Mjúk útganga komi sér betur fyrir Ísland Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Bresk stjórnvöld undirbúa sig undir það að yfirgefa Evrópusambandið án þess að náðst hafi samningur milli deilenda. VÍSIR/AFP Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nefndarmaður í samninganefnd Íslendinga í aðildarviðræðunum við ESB, segir að það yrði besta niðurstaðan fyrir Ísland að Bretar yrðu áfram í tollabandalaginu og/eða innri markaðnum eftir útgönguna úr Evrópusambandinu. „Þannig að EES-samningurinn héldist óbreyttur,“ segir Þorsteinn. Hins vegar segir hann erfitt að sjá hvernig fer. „Bretar eru búnir að eyða tveimur árum í að slást innbyrðis og reyna að semja við sjálfa sig. Þeim hefur ekki einu sinni tekist það. Ég held að Evrópusambandið muni leggja sig mikið fram um að ná samningi. Það er heldur ekki góð staða fyrir ESB ef Bretar fara og það verður enginn samningur,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherraVísirHann segir stefnuna í útgöngumálinu sem ríkisstjórn Theresu May samþykkti á fundi á föstudag ólíklega geta orðið samningsniðurstöðu. Hún sé byggð á mikilli óskhyggju eða draumsýn. Í henni er kveðið á um að binda enda á frjálsan flutning fólks innan EES og frelsi til gerðar fríverslunarsamninga auk þess að eiga áfram aðild að innri markaðnum. Líklegt þykir að samninganefnd ESB undir forystu Michels Barnier myndi fara fram á umtalsverðar málamiðlanir. Þorsteinn segir að kenna megi plaggið sem samþykkt var á föstudag við „mjúkt“ Brexit en að það sé einfaldlega óraunsætt að stefnan gangi upp gagnvart öðrum bandalagsþjóðum. Þá hafi „hægri öfgaarmurinn í flokknum“ snúist gegn stefnunni. Tveir varaformenn breska Íhaldsflokksins sögðu af sér í gær vegna þeirrar stefnu. Varaformennirnir, Maria Caulfield og Ben Bradley, sögðu að með stefnunni væri May að færa Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, lykilinn að forsætisráðuneytinu á silfurfati. Áður höfðu þrír ráðherrar sagt af sér. Ýmsir í Íhaldsflokknum vilja svokallaða „harða“ útgöngu sem felur í sér að Bretar yfirgefi innri markaðinn og tollabandalagið alfarið og semji sjálfir um nýja fríverslunarsamninga. Staða forsætisráðherrans er því erfið. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nefndarmaður í samninganefnd Íslendinga í aðildarviðræðunum við ESB, segir að það yrði besta niðurstaðan fyrir Ísland að Bretar yrðu áfram í tollabandalaginu og/eða innri markaðnum eftir útgönguna úr Evrópusambandinu. „Þannig að EES-samningurinn héldist óbreyttur,“ segir Þorsteinn. Hins vegar segir hann erfitt að sjá hvernig fer. „Bretar eru búnir að eyða tveimur árum í að slást innbyrðis og reyna að semja við sjálfa sig. Þeim hefur ekki einu sinni tekist það. Ég held að Evrópusambandið muni leggja sig mikið fram um að ná samningi. Það er heldur ekki góð staða fyrir ESB ef Bretar fara og það verður enginn samningur,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherraVísirHann segir stefnuna í útgöngumálinu sem ríkisstjórn Theresu May samþykkti á fundi á föstudag ólíklega geta orðið samningsniðurstöðu. Hún sé byggð á mikilli óskhyggju eða draumsýn. Í henni er kveðið á um að binda enda á frjálsan flutning fólks innan EES og frelsi til gerðar fríverslunarsamninga auk þess að eiga áfram aðild að innri markaðnum. Líklegt þykir að samninganefnd ESB undir forystu Michels Barnier myndi fara fram á umtalsverðar málamiðlanir. Þorsteinn segir að kenna megi plaggið sem samþykkt var á föstudag við „mjúkt“ Brexit en að það sé einfaldlega óraunsætt að stefnan gangi upp gagnvart öðrum bandalagsþjóðum. Þá hafi „hægri öfgaarmurinn í flokknum“ snúist gegn stefnunni. Tveir varaformenn breska Íhaldsflokksins sögðu af sér í gær vegna þeirrar stefnu. Varaformennirnir, Maria Caulfield og Ben Bradley, sögðu að með stefnunni væri May að færa Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, lykilinn að forsætisráðuneytinu á silfurfati. Áður höfðu þrír ráðherrar sagt af sér. Ýmsir í Íhaldsflokknum vilja svokallaða „harða“ útgöngu sem felur í sér að Bretar yfirgefi innri markaðinn og tollabandalagið alfarið og semji sjálfir um nýja fríverslunarsamninga. Staða forsætisráðherrans er því erfið.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37
Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10
Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34
Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21