ár. Þá hefur hún enn fremur flutt fyrirlestra og erindi, en hún verður aðalfyrirlesari á aðalfundi Íslandsdeildar Amnesty á morgun.Ítarlegt viðtal við Najmo Fiyasko er að finna í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hún þrautagöngu sína í Sómalíu, flóttann sem leiddi hana að lokum til Íslands og baráttu sína fyrir samfélagsbreytingum, en hún segir að nú sé tími til kominn að konur taki við stjórnartaumunum í Afríku. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Najmo Fiyasko er fædd árið 1998. Hún hefur búið hér á landi í um fjögur ár, en leið hennar hingað var löng og þyrnum stráð. Þrautaganga hennar hófst þegar faðir hennar dó og hún var send í sveit til 32 ára gamals manns sem hún átti að giftast, sjálf aðeins 11 ára gömul. Hún segir tímann þar hafa verið ólýsanlega erfiðan, þar sem hún grét og syrgði bæði föður sinn og þær vonir sem hún hafði borið til framtíðarinnar. Hún ákvað loks að flýja og upphófst langt og strangt ferðalag sem náði meðal annars gegnum eyðimörkina til Súdan og svo Líbýu, sigling til Möltu þar sem vinkona hennar lét lífið, lífsbarátta í fangelsum og flóttamannabúðum og svo mætti lengi telja. Hún endaði svo á Íslandi á leið sinni til fyrirheitna landsins Kanada, tæplega 16 ára gömul, og hefur verið hér síðan. Í dag stundar hún hins vegar nám við framhaldsskóla og rekur vinsæla Facebook síðu og Youtube rás þar sem hún talar til kvenna í Sómalíu, berst fyrir umbótum og talar gegn barnabrúðkaupum, sem enn eru gríðarlega algeng þrátt fyrir þeim hafi fækkað talsvert undanfarin ár. Þá hefur hún enn fremur flutt fyrirlestra og erindi, en hún verður aðalfyrirlesari á aðalfundi Íslandsdeildar Amnesty á morgun.Ítarlegt viðtal við Najmo Fiyasko er að finna í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hún þrautagöngu sína í Sómalíu, flóttann sem leiddi hana að lokum til Íslands og baráttu sína fyrir samfélagsbreytingum, en hún segir að nú sé tími til kominn að konur taki við stjórnartaumunum í Afríku.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira