Loka Reykjadal vegna aurbleytu Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. mars 2018 15:58 Lokunarbeiðnin kom frá landeigendum á svæðinu. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka svæði í Reykjadal í Ölfusi vegna aurbleytu en sökum veðrabreytinga, hlýinda og vætu í göngustíg er álag á stíginn og umhverfi hans mikið. Lokunin er gerð til að vernda gróður og landslag umhverfis göngustíginn. Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir í samtali við Vísi að stofnunin hafi tekið upp lokunarbeiðni sveitarfélagsins Ölfuss, Hveragerðis og landeigenda á svæðinu. „Það kom beiðni frá þessum aðilum að við myndum fara í skyndilokun á þessu svæði vegna ástandsins á því. Við sendum því starfsmann frá okkur til að gera úttekt á því og í kjölfar þess vorum við sammála þeirri beiðni sem kom frá landeiganda um að loka þessu,“ segir hann. Mikill fjöldi ferðamanna sem fara um svæðið hefur leitt til jarðvegsskemmda en vegfarendur fara einnig út fyrir stíginn þar sem svörðurinn er viðkvæmastur. „Fólk gengur út fyrir stíginn til að forðast leðjuna og þá breikkar stígurinn. Ástandið er í rauninni það slæmt að við þurfum að grípa til þessara ráðstafana en ef þetta fær að jafna sig geta aðstæður snúist við mjög fljótt,“ segir hann. Lokunin tekur gildi klukkan 10 á morgun en stefnt er að því að endurskoða lokunina innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist. „Við verðum með starfsmenn þarna á hverjum degi og munum meta ástandið frá degi til dags. Við vitum að þetta er ansi vinsæll áfangastaður og að margir vilja fara þarna og skoða. Þetta er því ekki gert af einhverri léttúð,“ segir Ólafur.Þriðja lokunin á einum mánuðiFyrr í mánuðinum var gripið til þeirra aðgerða að loka svæði við Fjaðrárgljúfur vegna ágangs ferðamanna. Þá ákvað Umhverfisstofnun að loka hluta af gönguleið um Fimmvörðuháls nærri Skógafossi vegna álags og hlýnandi veðurfars í síðustu viku. Ólafur segir að almennt sé ekki gripið oft til slíkra ráðstafana. „Þetta hefur ekki verið gert oft. Við erum með tvær lokanir í gangi núna, annars vegar við Skógafoss og hins vegar við Fjaðrárgljúfur. Það hefur verið gott veður undanfarna daga en klaki er alltaf talsverðan tíma að fara úr jörðu og þetta fer saman með miklum ágangi ferðamanna,“ segir hann. „Þar sem göngustígar og jörðin er ekki tilbúin til að taka á móti þessum fjölda ferðamanna getur ástandið orðið svona bágt eins og það er og við þurft að grípa til þessa úrræðis.“ Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka svæði í Reykjadal í Ölfusi vegna aurbleytu en sökum veðrabreytinga, hlýinda og vætu í göngustíg er álag á stíginn og umhverfi hans mikið. Lokunin er gerð til að vernda gróður og landslag umhverfis göngustíginn. Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir í samtali við Vísi að stofnunin hafi tekið upp lokunarbeiðni sveitarfélagsins Ölfuss, Hveragerðis og landeigenda á svæðinu. „Það kom beiðni frá þessum aðilum að við myndum fara í skyndilokun á þessu svæði vegna ástandsins á því. Við sendum því starfsmann frá okkur til að gera úttekt á því og í kjölfar þess vorum við sammála þeirri beiðni sem kom frá landeiganda um að loka þessu,“ segir hann. Mikill fjöldi ferðamanna sem fara um svæðið hefur leitt til jarðvegsskemmda en vegfarendur fara einnig út fyrir stíginn þar sem svörðurinn er viðkvæmastur. „Fólk gengur út fyrir stíginn til að forðast leðjuna og þá breikkar stígurinn. Ástandið er í rauninni það slæmt að við þurfum að grípa til þessara ráðstafana en ef þetta fær að jafna sig geta aðstæður snúist við mjög fljótt,“ segir hann. Lokunin tekur gildi klukkan 10 á morgun en stefnt er að því að endurskoða lokunina innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist. „Við verðum með starfsmenn þarna á hverjum degi og munum meta ástandið frá degi til dags. Við vitum að þetta er ansi vinsæll áfangastaður og að margir vilja fara þarna og skoða. Þetta er því ekki gert af einhverri léttúð,“ segir Ólafur.Þriðja lokunin á einum mánuðiFyrr í mánuðinum var gripið til þeirra aðgerða að loka svæði við Fjaðrárgljúfur vegna ágangs ferðamanna. Þá ákvað Umhverfisstofnun að loka hluta af gönguleið um Fimmvörðuháls nærri Skógafossi vegna álags og hlýnandi veðurfars í síðustu viku. Ólafur segir að almennt sé ekki gripið oft til slíkra ráðstafana. „Þetta hefur ekki verið gert oft. Við erum með tvær lokanir í gangi núna, annars vegar við Skógafoss og hins vegar við Fjaðrárgljúfur. Það hefur verið gott veður undanfarna daga en klaki er alltaf talsverðan tíma að fara úr jörðu og þetta fer saman með miklum ágangi ferðamanna,“ segir hann. „Þar sem göngustígar og jörðin er ekki tilbúin til að taka á móti þessum fjölda ferðamanna getur ástandið orðið svona bágt eins og það er og við þurft að grípa til þessa úrræðis.“
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira