Loka Reykjadal vegna aurbleytu Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. mars 2018 15:58 Lokunarbeiðnin kom frá landeigendum á svæðinu. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka svæði í Reykjadal í Ölfusi vegna aurbleytu en sökum veðrabreytinga, hlýinda og vætu í göngustíg er álag á stíginn og umhverfi hans mikið. Lokunin er gerð til að vernda gróður og landslag umhverfis göngustíginn. Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir í samtali við Vísi að stofnunin hafi tekið upp lokunarbeiðni sveitarfélagsins Ölfuss, Hveragerðis og landeigenda á svæðinu. „Það kom beiðni frá þessum aðilum að við myndum fara í skyndilokun á þessu svæði vegna ástandsins á því. Við sendum því starfsmann frá okkur til að gera úttekt á því og í kjölfar þess vorum við sammála þeirri beiðni sem kom frá landeiganda um að loka þessu,“ segir hann. Mikill fjöldi ferðamanna sem fara um svæðið hefur leitt til jarðvegsskemmda en vegfarendur fara einnig út fyrir stíginn þar sem svörðurinn er viðkvæmastur. „Fólk gengur út fyrir stíginn til að forðast leðjuna og þá breikkar stígurinn. Ástandið er í rauninni það slæmt að við þurfum að grípa til þessara ráðstafana en ef þetta fær að jafna sig geta aðstæður snúist við mjög fljótt,“ segir hann. Lokunin tekur gildi klukkan 10 á morgun en stefnt er að því að endurskoða lokunina innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist. „Við verðum með starfsmenn þarna á hverjum degi og munum meta ástandið frá degi til dags. Við vitum að þetta er ansi vinsæll áfangastaður og að margir vilja fara þarna og skoða. Þetta er því ekki gert af einhverri léttúð,“ segir Ólafur.Þriðja lokunin á einum mánuðiFyrr í mánuðinum var gripið til þeirra aðgerða að loka svæði við Fjaðrárgljúfur vegna ágangs ferðamanna. Þá ákvað Umhverfisstofnun að loka hluta af gönguleið um Fimmvörðuháls nærri Skógafossi vegna álags og hlýnandi veðurfars í síðustu viku. Ólafur segir að almennt sé ekki gripið oft til slíkra ráðstafana. „Þetta hefur ekki verið gert oft. Við erum með tvær lokanir í gangi núna, annars vegar við Skógafoss og hins vegar við Fjaðrárgljúfur. Það hefur verið gott veður undanfarna daga en klaki er alltaf talsverðan tíma að fara úr jörðu og þetta fer saman með miklum ágangi ferðamanna,“ segir hann. „Þar sem göngustígar og jörðin er ekki tilbúin til að taka á móti þessum fjölda ferðamanna getur ástandið orðið svona bágt eins og það er og við þurft að grípa til þessa úrræðis.“ Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka svæði í Reykjadal í Ölfusi vegna aurbleytu en sökum veðrabreytinga, hlýinda og vætu í göngustíg er álag á stíginn og umhverfi hans mikið. Lokunin er gerð til að vernda gróður og landslag umhverfis göngustíginn. Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir í samtali við Vísi að stofnunin hafi tekið upp lokunarbeiðni sveitarfélagsins Ölfuss, Hveragerðis og landeigenda á svæðinu. „Það kom beiðni frá þessum aðilum að við myndum fara í skyndilokun á þessu svæði vegna ástandsins á því. Við sendum því starfsmann frá okkur til að gera úttekt á því og í kjölfar þess vorum við sammála þeirri beiðni sem kom frá landeiganda um að loka þessu,“ segir hann. Mikill fjöldi ferðamanna sem fara um svæðið hefur leitt til jarðvegsskemmda en vegfarendur fara einnig út fyrir stíginn þar sem svörðurinn er viðkvæmastur. „Fólk gengur út fyrir stíginn til að forðast leðjuna og þá breikkar stígurinn. Ástandið er í rauninni það slæmt að við þurfum að grípa til þessara ráðstafana en ef þetta fær að jafna sig geta aðstæður snúist við mjög fljótt,“ segir hann. Lokunin tekur gildi klukkan 10 á morgun en stefnt er að því að endurskoða lokunina innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist. „Við verðum með starfsmenn þarna á hverjum degi og munum meta ástandið frá degi til dags. Við vitum að þetta er ansi vinsæll áfangastaður og að margir vilja fara þarna og skoða. Þetta er því ekki gert af einhverri léttúð,“ segir Ólafur.Þriðja lokunin á einum mánuðiFyrr í mánuðinum var gripið til þeirra aðgerða að loka svæði við Fjaðrárgljúfur vegna ágangs ferðamanna. Þá ákvað Umhverfisstofnun að loka hluta af gönguleið um Fimmvörðuháls nærri Skógafossi vegna álags og hlýnandi veðurfars í síðustu viku. Ólafur segir að almennt sé ekki gripið oft til slíkra ráðstafana. „Þetta hefur ekki verið gert oft. Við erum með tvær lokanir í gangi núna, annars vegar við Skógafoss og hins vegar við Fjaðrárgljúfur. Það hefur verið gott veður undanfarna daga en klaki er alltaf talsverðan tíma að fara úr jörðu og þetta fer saman með miklum ágangi ferðamanna,“ segir hann. „Þar sem göngustígar og jörðin er ekki tilbúin til að taka á móti þessum fjölda ferðamanna getur ástandið orðið svona bágt eins og það er og við þurft að grípa til þessa úrræðis.“
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira