Telur Laugardal svívirtan meðan á Secret Solstice stendur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júlí 2018 20:30 Laugardalur er að vissu leyti svívirtur meðan á tónlistarhátíðinni Secret Solstice stendur, að mati íbúa í hverfinu. Íbúar flýi heimili sín og vilji hátíðina burt úr dalnum. Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefur verið haldin fimm ár í röð í Laugardalnum. Í sumar voru um fimmtán þúsund manns á svæðinu þegar mest var. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson íbúi í hverfinu vonar að hún verði ekki aftur haldin í dalnum. „Íbúar treysta á að borgarfulltrúar leyfi ekki að hátíðin verðu haldin aftur hér í dalnum,“ segir hann.Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, íbúi í Laugardalnum.Skjáskot/Stöð2Hann segir margs konar ónæði stafa frá hátíðinni. „Þetta er útihátíð haldin í miðri íbúabyggð, hér eru þrír leikskólar og fjóra grunnskólar og hún er haldin á íþróttasvæði, sem nú er að hluta til ónýtt eftir,“ segir hann. Þá segir hann mikið um eiturlyfjaneyslu og áhöld eftir hana finnist víða. „Þarna eru að finnast tól til eiturlyfjaneyslu á leikskólum og í nærliggjandi görðum. Auk annars rusls.Í raun er hægt að segja að dalurinn sé svívirtur á og í kringum hátíðina,“ segir hann. Vilhjálmur segir jafnframt mikinn hávaða stafa frá hátíðinni. „Eldra fólk og fólk með lítil börn flýja heimili sín áður en hátíðin hefst vegna hávaða. Þá fara áhyggjufullir foreldrar með unglinga sína af heimilium sínum því þeir vilja ekki að börnin sín fari á hátíðina,“ segir hann. Hann segir að skipuleggjendur hafi sýnt þessum athugasemdum fálæti og hafi sagt að hátíðin sé ekki haldin í hagnaðarskini. Hann efast um að það sé raunin. „Þannig voru tekjur af þessari hátíð 2016 hálfur milljarður en launakostnaður var um 12 milljónir króna, “ segir Vilhjálmur að lokum.Laugardalur er að vissu leyti svívirtur meðan á tónlistarhátíðinni Secret Solstice stendur, að mati íbúa í hverfinu. Íbúar flýi heimili sín og vilji hátíðina burt úr dalnum.Vísir Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Framtíð Secret Solstice verður rædd í borgarráði Óskað hefur verið eftir umsögnum íþróttafélaga og foreldra- og íbúasamtaka vegna tónlistarhátíðarinnar. 26. júní 2018 22:15 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Laugardalur er að vissu leyti svívirtur meðan á tónlistarhátíðinni Secret Solstice stendur, að mati íbúa í hverfinu. Íbúar flýi heimili sín og vilji hátíðina burt úr dalnum. Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefur verið haldin fimm ár í röð í Laugardalnum. Í sumar voru um fimmtán þúsund manns á svæðinu þegar mest var. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson íbúi í hverfinu vonar að hún verði ekki aftur haldin í dalnum. „Íbúar treysta á að borgarfulltrúar leyfi ekki að hátíðin verðu haldin aftur hér í dalnum,“ segir hann.Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, íbúi í Laugardalnum.Skjáskot/Stöð2Hann segir margs konar ónæði stafa frá hátíðinni. „Þetta er útihátíð haldin í miðri íbúabyggð, hér eru þrír leikskólar og fjóra grunnskólar og hún er haldin á íþróttasvæði, sem nú er að hluta til ónýtt eftir,“ segir hann. Þá segir hann mikið um eiturlyfjaneyslu og áhöld eftir hana finnist víða. „Þarna eru að finnast tól til eiturlyfjaneyslu á leikskólum og í nærliggjandi görðum. Auk annars rusls.Í raun er hægt að segja að dalurinn sé svívirtur á og í kringum hátíðina,“ segir hann. Vilhjálmur segir jafnframt mikinn hávaða stafa frá hátíðinni. „Eldra fólk og fólk með lítil börn flýja heimili sín áður en hátíðin hefst vegna hávaða. Þá fara áhyggjufullir foreldrar með unglinga sína af heimilium sínum því þeir vilja ekki að börnin sín fari á hátíðina,“ segir hann. Hann segir að skipuleggjendur hafi sýnt þessum athugasemdum fálæti og hafi sagt að hátíðin sé ekki haldin í hagnaðarskini. Hann efast um að það sé raunin. „Þannig voru tekjur af þessari hátíð 2016 hálfur milljarður en launakostnaður var um 12 milljónir króna, “ segir Vilhjálmur að lokum.Laugardalur er að vissu leyti svívirtur meðan á tónlistarhátíðinni Secret Solstice stendur, að mati íbúa í hverfinu. Íbúar flýi heimili sín og vilji hátíðina burt úr dalnum.Vísir
Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Framtíð Secret Solstice verður rædd í borgarráði Óskað hefur verið eftir umsögnum íþróttafélaga og foreldra- og íbúasamtaka vegna tónlistarhátíðarinnar. 26. júní 2018 22:15 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39
Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13
Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57
Framtíð Secret Solstice verður rædd í borgarráði Óskað hefur verið eftir umsögnum íþróttafélaga og foreldra- og íbúasamtaka vegna tónlistarhátíðarinnar. 26. júní 2018 22:15