Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 15. maí 2018 17:45 Djúpavík tilheyrir Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi landsins. visir/stefán Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. Rannsókn á fjölda nýrra lögheimilisskráninga í Árnessýsluhreppi stendur enn yfir hjá Þjóðskrá. Ástríður er staðgengill forstjóra Þjóðskrár og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs stofnunarinnar og segir hún í samtali við fréttastofu að Þjóðskrá hafi metið það sem svo að þarna þyrfti að fara fram sérstök athugun á lögheimilisskráningum í hreppnum. „Þetta er þá mál sem fer í venjubundinn feril hjá stofnuninni,“ segir Ástríður. „Þessi lögheimilismál eru tekin til skoðunar, það er óskað eftir nánari upplýsingum og það fer fram gagnaöflun og rannsókn. Að henni lokinni mun ákvörðun liggja fyrir.“Athugun enn í gangi Það er þó ekki á forræði Þjóðskrár að leggja fram endanlega kjörskrá heldur afhendir hún sveitarfélagi svokallaðan kjörskrárstofn og það sé sveitarfélagsins að leggja fram kjörskrána. Ástríður segir að úrskurður Þjóðskrár í máli af þessum toga geti þó hugsanlega haft áhrif á kjörskrána. „Það eru ákveðnar leiðréttingarheimildir í lögum um kosningar til sveitastjórna. Vissulega er það svo að breytingar á lögheimilaskráningu fólks og breytingar sem verða á þessu tímabili geta haft áhrif á endanlega kjörskrá. En það er þó ekki Þjóðskrár að taka ákvörðun um það.“ Athugun er enn í gangi en Ástríður vonast til að Þjóðskrá geti skilað af sér eins fljótt og auðið er. „Þessi mál eru í skoðun sem stendur, gagnaöflun og almenn málsmeðferð. Það er stefnt að því að ljúka því eins fljótt og auðið er þegar fullnægjandi rannsókn hefur farið fram. Hvenær það verður nákvæmlega get ég ekki sagt til um á þessari stundu.“ Í dag fór fram fundur í hreppnum þar sem skoðað var lögfræðilegt álit á málinu og staðan rædd. Kjörskrá verður lögð fram á morgun og kemur ekki í ljós fyrr en þá hvernig hún mun líta út. Málið ætti að skýrast á morgun. Eva Sigurbjörnsdóttir sveitarstjóri í Árneshreppi sagði í sambandi við fréttastofu eftir fundinn að hún ætli ekki að tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða Þjóðskrár liggur fyrir. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lögregla leitar manns Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. Rannsókn á fjölda nýrra lögheimilisskráninga í Árnessýsluhreppi stendur enn yfir hjá Þjóðskrá. Ástríður er staðgengill forstjóra Þjóðskrár og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs stofnunarinnar og segir hún í samtali við fréttastofu að Þjóðskrá hafi metið það sem svo að þarna þyrfti að fara fram sérstök athugun á lögheimilisskráningum í hreppnum. „Þetta er þá mál sem fer í venjubundinn feril hjá stofnuninni,“ segir Ástríður. „Þessi lögheimilismál eru tekin til skoðunar, það er óskað eftir nánari upplýsingum og það fer fram gagnaöflun og rannsókn. Að henni lokinni mun ákvörðun liggja fyrir.“Athugun enn í gangi Það er þó ekki á forræði Þjóðskrár að leggja fram endanlega kjörskrá heldur afhendir hún sveitarfélagi svokallaðan kjörskrárstofn og það sé sveitarfélagsins að leggja fram kjörskrána. Ástríður segir að úrskurður Þjóðskrár í máli af þessum toga geti þó hugsanlega haft áhrif á kjörskrána. „Það eru ákveðnar leiðréttingarheimildir í lögum um kosningar til sveitastjórna. Vissulega er það svo að breytingar á lögheimilaskráningu fólks og breytingar sem verða á þessu tímabili geta haft áhrif á endanlega kjörskrá. En það er þó ekki Þjóðskrár að taka ákvörðun um það.“ Athugun er enn í gangi en Ástríður vonast til að Þjóðskrá geti skilað af sér eins fljótt og auðið er. „Þessi mál eru í skoðun sem stendur, gagnaöflun og almenn málsmeðferð. Það er stefnt að því að ljúka því eins fljótt og auðið er þegar fullnægjandi rannsókn hefur farið fram. Hvenær það verður nákvæmlega get ég ekki sagt til um á þessari stundu.“ Í dag fór fram fundur í hreppnum þar sem skoðað var lögfræðilegt álit á málinu og staðan rædd. Kjörskrá verður lögð fram á morgun og kemur ekki í ljós fyrr en þá hvernig hún mun líta út. Málið ætti að skýrast á morgun. Eva Sigurbjörnsdóttir sveitarstjóri í Árneshreppi sagði í sambandi við fréttastofu eftir fundinn að hún ætli ekki að tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða Þjóðskrár liggur fyrir.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lögregla leitar manns Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00
Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45