Ætla að freista þess að fá fóstureyðingarlögunum hnekkt Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2018 23:30 Suzanna de Baca, framkvæmdastjóri Planned Parenthood of the Heartlands, greinir frá lögsókninni í borginni Des Moines í Iowa í dag. Vísir/AP Samtök um mannréttindi og rétt kvenna til fóstureyðinga hafa höfðað mál gegn ríkisstjóra Iowa en með lögsókninni freista samtökin þess að fá nýrri og hertri fóstureyðingarlöggjöf Repúblikana í ríkinu hnekkt. Með lögunum verða fóstureyðingar eftir sex vikna meðgöngu bannaðar í Iowa og löggjöfin því sú strangasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Mannréttindasamtök sem berjast fyrir rétti kvenna til fóstureyðinga og aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu, þar á meðal samtökin The American Civil Liberties Union of Iowa og Planned Parenthood Federation of America, eiga aðild að kærunni en tilkynnt var um hana í dag.Sjá einnig: Iowa stefnir að ströngustu fóstureyðingarlögum Bandaríkjanna Í kærunni er því haldið fram að lögin brjóti í bága við stjórnarskrá Iowa-ríkis á grundvelli þess að þau banni nær allar fóstureyðingar og stofni þannig heilsu kvenna í hættu. Stefnendur ætla því að freista þess að fá lögunum hnekkt en málarekstur gæti tekið nokkur ár. Þa hefur lögfræðistofa í ríkinu nú þegar boðist til þess að flytja málið fyrir hönd samtakanna án endurgreiðslu. Frumvarpið, sem hefur verið umdeilt, var samþykkt í þinginu í Iowa í byrjun þessa mánaðar og degi síðar skrifaði ríkisstjórinn, repúblikaninn Kim Reynolds, undir það. Ef lögin taka gildi þann 1. júlí næstkomandi eins og áætlað er verður konum í Iowa framvegis bannað að fara í fóstureyðingu eftir að hjartsláttur finnst í fóstri. Það gerist iðulega eftir um sex vikna meðgöngu. Þannig hafa andstæðingar laganna haldið því fram að með þeim sé í raun verið að gera konum nánast ómögulegt að rjúfa þungun þar eð margar þeirra vita ekki af henni fyrr en þær eru komnar lengra en sex vikur á leið. Bandaríkin Tengdar fréttir „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Mótmæla strangri löggjöf um fóstureyðingar Tilkynnt hefur verið um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna hins umdeilda stjórnarskrárákvæðis. 30. september 2017 19:11 Iowa stefnir að ströngustu fóstureyðingarlögum Bandaríkjanna Samkvæmt frumvarpinu verður konum bannað að fara í fóstureyðingar eftir að hjartsláttur fósturs verður greinanlegur, sem er eftir um sex vikur. 2. maí 2018 18:32 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Samtök um mannréttindi og rétt kvenna til fóstureyðinga hafa höfðað mál gegn ríkisstjóra Iowa en með lögsókninni freista samtökin þess að fá nýrri og hertri fóstureyðingarlöggjöf Repúblikana í ríkinu hnekkt. Með lögunum verða fóstureyðingar eftir sex vikna meðgöngu bannaðar í Iowa og löggjöfin því sú strangasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Mannréttindasamtök sem berjast fyrir rétti kvenna til fóstureyðinga og aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu, þar á meðal samtökin The American Civil Liberties Union of Iowa og Planned Parenthood Federation of America, eiga aðild að kærunni en tilkynnt var um hana í dag.Sjá einnig: Iowa stefnir að ströngustu fóstureyðingarlögum Bandaríkjanna Í kærunni er því haldið fram að lögin brjóti í bága við stjórnarskrá Iowa-ríkis á grundvelli þess að þau banni nær allar fóstureyðingar og stofni þannig heilsu kvenna í hættu. Stefnendur ætla því að freista þess að fá lögunum hnekkt en málarekstur gæti tekið nokkur ár. Þa hefur lögfræðistofa í ríkinu nú þegar boðist til þess að flytja málið fyrir hönd samtakanna án endurgreiðslu. Frumvarpið, sem hefur verið umdeilt, var samþykkt í þinginu í Iowa í byrjun þessa mánaðar og degi síðar skrifaði ríkisstjórinn, repúblikaninn Kim Reynolds, undir það. Ef lögin taka gildi þann 1. júlí næstkomandi eins og áætlað er verður konum í Iowa framvegis bannað að fara í fóstureyðingu eftir að hjartsláttur finnst í fóstri. Það gerist iðulega eftir um sex vikna meðgöngu. Þannig hafa andstæðingar laganna haldið því fram að með þeim sé í raun verið að gera konum nánast ómögulegt að rjúfa þungun þar eð margar þeirra vita ekki af henni fyrr en þær eru komnar lengra en sex vikur á leið.
Bandaríkin Tengdar fréttir „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Mótmæla strangri löggjöf um fóstureyðingar Tilkynnt hefur verið um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna hins umdeilda stjórnarskrárákvæðis. 30. september 2017 19:11 Iowa stefnir að ströngustu fóstureyðingarlögum Bandaríkjanna Samkvæmt frumvarpinu verður konum bannað að fara í fóstureyðingar eftir að hjartsláttur fósturs verður greinanlegur, sem er eftir um sex vikur. 2. maí 2018 18:32 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
„Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30
Mótmæla strangri löggjöf um fóstureyðingar Tilkynnt hefur verið um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna hins umdeilda stjórnarskrárákvæðis. 30. september 2017 19:11
Iowa stefnir að ströngustu fóstureyðingarlögum Bandaríkjanna Samkvæmt frumvarpinu verður konum bannað að fara í fóstureyðingar eftir að hjartsláttur fósturs verður greinanlegur, sem er eftir um sex vikur. 2. maí 2018 18:32