Enn ekki vitað hvenær 128 börn komast inn á leikskóla í Rekjavík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. ágúst 2018 19:15 Óvíst er hvenær hægt verður að taka inn hundrað tuttugu og átta börn í leikskóla í Reykjavík vegna mönnunar vanda. Öll börn á leikskólaaldri, sem eru á biðlista, fá pláss takist að ráða í öll stöðugildi. Flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur höfðu háleit markið um stefnu í skóla- og frístundamálum fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor en allir lofuðu þeir hærri launum, minna álagi og fleiri leikskólum svo fátt eitt sé nefnt. Píratar gengu lengra í sínum loforðum en aðrir og vildu að barni sem ekki hefur verið úthlutað leikskólaplássi fái greiðslur heim sem samsvari niðurgreiðslu borgarinnar, sem eru um 140 þúsund krónur á mánuði, þar til borgin hefur útvegað pláss. Þegar nýtt meirihluta samstarf var kynnt 12. júní síðastliðinn kom fram í stefnu flokkanna í Skóla- og frístundamálum að bæta ætti starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum með því að bæta kjör starfsfólks, stytta vinnuvikuna, minnka álag, draga úr skriffinnsku og auka faglegt frelsi fólks. Í mars tilkynntu borgaryfirvöld víðtækar aðgerðir í leikskólamálum fyrir haustið. Þar kom fram að fjölga ætti ungbarnadeildum um helming strax í haust, leikskólaplássum yrði fjölgað um allt að 800 og nýir leikskólar yrðu byggðir. Bil milli fæðingaorlofs og leikskóla yrði brúað og aukið verulega við fjárveitingar. Eitt af því sem einkennt hefur störf leikskólanna er mönnunarvandi og um hann var fjallað meðal annars á fundi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar í dag. Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs ReykjavíkurborgarVísir/Baldur Hrafnkell Jónsson„Staðan er miklu betri en hún var í fyrra og reyndar betri en undanfarin tvö ár, þannig að það eru miklu fleiri börn sem komast inn á leikskólanna og þau eru yngri, þannig að það eru mjög jákvæð teikn á lofti,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Óvíst hvenær 128 börn komast inn.Um 1400 ný börn hafa fengið boð um leikskólapláss í haust. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundaráði var í gær búið að ráða í nær 94% stöðugilda í 62 leikskólum borgarinnar ef miðað er við heildarfjölda stöðugilda í mars 2018. Enn á eftir að ráða í tæp 62 stöðugildi og vegna þessa er óvíst hvenær hægt verður að taka 128 börn inn sem þegar eiga pláss. Eru einhver börn sem eiga eftir að sitja heima í vetur og foreldrar sem eiga eftir að lenda í vandræðum? „Við höfum alltaf verið með það kerfi að, þetta eru svona takmörkuð gæði, það eru ekki öll börn á öllum aldri sem að komast inn,“ segir Skúli. Skúli segir aðgerðaráætlunina sem kynnt var í vor virka. „Markmiðið er þetta að yngri börn á þessum aldri 12-18 mánaða að þau komist inn í skilgreindum áföngum og við náum að bæta stöðuna verulega á þessu hausti,“ segir Skúli. Tengdar fréttir Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00 Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 48 leikskólar fullmannaðir 48 leikskólar af 62 á vegum Reykjavíkurborgar eru nú fullmannaðir. 28. febrúar 2018 15:27 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Óvíst er hvenær hægt verður að taka inn hundrað tuttugu og átta börn í leikskóla í Reykjavík vegna mönnunar vanda. Öll börn á leikskólaaldri, sem eru á biðlista, fá pláss takist að ráða í öll stöðugildi. Flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur höfðu háleit markið um stefnu í skóla- og frístundamálum fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor en allir lofuðu þeir hærri launum, minna álagi og fleiri leikskólum svo fátt eitt sé nefnt. Píratar gengu lengra í sínum loforðum en aðrir og vildu að barni sem ekki hefur verið úthlutað leikskólaplássi fái greiðslur heim sem samsvari niðurgreiðslu borgarinnar, sem eru um 140 þúsund krónur á mánuði, þar til borgin hefur útvegað pláss. Þegar nýtt meirihluta samstarf var kynnt 12. júní síðastliðinn kom fram í stefnu flokkanna í Skóla- og frístundamálum að bæta ætti starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum með því að bæta kjör starfsfólks, stytta vinnuvikuna, minnka álag, draga úr skriffinnsku og auka faglegt frelsi fólks. Í mars tilkynntu borgaryfirvöld víðtækar aðgerðir í leikskólamálum fyrir haustið. Þar kom fram að fjölga ætti ungbarnadeildum um helming strax í haust, leikskólaplássum yrði fjölgað um allt að 800 og nýir leikskólar yrðu byggðir. Bil milli fæðingaorlofs og leikskóla yrði brúað og aukið verulega við fjárveitingar. Eitt af því sem einkennt hefur störf leikskólanna er mönnunarvandi og um hann var fjallað meðal annars á fundi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar í dag. Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs ReykjavíkurborgarVísir/Baldur Hrafnkell Jónsson„Staðan er miklu betri en hún var í fyrra og reyndar betri en undanfarin tvö ár, þannig að það eru miklu fleiri börn sem komast inn á leikskólanna og þau eru yngri, þannig að það eru mjög jákvæð teikn á lofti,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Óvíst hvenær 128 börn komast inn.Um 1400 ný börn hafa fengið boð um leikskólapláss í haust. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundaráði var í gær búið að ráða í nær 94% stöðugilda í 62 leikskólum borgarinnar ef miðað er við heildarfjölda stöðugilda í mars 2018. Enn á eftir að ráða í tæp 62 stöðugildi og vegna þessa er óvíst hvenær hægt verður að taka 128 börn inn sem þegar eiga pláss. Eru einhver börn sem eiga eftir að sitja heima í vetur og foreldrar sem eiga eftir að lenda í vandræðum? „Við höfum alltaf verið með það kerfi að, þetta eru svona takmörkuð gæði, það eru ekki öll börn á öllum aldri sem að komast inn,“ segir Skúli. Skúli segir aðgerðaráætlunina sem kynnt var í vor virka. „Markmiðið er þetta að yngri börn á þessum aldri 12-18 mánaða að þau komist inn í skilgreindum áföngum og við náum að bæta stöðuna verulega á þessu hausti,“ segir Skúli.
Tengdar fréttir Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00 Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 48 leikskólar fullmannaðir 48 leikskólar af 62 á vegum Reykjavíkurborgar eru nú fullmannaðir. 28. febrúar 2018 15:27 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00
Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11
48 leikskólar fullmannaðir 48 leikskólar af 62 á vegum Reykjavíkurborgar eru nú fullmannaðir. 28. febrúar 2018 15:27