Portúgölsk innrás hjá Wolves Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. júlí 2018 16:30 Portúgalski kjarninn sem átti stóran þátt í að koma Úlfunum upp í ensku úrvalsdeildina á ný. vísir/getty Fótbolti Ekki er hægt að líta fram hjá áhrifum Portúgals og Jorge Mendes þegar litið er yfir leikmannahóp Wolves fyrir komandi tímabil. Á dögunum skrifuðu João Moutinho og Rui Patricio, lykilleikmenn í Evrópumeistaraliði Portúgals árið 2016 undir hjá nýliðunum í efstu deild. Forráðamenn Úlfanna eru ekki hættir þar og eru í viðræðum við umboðsmenn Pepe, varnarmannsins sem lék í áratug með Real Madrid. Eru nú átta portúgalskir leikmenn í herbúðum Úlfanna sem ættu að skipa þriðjung leikmannahóps félagsins. Í 26 ára sögu úrvalsdeildarinnar hafa 58 portúgalskir leikmenn leikið í deildinni, þeirra frægastur Cristiano Ronaldo, en sú tala ætti að hækka í fyrstu umferð.Kínverskir fjárfestar koma inn Hið sögufræga lið Wolves hefur eytt stærstum hluta undanfarinna tuttugu ára við að reyna að festa sig í sessi í efstu deild á ný. Frá stofnun úrvalsdeildarinnar 1992 hafa Úlfarnir aðeins eytt fjórum tímabilum í efstu deild og er besti árangurinn 15. sæti. Þrátt fyrir það hefur þeim tekist að safna til sín leikmönnum sem hafa verið undir smásjá stærri liða Evrópu. Má rekja það tvö ár aftur í tímann þegar Fosun-fjárfestingarhópurinn frá Kína keypti félagið af Steve Morgan. Sérstakur ráðgjafi þeirra og umboðsaðili í kaupunum var fyrrnefndur Jorge Mendes og var hann ekki lengi að koma sínu fólki að. Stuttu síðar keypti félagið tvo skjólstæðinga Mendes frá Benfica og Monaco fyrir samanlagt tuttugu milljónir punda. Ári síðar tók hinn portúgalski Nuno Espírito Santo við liðinu í Championship-deildinni stuttu eftir að hafa stýrt liði Porto í Meistaradeild Evrópu. Áður hafði hann stýrt liðum Rio Ave í heimalandinu og Valencia á Spáni en var skyndilega kominn í hörkuna í ensku 1. deildinni. Nuno er að sjálfsögðu skjólstæðingur Mendes og með honum kom fyrrverandi fyrirliði Porto og annar leikmaður Mendes, Reuben Neves, til Englands. Neves var aðeins átján ára þegar hann tók við fyrirliðabandinu hjá Porto og var búinn að vera undir smásjá stærstu liða Evrópu áður en Úlfarnir keyptu hann. Þá fékk félagið einnig nokkra skjólstæðinga Mendes á hagstæðum lánum sem áttu eftir að leika stórt hlutverk þegar Úlfarnir unnu deildina nokkuð örugglega.Tengsl Mendes rannsökuð Ekki er skrýtið að önnur félög í Championship-deildinni hafi óskað eftir því í vetur að knattspyrnusambandið rannsakaði nánar nýliðun Úlfanna. Hafa Mendes og Fosun-fjárfestingarhópurinn staðið saman að hinum ýmsu fjárfestingum sem sýnir greinilega hagsmunasambandið á milli þessara aðila. Ekki þótti eðlilegt að maður sem hefði tengsl við Úlfana líkt og Mendes væri einnig umboðsmaður leikmannanna sem væri verið að semja við. Eftir rannsókn enska knattspyrnusambandsins varð niðurstaðan sú að Mendes hefði ekki opinbert starf hjá Úlfunum og væri því ekkert ólöglegt að eiga sér stað. Fyrir vikið héldu Úlfarnir áfram að styrkja sig og sóttu mikið á markað sem Mendes þekkti vel. Við komuna upp í ensku úrvalsdeildina var ekkert verið að versla í neinum lágverðsverslunum – keyptir portúgalskir landsliðsmenn úr herbúðum Atletico Madrid og Monaco, skjólstæðingar Jorge Mendes. Það verður fróðlegt að sjá hvernig portúgalska innrásin hjá Úlfunum í ensku úrvalsdeildina gengur á komandi tímabili, það er ljóst að það skortir ekki gæðin í þennan leikmannahóp. Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira
Fótbolti Ekki er hægt að líta fram hjá áhrifum Portúgals og Jorge Mendes þegar litið er yfir leikmannahóp Wolves fyrir komandi tímabil. Á dögunum skrifuðu João Moutinho og Rui Patricio, lykilleikmenn í Evrópumeistaraliði Portúgals árið 2016 undir hjá nýliðunum í efstu deild. Forráðamenn Úlfanna eru ekki hættir þar og eru í viðræðum við umboðsmenn Pepe, varnarmannsins sem lék í áratug með Real Madrid. Eru nú átta portúgalskir leikmenn í herbúðum Úlfanna sem ættu að skipa þriðjung leikmannahóps félagsins. Í 26 ára sögu úrvalsdeildarinnar hafa 58 portúgalskir leikmenn leikið í deildinni, þeirra frægastur Cristiano Ronaldo, en sú tala ætti að hækka í fyrstu umferð.Kínverskir fjárfestar koma inn Hið sögufræga lið Wolves hefur eytt stærstum hluta undanfarinna tuttugu ára við að reyna að festa sig í sessi í efstu deild á ný. Frá stofnun úrvalsdeildarinnar 1992 hafa Úlfarnir aðeins eytt fjórum tímabilum í efstu deild og er besti árangurinn 15. sæti. Þrátt fyrir það hefur þeim tekist að safna til sín leikmönnum sem hafa verið undir smásjá stærri liða Evrópu. Má rekja það tvö ár aftur í tímann þegar Fosun-fjárfestingarhópurinn frá Kína keypti félagið af Steve Morgan. Sérstakur ráðgjafi þeirra og umboðsaðili í kaupunum var fyrrnefndur Jorge Mendes og var hann ekki lengi að koma sínu fólki að. Stuttu síðar keypti félagið tvo skjólstæðinga Mendes frá Benfica og Monaco fyrir samanlagt tuttugu milljónir punda. Ári síðar tók hinn portúgalski Nuno Espírito Santo við liðinu í Championship-deildinni stuttu eftir að hafa stýrt liði Porto í Meistaradeild Evrópu. Áður hafði hann stýrt liðum Rio Ave í heimalandinu og Valencia á Spáni en var skyndilega kominn í hörkuna í ensku 1. deildinni. Nuno er að sjálfsögðu skjólstæðingur Mendes og með honum kom fyrrverandi fyrirliði Porto og annar leikmaður Mendes, Reuben Neves, til Englands. Neves var aðeins átján ára þegar hann tók við fyrirliðabandinu hjá Porto og var búinn að vera undir smásjá stærstu liða Evrópu áður en Úlfarnir keyptu hann. Þá fékk félagið einnig nokkra skjólstæðinga Mendes á hagstæðum lánum sem áttu eftir að leika stórt hlutverk þegar Úlfarnir unnu deildina nokkuð örugglega.Tengsl Mendes rannsökuð Ekki er skrýtið að önnur félög í Championship-deildinni hafi óskað eftir því í vetur að knattspyrnusambandið rannsakaði nánar nýliðun Úlfanna. Hafa Mendes og Fosun-fjárfestingarhópurinn staðið saman að hinum ýmsu fjárfestingum sem sýnir greinilega hagsmunasambandið á milli þessara aðila. Ekki þótti eðlilegt að maður sem hefði tengsl við Úlfana líkt og Mendes væri einnig umboðsmaður leikmannanna sem væri verið að semja við. Eftir rannsókn enska knattspyrnusambandsins varð niðurstaðan sú að Mendes hefði ekki opinbert starf hjá Úlfunum og væri því ekkert ólöglegt að eiga sér stað. Fyrir vikið héldu Úlfarnir áfram að styrkja sig og sóttu mikið á markað sem Mendes þekkti vel. Við komuna upp í ensku úrvalsdeildina var ekkert verið að versla í neinum lágverðsverslunum – keyptir portúgalskir landsliðsmenn úr herbúðum Atletico Madrid og Monaco, skjólstæðingar Jorge Mendes. Það verður fróðlegt að sjá hvernig portúgalska innrásin hjá Úlfunum í ensku úrvalsdeildina gengur á komandi tímabili, það er ljóst að það skortir ekki gæðin í þennan leikmannahóp.
Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira