Reiði meðal lögreglumanna Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 18:30 Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. Hann segir slæmt ástand innan lögreglunnar ekki einskorðast við höfuðborgarsvæðið, ástandið sé eins um allt land. Í þættinum Sprengisandi á Bylgunni í morgun tók Sigríður Andersen dómsmálaráðherra undir þær áhyggjur að lögreglumenn séu of fáir. Hún vakti mikla reiði meðal lögreglumanna í síðustu viku þegar hún sagði aldrei eins vel búið að lögreglunni og nú. Lögreglumenn segja ástandið hinsvegar svart og sleppa þurfi útköllum og forgangsraða næstum daglega. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir vanta að lágmarki 100 lögreglumenn til starfa á landinu. „Álagið er of mikið, það eru of fáir lögreglumenn að störfðum og það vantar fjármagn innan lögreglunnar, það er alveg sama hvað hver segir um það,” bendir hann á. Hann segir lausnina einfalda, það þurfi að stórauka fjárframlög til lögreglu.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Fréttablaðið/Daníel„Það þarf að hafa það í huga þegar þessar tölur eru birtar, á vef stjórnarráðsins, um fjárframlög til lögreglu vantar að minnsta kosti 2,8 milljarða inn í það. Það er að segja sá sammdráttur sem varð frá því fyrir hrun og eftir hrun. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem innanríkisráðuneytið sjálft birti á Alþingi,” segir Snorri.Í tillögum um fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023 kemur fram að markmið ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2023 er að lögregla verði í 90 prósent tilvika með laust og mannað ökutæki til að sinna brýnustu neyðarútköllum um leið og þau berast.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er í lágmarksmönnun og staðan sú að stöð sem telur allt að 60 þúsund íbúa hefur jafnvel bara tvo bíla til umráða, úti á landi er jafnvel um einn bíl að ræða.Ef það þarf að senda í útkall, jafnvel tímafrekt útkall, er þá algengt að hverfi eða bæir séu eftirlitslausir?„Já, það gerist ábyggilega á hverjum einasta degi. Oft á dag og oft á sólahring. Ef við skoðum bara Suðurlandið, fjölfarnasta ferðamannasvæði landsins. Lögreglan þar hefur bent á þessar staðreyndir um undirmönnun og fjárskort. Þannig að bíll upptekinn í uppsveitum Árnessýslu er ekki að þjónusta íbúa Árborgar á meðan, né í Hveragerði eða Þorlákshöfn eða öðrum þeim bæjum sem þar eru," segir Snorri. Lögreglumál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. Hann segir slæmt ástand innan lögreglunnar ekki einskorðast við höfuðborgarsvæðið, ástandið sé eins um allt land. Í þættinum Sprengisandi á Bylgunni í morgun tók Sigríður Andersen dómsmálaráðherra undir þær áhyggjur að lögreglumenn séu of fáir. Hún vakti mikla reiði meðal lögreglumanna í síðustu viku þegar hún sagði aldrei eins vel búið að lögreglunni og nú. Lögreglumenn segja ástandið hinsvegar svart og sleppa þurfi útköllum og forgangsraða næstum daglega. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir vanta að lágmarki 100 lögreglumenn til starfa á landinu. „Álagið er of mikið, það eru of fáir lögreglumenn að störfðum og það vantar fjármagn innan lögreglunnar, það er alveg sama hvað hver segir um það,” bendir hann á. Hann segir lausnina einfalda, það þurfi að stórauka fjárframlög til lögreglu.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Fréttablaðið/Daníel„Það þarf að hafa það í huga þegar þessar tölur eru birtar, á vef stjórnarráðsins, um fjárframlög til lögreglu vantar að minnsta kosti 2,8 milljarða inn í það. Það er að segja sá sammdráttur sem varð frá því fyrir hrun og eftir hrun. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem innanríkisráðuneytið sjálft birti á Alþingi,” segir Snorri.Í tillögum um fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023 kemur fram að markmið ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2023 er að lögregla verði í 90 prósent tilvika með laust og mannað ökutæki til að sinna brýnustu neyðarútköllum um leið og þau berast.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er í lágmarksmönnun og staðan sú að stöð sem telur allt að 60 þúsund íbúa hefur jafnvel bara tvo bíla til umráða, úti á landi er jafnvel um einn bíl að ræða.Ef það þarf að senda í útkall, jafnvel tímafrekt útkall, er þá algengt að hverfi eða bæir séu eftirlitslausir?„Já, það gerist ábyggilega á hverjum einasta degi. Oft á dag og oft á sólahring. Ef við skoðum bara Suðurlandið, fjölfarnasta ferðamannasvæði landsins. Lögreglan þar hefur bent á þessar staðreyndir um undirmönnun og fjárskort. Þannig að bíll upptekinn í uppsveitum Árnessýslu er ekki að þjónusta íbúa Árborgar á meðan, né í Hveragerði eða Þorlákshöfn eða öðrum þeim bæjum sem þar eru," segir Snorri.
Lögreglumál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira