Dæmi um nauðungarhjónabönd á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 20:00 Nauðungarhjónabönd, félagsleg einangrun og heimilisofbeldi eru birtingarmyndir heiðurstengdra átaka á Íslandi. Félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg leggur til að Íslendingar horfi til nágrannalanda og komi sér upp sérhæfðu teymi til þess að taka á þessum viðkvæmu málum. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Kvennathvarfið efndu í dag til málþings um heiðurstengd átök og buðu til landsins tveimur sérfræðingum sem leiða teymi um málefnið í Noregi. Félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg segir að Íslendingar þurfi að skerpa á vinnubrögðum í þessum málum og var málþingið fyrsta skrefið í því. „Ísland er ungt innflytjendaland og það sem gerist annars staðar í Evrópu gerist hér líka. Það gerist bara aðeins seinna. Við erum að sjá miklar breytingar á samsetningu innflytjendahópa hér, erum að fá til dæmis fleiri flóttamenn og fólk sem er ekki frá vestrænum löndum. Þannig við þurfum að vera vakandi fyrir þessu," segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Talin er þörf á sérstöku teymi til þess að taka á heiðurstengdum átökum á Íslandi.Fréttablaðið/EyþórBirtingarmyndir heiðurstengdra átaka geta verið ýmiss konar, en einkennast oft af nauðung af hálfu fjölskyldumeðlima eða samlanda sem vilja tryggja að fólk hagi sér í samræmi við hefðir. Einangrun barna og unglinga er þekkt dæmi hér á landi. „Þau fara í skólann og svo eiga þau að koma heim. Þau eiga bara að hegða sér eins og foreldrar ætlast til. Mega ekki taka þátt í tómstundum eða skemmtunum." Einnig séu dæmi um alvarlegt ofbeldi og gróf mannréttindabrot. „Við erum alveg að sjá að það eru dæmi um nauðungarhjónabönd hérna á Íslandi," segir Edda. Lögregla, Kvennaathvarfið og félagsþjónustur hafa til dæmis komið að þessu málum hingað til en Edda telur rétt að huga að stofnun teymis sem þekkir vel inn á þessi mál, líkt og í Noregi. Þá sé þetta nýr veruleiki hér á landi og efla þurfi almenna fræðslu. „Við þurfum að læra um þetta og við þurfm að geta greint þessi mál og sett upp þessi sérstöku gleraugu til þess að greina þau," segir Edda. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Sjá meira
Nauðungarhjónabönd, félagsleg einangrun og heimilisofbeldi eru birtingarmyndir heiðurstengdra átaka á Íslandi. Félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg leggur til að Íslendingar horfi til nágrannalanda og komi sér upp sérhæfðu teymi til þess að taka á þessum viðkvæmu málum. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Kvennathvarfið efndu í dag til málþings um heiðurstengd átök og buðu til landsins tveimur sérfræðingum sem leiða teymi um málefnið í Noregi. Félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg segir að Íslendingar þurfi að skerpa á vinnubrögðum í þessum málum og var málþingið fyrsta skrefið í því. „Ísland er ungt innflytjendaland og það sem gerist annars staðar í Evrópu gerist hér líka. Það gerist bara aðeins seinna. Við erum að sjá miklar breytingar á samsetningu innflytjendahópa hér, erum að fá til dæmis fleiri flóttamenn og fólk sem er ekki frá vestrænum löndum. Þannig við þurfum að vera vakandi fyrir þessu," segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Talin er þörf á sérstöku teymi til þess að taka á heiðurstengdum átökum á Íslandi.Fréttablaðið/EyþórBirtingarmyndir heiðurstengdra átaka geta verið ýmiss konar, en einkennast oft af nauðung af hálfu fjölskyldumeðlima eða samlanda sem vilja tryggja að fólk hagi sér í samræmi við hefðir. Einangrun barna og unglinga er þekkt dæmi hér á landi. „Þau fara í skólann og svo eiga þau að koma heim. Þau eiga bara að hegða sér eins og foreldrar ætlast til. Mega ekki taka þátt í tómstundum eða skemmtunum." Einnig séu dæmi um alvarlegt ofbeldi og gróf mannréttindabrot. „Við erum alveg að sjá að það eru dæmi um nauðungarhjónabönd hérna á Íslandi," segir Edda. Lögregla, Kvennaathvarfið og félagsþjónustur hafa til dæmis komið að þessu málum hingað til en Edda telur rétt að huga að stofnun teymis sem þekkir vel inn á þessi mál, líkt og í Noregi. Þá sé þetta nýr veruleiki hér á landi og efla þurfi almenna fræðslu. „Við þurfum að læra um þetta og við þurfm að geta greint þessi mál og sett upp þessi sérstöku gleraugu til þess að greina þau," segir Edda.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Sjá meira