Reiði meðal lögreglumanna Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 18:30 Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. Hann segir slæmt ástand innan lögreglunnar ekki einskorðast við höfuðborgarsvæðið, ástandið sé eins um allt land. Í þættinum Sprengisandi á Bylgunni í morgun tók Sigríður Andersen dómsmálaráðherra undir þær áhyggjur að lögreglumenn séu of fáir. Hún vakti mikla reiði meðal lögreglumanna í síðustu viku þegar hún sagði aldrei eins vel búið að lögreglunni og nú. Lögreglumenn segja ástandið hinsvegar svart og sleppa þurfi útköllum og forgangsraða næstum daglega. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir vanta að lágmarki 100 lögreglumenn til starfa á landinu. „Álagið er of mikið, það eru of fáir lögreglumenn að störfðum og það vantar fjármagn innan lögreglunnar, það er alveg sama hvað hver segir um það,” bendir hann á. Hann segir lausnina einfalda, það þurfi að stórauka fjárframlög til lögreglu.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Fréttablaðið/Daníel„Það þarf að hafa það í huga þegar þessar tölur eru birtar, á vef stjórnarráðsins, um fjárframlög til lögreglu vantar að minnsta kosti 2,8 milljarða inn í það. Það er að segja sá sammdráttur sem varð frá því fyrir hrun og eftir hrun. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem innanríkisráðuneytið sjálft birti á Alþingi,” segir Snorri.Í tillögum um fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023 kemur fram að markmið ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2023 er að lögregla verði í 90 prósent tilvika með laust og mannað ökutæki til að sinna brýnustu neyðarútköllum um leið og þau berast.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er í lágmarksmönnun og staðan sú að stöð sem telur allt að 60 þúsund íbúa hefur jafnvel bara tvo bíla til umráða, úti á landi er jafnvel um einn bíl að ræða.Ef það þarf að senda í útkall, jafnvel tímafrekt útkall, er þá algengt að hverfi eða bæir séu eftirlitslausir?„Já, það gerist ábyggilega á hverjum einasta degi. Oft á dag og oft á sólahring. Ef við skoðum bara Suðurlandið, fjölfarnasta ferðamannasvæði landsins. Lögreglan þar hefur bent á þessar staðreyndir um undirmönnun og fjárskort. Þannig að bíll upptekinn í uppsveitum Árnessýslu er ekki að þjónusta íbúa Árborgar á meðan, né í Hveragerði eða Þorlákshöfn eða öðrum þeim bæjum sem þar eru," segir Snorri. Lögreglumál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. Hann segir slæmt ástand innan lögreglunnar ekki einskorðast við höfuðborgarsvæðið, ástandið sé eins um allt land. Í þættinum Sprengisandi á Bylgunni í morgun tók Sigríður Andersen dómsmálaráðherra undir þær áhyggjur að lögreglumenn séu of fáir. Hún vakti mikla reiði meðal lögreglumanna í síðustu viku þegar hún sagði aldrei eins vel búið að lögreglunni og nú. Lögreglumenn segja ástandið hinsvegar svart og sleppa þurfi útköllum og forgangsraða næstum daglega. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir vanta að lágmarki 100 lögreglumenn til starfa á landinu. „Álagið er of mikið, það eru of fáir lögreglumenn að störfðum og það vantar fjármagn innan lögreglunnar, það er alveg sama hvað hver segir um það,” bendir hann á. Hann segir lausnina einfalda, það þurfi að stórauka fjárframlög til lögreglu.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Fréttablaðið/Daníel„Það þarf að hafa það í huga þegar þessar tölur eru birtar, á vef stjórnarráðsins, um fjárframlög til lögreglu vantar að minnsta kosti 2,8 milljarða inn í það. Það er að segja sá sammdráttur sem varð frá því fyrir hrun og eftir hrun. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem innanríkisráðuneytið sjálft birti á Alþingi,” segir Snorri.Í tillögum um fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023 kemur fram að markmið ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2023 er að lögregla verði í 90 prósent tilvika með laust og mannað ökutæki til að sinna brýnustu neyðarútköllum um leið og þau berast.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er í lágmarksmönnun og staðan sú að stöð sem telur allt að 60 þúsund íbúa hefur jafnvel bara tvo bíla til umráða, úti á landi er jafnvel um einn bíl að ræða.Ef það þarf að senda í útkall, jafnvel tímafrekt útkall, er þá algengt að hverfi eða bæir séu eftirlitslausir?„Já, það gerist ábyggilega á hverjum einasta degi. Oft á dag og oft á sólahring. Ef við skoðum bara Suðurlandið, fjölfarnasta ferðamannasvæði landsins. Lögreglan þar hefur bent á þessar staðreyndir um undirmönnun og fjárskort. Þannig að bíll upptekinn í uppsveitum Árnessýslu er ekki að þjónusta íbúa Árborgar á meðan, né í Hveragerði eða Þorlákshöfn eða öðrum þeim bæjum sem þar eru," segir Snorri.
Lögreglumál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira