Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. mars 2018 14:11 Dagur B. Eggertsson kynnti áætlunina. Vísir/Rakel Ósk Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. Áætlunin gerir ráð fyrir að sjö nýjum ungbarnadeildum verði komið upp næsta haust auk þess sem fimm til sex nýir leikskólar verði byggðir á næstu árum. Þá verður gripið til margvíslegra aðgerða til að bæta aðstöðu á leikskólum og vinnuumhverfi leikskólakennara og annars starfsfólks, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Aðgerðirnar eru sundurliðaðar eftir borgarhlutum og taka mið af áformum um þéttingu byggðar, ný hverfi og spám sem fyrir liggja um væntanlegan barnafjölda í hverfunum.Til að hægt sé að bjóða öllum 12 mánaða börnum og eldri leikskólaþjónustu á vegum borgarinnar er gert ráð fyrir að fjölga þurfi plássum um 750-800 á næstu sex árum.Áætlunin gerir ráð fyrir að sjö nýjum ungbarnadeildum verði komið upp næsta haustvísir/vilhelmStefna skóla- og frístundasviðs um æskilega stærð leikskóla kallar á byggingu fimm til sex nýrra leikskóla í borginni. Því er lagt til að nýir leikskólar rísi í Úlfarsárdal, Vatnsmýri, Laugardal, Háaleiti, Vogabyggð og í Miðborginni. Á árunum 2022-2026 er síðan gert ráð fyrir að nýir leikskólar muni rísa í nýjum hverfum borgarinnar þar sem þörf krefur; einkum Bryggjuhverfi, Ártúnshöfða, Skerjafirði og Vogabyggð III-IV. Síðastliðið haust voru teknar í notkun sjö sérhæfðar ungbarnadeildir við fjóra leikskóla í borginni. Þær eru í Breiðholti, Árbæ, Laugardal og Miðborg og hafa sérstaka aðstöðu og leikrými sem hentar börnum á öðru aldursári. Næsta haust verður ráðist í næsta áfanga með opnun sjö ungbarnadeilda til viðbótar við leikskóla í Vesturbæ, Grafarvogi, Grafarholti og Hlíðahverfi. Þar með verða ungbarnadeildir starfandi í öllum borgarhlutum. Þessum ungbarnadeildum verður heimilt að hefja inntöku barna yngri en 18 mánaða og er miðað við að í haust hefjist inntaka barna á ungbarnadeildir sem fædd eru í maí 2017, þ.e. barna sem verða 16 mánaða og eldri í september. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. Áætlunin gerir ráð fyrir að sjö nýjum ungbarnadeildum verði komið upp næsta haust auk þess sem fimm til sex nýir leikskólar verði byggðir á næstu árum. Þá verður gripið til margvíslegra aðgerða til að bæta aðstöðu á leikskólum og vinnuumhverfi leikskólakennara og annars starfsfólks, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Aðgerðirnar eru sundurliðaðar eftir borgarhlutum og taka mið af áformum um þéttingu byggðar, ný hverfi og spám sem fyrir liggja um væntanlegan barnafjölda í hverfunum.Til að hægt sé að bjóða öllum 12 mánaða börnum og eldri leikskólaþjónustu á vegum borgarinnar er gert ráð fyrir að fjölga þurfi plássum um 750-800 á næstu sex árum.Áætlunin gerir ráð fyrir að sjö nýjum ungbarnadeildum verði komið upp næsta haustvísir/vilhelmStefna skóla- og frístundasviðs um æskilega stærð leikskóla kallar á byggingu fimm til sex nýrra leikskóla í borginni. Því er lagt til að nýir leikskólar rísi í Úlfarsárdal, Vatnsmýri, Laugardal, Háaleiti, Vogabyggð og í Miðborginni. Á árunum 2022-2026 er síðan gert ráð fyrir að nýir leikskólar muni rísa í nýjum hverfum borgarinnar þar sem þörf krefur; einkum Bryggjuhverfi, Ártúnshöfða, Skerjafirði og Vogabyggð III-IV. Síðastliðið haust voru teknar í notkun sjö sérhæfðar ungbarnadeildir við fjóra leikskóla í borginni. Þær eru í Breiðholti, Árbæ, Laugardal og Miðborg og hafa sérstaka aðstöðu og leikrými sem hentar börnum á öðru aldursári. Næsta haust verður ráðist í næsta áfanga með opnun sjö ungbarnadeilda til viðbótar við leikskóla í Vesturbæ, Grafarvogi, Grafarholti og Hlíðahverfi. Þar með verða ungbarnadeildir starfandi í öllum borgarhlutum. Þessum ungbarnadeildum verður heimilt að hefja inntöku barna yngri en 18 mánaða og er miðað við að í haust hefjist inntaka barna á ungbarnadeildir sem fædd eru í maí 2017, þ.e. barna sem verða 16 mánaða og eldri í september.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira