Missti föður sinn og var gefin fullorðnum manni: „Ég grét svo mikið“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. mars 2018 19:30 Najmo Fiyasko er fædd árið 1998. Hún hefur búið hér á landi í um fjögur ár, en leið hennar hingað var löng og þyrnum stráð. Þrautaganga hennar hófst þegar faðir hennar dó og hún var send í sveit til 32 ára gamals manns sem hún átti að giftast, sjálf aðeins 11 ára gömul. Hún segir tímann þar hafa verið ólýsanlega erfiðan, þar sem hún grét og syrgði bæði föður sinn og þær vonir sem hún hafði borið til framtíðarinnar. Hún ákvað loks að flýja og upphófst langt og strangt ferðalag sem náði meðal annars gegnum eyðimörkina til Súdan og svo Líbýu, sigling til Möltu þar sem vinkona hennar lét lífið, lífsbarátta í fangelsum og flóttamannabúðum og svo mætti lengi telja. Hún endaði svo á Íslandi á leið sinni til fyrirheitna landsins Kanada, tæplega 16 ára gömul, og hefur verið hér síðan. Í dag stundar hún hins vegar nám við framhaldsskóla og rekur vinsæla Facebook síðu og Youtube rás þar sem hún talar til kvenna í Sómalíu, berst fyrir umbótum og talar gegn barnabrúðkaupum, sem enn eru gríðarlega algeng þrátt fyrir þeim hafi fækkað talsvert undanfarin ár. Þá hefur hún enn fremur flutt fyrirlestra og erindi, en hún verður aðalfyrirlesari á aðalfundi Íslandsdeildar Amnesty á morgun.Ítarlegt viðtal við Najmo Fiyasko er að finna í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hún þrautagöngu sína í Sómalíu, flóttann sem leiddi hana að lokum til Íslands og baráttu sína fyrir samfélagsbreytingum, en hún segir að nú sé tími til kominn að konur taki við stjórnartaumunum í Afríku. Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Najmo Fiyasko er fædd árið 1998. Hún hefur búið hér á landi í um fjögur ár, en leið hennar hingað var löng og þyrnum stráð. Þrautaganga hennar hófst þegar faðir hennar dó og hún var send í sveit til 32 ára gamals manns sem hún átti að giftast, sjálf aðeins 11 ára gömul. Hún segir tímann þar hafa verið ólýsanlega erfiðan, þar sem hún grét og syrgði bæði föður sinn og þær vonir sem hún hafði borið til framtíðarinnar. Hún ákvað loks að flýja og upphófst langt og strangt ferðalag sem náði meðal annars gegnum eyðimörkina til Súdan og svo Líbýu, sigling til Möltu þar sem vinkona hennar lét lífið, lífsbarátta í fangelsum og flóttamannabúðum og svo mætti lengi telja. Hún endaði svo á Íslandi á leið sinni til fyrirheitna landsins Kanada, tæplega 16 ára gömul, og hefur verið hér síðan. Í dag stundar hún hins vegar nám við framhaldsskóla og rekur vinsæla Facebook síðu og Youtube rás þar sem hún talar til kvenna í Sómalíu, berst fyrir umbótum og talar gegn barnabrúðkaupum, sem enn eru gríðarlega algeng þrátt fyrir þeim hafi fækkað talsvert undanfarin ár. Þá hefur hún enn fremur flutt fyrirlestra og erindi, en hún verður aðalfyrirlesari á aðalfundi Íslandsdeildar Amnesty á morgun.Ítarlegt viðtal við Najmo Fiyasko er að finna í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hún þrautagöngu sína í Sómalíu, flóttann sem leiddi hana að lokum til Íslands og baráttu sína fyrir samfélagsbreytingum, en hún segir að nú sé tími til kominn að konur taki við stjórnartaumunum í Afríku.
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira