Dæmi um nauðungarhjónabönd á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 20:00 Nauðungarhjónabönd, félagsleg einangrun og heimilisofbeldi eru birtingarmyndir heiðurstengdra átaka á Íslandi. Félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg leggur til að Íslendingar horfi til nágrannalanda og komi sér upp sérhæfðu teymi til þess að taka á þessum viðkvæmu málum. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Kvennathvarfið efndu í dag til málþings um heiðurstengd átök og buðu til landsins tveimur sérfræðingum sem leiða teymi um málefnið í Noregi. Félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg segir að Íslendingar þurfi að skerpa á vinnubrögðum í þessum málum og var málþingið fyrsta skrefið í því. „Ísland er ungt innflytjendaland og það sem gerist annars staðar í Evrópu gerist hér líka. Það gerist bara aðeins seinna. Við erum að sjá miklar breytingar á samsetningu innflytjendahópa hér, erum að fá til dæmis fleiri flóttamenn og fólk sem er ekki frá vestrænum löndum. Þannig við þurfum að vera vakandi fyrir þessu," segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Talin er þörf á sérstöku teymi til þess að taka á heiðurstengdum átökum á Íslandi.Fréttablaðið/EyþórBirtingarmyndir heiðurstengdra átaka geta verið ýmiss konar, en einkennast oft af nauðung af hálfu fjölskyldumeðlima eða samlanda sem vilja tryggja að fólk hagi sér í samræmi við hefðir. Einangrun barna og unglinga er þekkt dæmi hér á landi. „Þau fara í skólann og svo eiga þau að koma heim. Þau eiga bara að hegða sér eins og foreldrar ætlast til. Mega ekki taka þátt í tómstundum eða skemmtunum." Einnig séu dæmi um alvarlegt ofbeldi og gróf mannréttindabrot. „Við erum alveg að sjá að það eru dæmi um nauðungarhjónabönd hérna á Íslandi," segir Edda. Lögregla, Kvennaathvarfið og félagsþjónustur hafa til dæmis komið að þessu málum hingað til en Edda telur rétt að huga að stofnun teymis sem þekkir vel inn á þessi mál, líkt og í Noregi. Þá sé þetta nýr veruleiki hér á landi og efla þurfi almenna fræðslu. „Við þurfum að læra um þetta og við þurfm að geta greint þessi mál og sett upp þessi sérstöku gleraugu til þess að greina þau," segir Edda. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Nauðungarhjónabönd, félagsleg einangrun og heimilisofbeldi eru birtingarmyndir heiðurstengdra átaka á Íslandi. Félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg leggur til að Íslendingar horfi til nágrannalanda og komi sér upp sérhæfðu teymi til þess að taka á þessum viðkvæmu málum. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Kvennathvarfið efndu í dag til málþings um heiðurstengd átök og buðu til landsins tveimur sérfræðingum sem leiða teymi um málefnið í Noregi. Félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg segir að Íslendingar þurfi að skerpa á vinnubrögðum í þessum málum og var málþingið fyrsta skrefið í því. „Ísland er ungt innflytjendaland og það sem gerist annars staðar í Evrópu gerist hér líka. Það gerist bara aðeins seinna. Við erum að sjá miklar breytingar á samsetningu innflytjendahópa hér, erum að fá til dæmis fleiri flóttamenn og fólk sem er ekki frá vestrænum löndum. Þannig við þurfum að vera vakandi fyrir þessu," segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Talin er þörf á sérstöku teymi til þess að taka á heiðurstengdum átökum á Íslandi.Fréttablaðið/EyþórBirtingarmyndir heiðurstengdra átaka geta verið ýmiss konar, en einkennast oft af nauðung af hálfu fjölskyldumeðlima eða samlanda sem vilja tryggja að fólk hagi sér í samræmi við hefðir. Einangrun barna og unglinga er þekkt dæmi hér á landi. „Þau fara í skólann og svo eiga þau að koma heim. Þau eiga bara að hegða sér eins og foreldrar ætlast til. Mega ekki taka þátt í tómstundum eða skemmtunum." Einnig séu dæmi um alvarlegt ofbeldi og gróf mannréttindabrot. „Við erum alveg að sjá að það eru dæmi um nauðungarhjónabönd hérna á Íslandi," segir Edda. Lögregla, Kvennaathvarfið og félagsþjónustur hafa til dæmis komið að þessu málum hingað til en Edda telur rétt að huga að stofnun teymis sem þekkir vel inn á þessi mál, líkt og í Noregi. Þá sé þetta nýr veruleiki hér á landi og efla þurfi almenna fræðslu. „Við þurfum að læra um þetta og við þurfm að geta greint þessi mál og sett upp þessi sérstöku gleraugu til þess að greina þau," segir Edda.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira