Rjómabústýrur strokkuðu smjör og seldu sem danskt til Englands Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júlí 2018 15:30 Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga. Stöð 2/Einar Árnason. Fornaldarvélar Rjómabúsins á Baugsstöðum austan Stokkseyrar verða gangsettar fyrir ferðamenn allar helgar í júlí og ágúst. Það þótti einstakt fyrir rúmri öld að konur stýrðu þar iðnrekstri til að framleiða danskt smjör en rjómabústýrur ráku búið allt til ársins 1952. Rjómabúið, sem stofnað var árið 1905, er einstakt á landsvísu, ekki síst vegna vatnshjólsins. Það er dæmi um vatnsaflsvirkjun í sinni frumlegustu mynd en vatnshjólið knúði maskínuverk innandyra sem framleiddi smjör. Rjómabúin voru forverar mjólkurbúanna og urðu alls 34 á landinu á blómaskeiði sínu snemma á 20. öld, og á Baugsstöðum má enn sjá lifandi minjar um þennan iðnað. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá forstöðumann Byggðasafns Árnesinga, Lýð Pálsson, setja tækjabúnaðinn í gang. Lýður sýnir hvernig smjörið var strokkað með vatnsafli frá vatnshjólinu.Stöð 2/Einar Árnason.Rjóminn var settur í smjörstrokk og smjörið síðan fært yfir á hnoðunarborð og saltað. Að lokum var smjörið pressað í stykki og selt á Englandsmarkað sem danskt smjör undir vöruheitinu „Danish butter“. „Við vorum náttúrlega hluti af Danaveldi á þessum tíma,“ segir Lýður. Það voru sérmenntaðar rjómabústýrur sem ráku búið fyrir hönd bænda í Flóanum en fátítt var á þeim tíma að konur stýrðu iðnrekstri.Rjómabústýran Margrét Júníusdóttir, önnur frá vinstri, og aðstoðarkonur hennar, Margrét Andrésdóttir, til vinstri, og hægramegin Ágústa Júníusdóttir og Guðrún Andrésdóttir.Úr bókinni/Rjómabúið á Baugsstöðum 100 ára.„Og þær síðustu, Margrét og Guðrún, þær biðu rólegar eftir því að Mjólkurbú Flóamanna færi á hausinn. En það gerðist aldrei og rjómabúið var rekið til 1952.“ Búið verður opið á laugardögum og sunnudögum í júlí og ágúst milli klukkan eitt og sex og vélarnar gangsettar fyrir gesti. Utan þess tíma er tekið á móti hópum. Vatnshjólið er meðal þess sem gerir Rjómabúið einstakt. Það er um fjóra kílómetra austan Stokkseyrar.Stöð 2/Einar Árnason.„Og græjurnar þær virka alveg fullkomlega. Og eins og þið sjáið hérna bak við okkur; hjólið - það snýst og snýst,“ segir forstöðumaður Byggðasafn Árnesinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Fornaldarvélar Rjómabúsins á Baugsstöðum austan Stokkseyrar verða gangsettar fyrir ferðamenn allar helgar í júlí og ágúst. Það þótti einstakt fyrir rúmri öld að konur stýrðu þar iðnrekstri til að framleiða danskt smjör en rjómabústýrur ráku búið allt til ársins 1952. Rjómabúið, sem stofnað var árið 1905, er einstakt á landsvísu, ekki síst vegna vatnshjólsins. Það er dæmi um vatnsaflsvirkjun í sinni frumlegustu mynd en vatnshjólið knúði maskínuverk innandyra sem framleiddi smjör. Rjómabúin voru forverar mjólkurbúanna og urðu alls 34 á landinu á blómaskeiði sínu snemma á 20. öld, og á Baugsstöðum má enn sjá lifandi minjar um þennan iðnað. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá forstöðumann Byggðasafns Árnesinga, Lýð Pálsson, setja tækjabúnaðinn í gang. Lýður sýnir hvernig smjörið var strokkað með vatnsafli frá vatnshjólinu.Stöð 2/Einar Árnason.Rjóminn var settur í smjörstrokk og smjörið síðan fært yfir á hnoðunarborð og saltað. Að lokum var smjörið pressað í stykki og selt á Englandsmarkað sem danskt smjör undir vöruheitinu „Danish butter“. „Við vorum náttúrlega hluti af Danaveldi á þessum tíma,“ segir Lýður. Það voru sérmenntaðar rjómabústýrur sem ráku búið fyrir hönd bænda í Flóanum en fátítt var á þeim tíma að konur stýrðu iðnrekstri.Rjómabústýran Margrét Júníusdóttir, önnur frá vinstri, og aðstoðarkonur hennar, Margrét Andrésdóttir, til vinstri, og hægramegin Ágústa Júníusdóttir og Guðrún Andrésdóttir.Úr bókinni/Rjómabúið á Baugsstöðum 100 ára.„Og þær síðustu, Margrét og Guðrún, þær biðu rólegar eftir því að Mjólkurbú Flóamanna færi á hausinn. En það gerðist aldrei og rjómabúið var rekið til 1952.“ Búið verður opið á laugardögum og sunnudögum í júlí og ágúst milli klukkan eitt og sex og vélarnar gangsettar fyrir gesti. Utan þess tíma er tekið á móti hópum. Vatnshjólið er meðal þess sem gerir Rjómabúið einstakt. Það er um fjóra kílómetra austan Stokkseyrar.Stöð 2/Einar Árnason.„Og græjurnar þær virka alveg fullkomlega. Og eins og þið sjáið hérna bak við okkur; hjólið - það snýst og snýst,“ segir forstöðumaður Byggðasafn Árnesinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira