Trúboðinn taldi sig vera handbendi guðs: „Ég velti fyrir mér hvort þetta sé síðasta sólsetrið sem ég sé“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2018 23:04 John Allen Chau er hér með Casey Prince í Cape Town í Suður-Afríku, nokkrum dögum áður en hann fór til North Sentinel. AP/Sarah Prince Trúboðinn John Allen Chau óttaðist að deyja á eyjunni North Sentinel í Indlandshafi en taldi sig vera handbendi guðs. Hann var að endingu drepinn af meðlimum ættbálksins Sentinelese sem búa á eyjunni og hafa gert það nánast án samskipta við annað fólk í þúsundir ára. Chau fór þangað í trássi við lög Indlands og þrátt fyrir að hann gæti mögulega smitað alla íbúa eyjunnar af sjúkdómum sem þau eru ekki ónæm fyrir. Ferð Chau hefur vakið mikla reiði í Indlandi. Trúboðar eru oft litnir hornauga þar og gagnrýnendur Chau segja hann hafa verið sjálfselskan og hann hafi mögulega stofnað lífi allra íbúa eyjunnar í hættu. Samkvæmt lögum Indlands er bannað að fara að eyjunni og að fljúga yfir hana. Lögunum er ætlað að vernda ættbálkinn sem býr þar og lífshætti þeirra. Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. Móðir Chau lét blaðamann Washington Post hafa eintök af dagbók þessari.Sjá einnig: Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Dagbókin sýnir að Chau var heltikinn af því að færa Sentinelese-fólkinu kristna trú.„Guð, er þessi eyja síðasta vígi Satans þar sem enginn hefur heyrt eða haft möguleika á því að heyra nafn þitt?,“ skrifaði Chau í dagbók sína. Skrif Chau sýna einnig fram á að hann vissi vel að það sem hann ætlaði sér var ólöglegt, þar sem hann skrifaði um hvernig guð hefði verndað hann og sjómennina frá skipum Landhelgisgæslu Indlands og öðrum laganna vörðum. Chau lýsti því hvernig hann reyndi að ná sambandi við eyjarskeggja með gjöfum og sálmasöng. Þá skrifaði hann einnig um það hvernig eyjarskeggjar tjáðu sig. Hann sagði tungumál þeirra felast í hátíðnihljóðum og miklum handahreyfingum. Fyrir síðustu ferð hans í land velti Chau vöngum yfir því hvort hann ætti að hætta við. Hann vildi ekki deyja en bað guð um að fyrirgefa hverjum þeim sem reyndu að drepa hann og þá sérstaklega þeim sem tækist það. Sjö manns hafa verið handteknir. Fimm sjómenn sem fluttu hann til eyjunnar, vinur Chau sem hjálpaði honum við undirbúning ferðarinnar og leiðsögumaður. Asía Indland Tengdar fréttir Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. 22. nóvember 2018 18:00 Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
Trúboðinn John Allen Chau óttaðist að deyja á eyjunni North Sentinel í Indlandshafi en taldi sig vera handbendi guðs. Hann var að endingu drepinn af meðlimum ættbálksins Sentinelese sem búa á eyjunni og hafa gert það nánast án samskipta við annað fólk í þúsundir ára. Chau fór þangað í trássi við lög Indlands og þrátt fyrir að hann gæti mögulega smitað alla íbúa eyjunnar af sjúkdómum sem þau eru ekki ónæm fyrir. Ferð Chau hefur vakið mikla reiði í Indlandi. Trúboðar eru oft litnir hornauga þar og gagnrýnendur Chau segja hann hafa verið sjálfselskan og hann hafi mögulega stofnað lífi allra íbúa eyjunnar í hættu. Samkvæmt lögum Indlands er bannað að fara að eyjunni og að fljúga yfir hana. Lögunum er ætlað að vernda ættbálkinn sem býr þar og lífshætti þeirra. Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. Móðir Chau lét blaðamann Washington Post hafa eintök af dagbók þessari.Sjá einnig: Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Dagbókin sýnir að Chau var heltikinn af því að færa Sentinelese-fólkinu kristna trú.„Guð, er þessi eyja síðasta vígi Satans þar sem enginn hefur heyrt eða haft möguleika á því að heyra nafn þitt?,“ skrifaði Chau í dagbók sína. Skrif Chau sýna einnig fram á að hann vissi vel að það sem hann ætlaði sér var ólöglegt, þar sem hann skrifaði um hvernig guð hefði verndað hann og sjómennina frá skipum Landhelgisgæslu Indlands og öðrum laganna vörðum. Chau lýsti því hvernig hann reyndi að ná sambandi við eyjarskeggja með gjöfum og sálmasöng. Þá skrifaði hann einnig um það hvernig eyjarskeggjar tjáðu sig. Hann sagði tungumál þeirra felast í hátíðnihljóðum og miklum handahreyfingum. Fyrir síðustu ferð hans í land velti Chau vöngum yfir því hvort hann ætti að hætta við. Hann vildi ekki deyja en bað guð um að fyrirgefa hverjum þeim sem reyndu að drepa hann og þá sérstaklega þeim sem tækist það. Sjö manns hafa verið handteknir. Fimm sjómenn sem fluttu hann til eyjunnar, vinur Chau sem hjálpaði honum við undirbúning ferðarinnar og leiðsögumaður.
Asía Indland Tengdar fréttir Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. 22. nóvember 2018 18:00 Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. 22. nóvember 2018 18:00
Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05