Portúgölsk innrás hjá Wolves Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. júlí 2018 16:30 Portúgalski kjarninn sem átti stóran þátt í að koma Úlfunum upp í ensku úrvalsdeildina á ný. vísir/getty Fótbolti Ekki er hægt að líta fram hjá áhrifum Portúgals og Jorge Mendes þegar litið er yfir leikmannahóp Wolves fyrir komandi tímabil. Á dögunum skrifuðu João Moutinho og Rui Patricio, lykilleikmenn í Evrópumeistaraliði Portúgals árið 2016 undir hjá nýliðunum í efstu deild. Forráðamenn Úlfanna eru ekki hættir þar og eru í viðræðum við umboðsmenn Pepe, varnarmannsins sem lék í áratug með Real Madrid. Eru nú átta portúgalskir leikmenn í herbúðum Úlfanna sem ættu að skipa þriðjung leikmannahóps félagsins. Í 26 ára sögu úrvalsdeildarinnar hafa 58 portúgalskir leikmenn leikið í deildinni, þeirra frægastur Cristiano Ronaldo, en sú tala ætti að hækka í fyrstu umferð.Kínverskir fjárfestar koma inn Hið sögufræga lið Wolves hefur eytt stærstum hluta undanfarinna tuttugu ára við að reyna að festa sig í sessi í efstu deild á ný. Frá stofnun úrvalsdeildarinnar 1992 hafa Úlfarnir aðeins eytt fjórum tímabilum í efstu deild og er besti árangurinn 15. sæti. Þrátt fyrir það hefur þeim tekist að safna til sín leikmönnum sem hafa verið undir smásjá stærri liða Evrópu. Má rekja það tvö ár aftur í tímann þegar Fosun-fjárfestingarhópurinn frá Kína keypti félagið af Steve Morgan. Sérstakur ráðgjafi þeirra og umboðsaðili í kaupunum var fyrrnefndur Jorge Mendes og var hann ekki lengi að koma sínu fólki að. Stuttu síðar keypti félagið tvo skjólstæðinga Mendes frá Benfica og Monaco fyrir samanlagt tuttugu milljónir punda. Ári síðar tók hinn portúgalski Nuno Espírito Santo við liðinu í Championship-deildinni stuttu eftir að hafa stýrt liði Porto í Meistaradeild Evrópu. Áður hafði hann stýrt liðum Rio Ave í heimalandinu og Valencia á Spáni en var skyndilega kominn í hörkuna í ensku 1. deildinni. Nuno er að sjálfsögðu skjólstæðingur Mendes og með honum kom fyrrverandi fyrirliði Porto og annar leikmaður Mendes, Reuben Neves, til Englands. Neves var aðeins átján ára þegar hann tók við fyrirliðabandinu hjá Porto og var búinn að vera undir smásjá stærstu liða Evrópu áður en Úlfarnir keyptu hann. Þá fékk félagið einnig nokkra skjólstæðinga Mendes á hagstæðum lánum sem áttu eftir að leika stórt hlutverk þegar Úlfarnir unnu deildina nokkuð örugglega.Tengsl Mendes rannsökuð Ekki er skrýtið að önnur félög í Championship-deildinni hafi óskað eftir því í vetur að knattspyrnusambandið rannsakaði nánar nýliðun Úlfanna. Hafa Mendes og Fosun-fjárfestingarhópurinn staðið saman að hinum ýmsu fjárfestingum sem sýnir greinilega hagsmunasambandið á milli þessara aðila. Ekki þótti eðlilegt að maður sem hefði tengsl við Úlfana líkt og Mendes væri einnig umboðsmaður leikmannanna sem væri verið að semja við. Eftir rannsókn enska knattspyrnusambandsins varð niðurstaðan sú að Mendes hefði ekki opinbert starf hjá Úlfunum og væri því ekkert ólöglegt að eiga sér stað. Fyrir vikið héldu Úlfarnir áfram að styrkja sig og sóttu mikið á markað sem Mendes þekkti vel. Við komuna upp í ensku úrvalsdeildina var ekkert verið að versla í neinum lágverðsverslunum – keyptir portúgalskir landsliðsmenn úr herbúðum Atletico Madrid og Monaco, skjólstæðingar Jorge Mendes. Það verður fróðlegt að sjá hvernig portúgalska innrásin hjá Úlfunum í ensku úrvalsdeildina gengur á komandi tímabili, það er ljóst að það skortir ekki gæðin í þennan leikmannahóp. Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira
Fótbolti Ekki er hægt að líta fram hjá áhrifum Portúgals og Jorge Mendes þegar litið er yfir leikmannahóp Wolves fyrir komandi tímabil. Á dögunum skrifuðu João Moutinho og Rui Patricio, lykilleikmenn í Evrópumeistaraliði Portúgals árið 2016 undir hjá nýliðunum í efstu deild. Forráðamenn Úlfanna eru ekki hættir þar og eru í viðræðum við umboðsmenn Pepe, varnarmannsins sem lék í áratug með Real Madrid. Eru nú átta portúgalskir leikmenn í herbúðum Úlfanna sem ættu að skipa þriðjung leikmannahóps félagsins. Í 26 ára sögu úrvalsdeildarinnar hafa 58 portúgalskir leikmenn leikið í deildinni, þeirra frægastur Cristiano Ronaldo, en sú tala ætti að hækka í fyrstu umferð.Kínverskir fjárfestar koma inn Hið sögufræga lið Wolves hefur eytt stærstum hluta undanfarinna tuttugu ára við að reyna að festa sig í sessi í efstu deild á ný. Frá stofnun úrvalsdeildarinnar 1992 hafa Úlfarnir aðeins eytt fjórum tímabilum í efstu deild og er besti árangurinn 15. sæti. Þrátt fyrir það hefur þeim tekist að safna til sín leikmönnum sem hafa verið undir smásjá stærri liða Evrópu. Má rekja það tvö ár aftur í tímann þegar Fosun-fjárfestingarhópurinn frá Kína keypti félagið af Steve Morgan. Sérstakur ráðgjafi þeirra og umboðsaðili í kaupunum var fyrrnefndur Jorge Mendes og var hann ekki lengi að koma sínu fólki að. Stuttu síðar keypti félagið tvo skjólstæðinga Mendes frá Benfica og Monaco fyrir samanlagt tuttugu milljónir punda. Ári síðar tók hinn portúgalski Nuno Espírito Santo við liðinu í Championship-deildinni stuttu eftir að hafa stýrt liði Porto í Meistaradeild Evrópu. Áður hafði hann stýrt liðum Rio Ave í heimalandinu og Valencia á Spáni en var skyndilega kominn í hörkuna í ensku 1. deildinni. Nuno er að sjálfsögðu skjólstæðingur Mendes og með honum kom fyrrverandi fyrirliði Porto og annar leikmaður Mendes, Reuben Neves, til Englands. Neves var aðeins átján ára þegar hann tók við fyrirliðabandinu hjá Porto og var búinn að vera undir smásjá stærstu liða Evrópu áður en Úlfarnir keyptu hann. Þá fékk félagið einnig nokkra skjólstæðinga Mendes á hagstæðum lánum sem áttu eftir að leika stórt hlutverk þegar Úlfarnir unnu deildina nokkuð örugglega.Tengsl Mendes rannsökuð Ekki er skrýtið að önnur félög í Championship-deildinni hafi óskað eftir því í vetur að knattspyrnusambandið rannsakaði nánar nýliðun Úlfanna. Hafa Mendes og Fosun-fjárfestingarhópurinn staðið saman að hinum ýmsu fjárfestingum sem sýnir greinilega hagsmunasambandið á milli þessara aðila. Ekki þótti eðlilegt að maður sem hefði tengsl við Úlfana líkt og Mendes væri einnig umboðsmaður leikmannanna sem væri verið að semja við. Eftir rannsókn enska knattspyrnusambandsins varð niðurstaðan sú að Mendes hefði ekki opinbert starf hjá Úlfunum og væri því ekkert ólöglegt að eiga sér stað. Fyrir vikið héldu Úlfarnir áfram að styrkja sig og sóttu mikið á markað sem Mendes þekkti vel. Við komuna upp í ensku úrvalsdeildina var ekkert verið að versla í neinum lágverðsverslunum – keyptir portúgalskir landsliðsmenn úr herbúðum Atletico Madrid og Monaco, skjólstæðingar Jorge Mendes. Það verður fróðlegt að sjá hvernig portúgalska innrásin hjá Úlfunum í ensku úrvalsdeildina gengur á komandi tímabili, það er ljóst að það skortir ekki gæðin í þennan leikmannahóp.
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira