59 sendiráðsstarfsmönnum til viðbótar vísað frá Rússlandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2018 19:30 Rússar gjalda líku líkt. Rússar hafa fyrirskipað brottrekstur fjölda erlendra sendiráðsstarfsmanna frá Rússlandi sem andsvar við aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússlandi vegna Skripal-málsins. Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússa vegna þátttöku Íslendinga í samstilltum aðgerðum. Alls hefur um 150 rússneskum diplómötum verið vísað úr landi í þeim 23 ríkjum sem tóku þátt í samstilltum aðgerðum en Rússar eru sakaðir um að skipuleggja eiturgasárásina á fyrrverandi njósnarann Sergei Skrípal og dóttur hans. Sendiherrar þeirra ríkja, sem ákváðu að vísa starfsfólki rússneskra sendiráða úr landi, voru í dag boðaðir til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu. Rússar ætla að gjalda líku líkt og senda jafn marga heim frá hverju ríki og sem nemur þeim fjölda rússneskra sendiráðsstarfsmanna sem ákveðið var að vísa úr hverju landi. Rússar höfðu þegar tilkynnt um brottrekstur 23 breskra og 60 bandarískra sendiráðsstarfsmanna en í dag bættust 59 frá 23 ríkjum í hópin. Þeirra á meðal eru erindrekar frá Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu og frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Talsmaður rússneskra stjórnvalda vísar því á bug að um stríð í utanríkissamskiptum sé að ræða. „Rússland sækist ekki eftir diplómatískum stríðum og Pútín forseti hefur frá upphafi og mun halda áfram að styðja þróun vináttutengsla við öll lönd, þar á meðal Bandaríkin,“ segir Dmitry Preskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml. Íslenska ríkisstjórnin ákvað í síðustu viku að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum yrði frestað um óákveðinn tíma auk þess sem íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir en í samtali við fréttastofu kvaðst Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi, ekki hafa verið boðuð til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu í dag. Hvorki Berglind né Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gáfu kost á viðtali vegna málsins. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Rússar hafa fyrirskipað brottrekstur fjölda erlendra sendiráðsstarfsmanna frá Rússlandi sem andsvar við aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússlandi vegna Skripal-málsins. Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússa vegna þátttöku Íslendinga í samstilltum aðgerðum. Alls hefur um 150 rússneskum diplómötum verið vísað úr landi í þeim 23 ríkjum sem tóku þátt í samstilltum aðgerðum en Rússar eru sakaðir um að skipuleggja eiturgasárásina á fyrrverandi njósnarann Sergei Skrípal og dóttur hans. Sendiherrar þeirra ríkja, sem ákváðu að vísa starfsfólki rússneskra sendiráða úr landi, voru í dag boðaðir til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu. Rússar ætla að gjalda líku líkt og senda jafn marga heim frá hverju ríki og sem nemur þeim fjölda rússneskra sendiráðsstarfsmanna sem ákveðið var að vísa úr hverju landi. Rússar höfðu þegar tilkynnt um brottrekstur 23 breskra og 60 bandarískra sendiráðsstarfsmanna en í dag bættust 59 frá 23 ríkjum í hópin. Þeirra á meðal eru erindrekar frá Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu og frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Talsmaður rússneskra stjórnvalda vísar því á bug að um stríð í utanríkissamskiptum sé að ræða. „Rússland sækist ekki eftir diplómatískum stríðum og Pútín forseti hefur frá upphafi og mun halda áfram að styðja þróun vináttutengsla við öll lönd, þar á meðal Bandaríkin,“ segir Dmitry Preskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml. Íslenska ríkisstjórnin ákvað í síðustu viku að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum yrði frestað um óákveðinn tíma auk þess sem íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir en í samtali við fréttastofu kvaðst Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi, ekki hafa verið boðuð til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu í dag. Hvorki Berglind né Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gáfu kost á viðtali vegna málsins.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira