Fækkun bólusettra leiðir til metfjölda mislingasmita í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 13:08 Fjöldi fólks hefur ákveðið að sleppa bólusetningum fyrir sig eða börn sín vegna falsks áróðurs ýmis konar kuklara undanfarin ár. Vísir/Getty Á fjórða tug manna lét lífið af völdum mislinga í Evrópu á fyrri helmingi ársins. Fjöldi mislingatilfella í álfunni hefur slegið met en sérfræðingar rekja fjölgun smita afleiðingu af því að færri láti nú bólusetja sig eða börnin sín en áður. Alls hafa fleiri en 41.000 manns greinst með mislinga í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í fyrra voru tilfellin 23.927 og 5.273 árið áður. Dauðsföllin eru 37 talsins það sem af er árinu. Langflest tilfellin hafa greinst í Úkraínu, alls rúmlega 23.000. Fleiri en þúsund tilfelli greindust í sex öðrum löndum: Frakklandi, Georgíu, Grikklandi, Ítalíu, Rússlandi og Serbía. Flest dauðsföll hafa verið í Serbíu, alls fjórtán. „Þessi hlutfallslega afturför sýnir að allir þeir sem eru ekki fullbólusettir eru viðkvæmir, óháð því hvar þeir búa og öll lönd verða að halda áfram að auka bólusetningartíðni og stoppa upp í göt í ónæmi,“ segir Nedret Emiroglu frá WHO. Fölsk bresk rannsókn sem gerð var fyrir tuttugu árum og tengdi einhverfu við MMR-bóluefni olli því að traust sumra á bólusetningum minnkaði. Andstæðingar bólusetninga vísa enn til hennar til að ala á ótta við bólusetningar þrátt fyrir að fjöldi rannsókna hafi hrakið niðurstöður bresks læknis. Læknirinn var fundin sekur um alvarlegt misferli í starfi vegna rannsóknarinnar og niðurstaðna hennar sem hann birti í læknaritinu Lancet árið 1998. Hann var sviptur lækningaleyfi í kjölfarið. Bólusetningar Georgía Heilbrigðismál Serbía Tengdar fréttir Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Á fjórða tug manna lét lífið af völdum mislinga í Evrópu á fyrri helmingi ársins. Fjöldi mislingatilfella í álfunni hefur slegið met en sérfræðingar rekja fjölgun smita afleiðingu af því að færri láti nú bólusetja sig eða börnin sín en áður. Alls hafa fleiri en 41.000 manns greinst með mislinga í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í fyrra voru tilfellin 23.927 og 5.273 árið áður. Dauðsföllin eru 37 talsins það sem af er árinu. Langflest tilfellin hafa greinst í Úkraínu, alls rúmlega 23.000. Fleiri en þúsund tilfelli greindust í sex öðrum löndum: Frakklandi, Georgíu, Grikklandi, Ítalíu, Rússlandi og Serbía. Flest dauðsföll hafa verið í Serbíu, alls fjórtán. „Þessi hlutfallslega afturför sýnir að allir þeir sem eru ekki fullbólusettir eru viðkvæmir, óháð því hvar þeir búa og öll lönd verða að halda áfram að auka bólusetningartíðni og stoppa upp í göt í ónæmi,“ segir Nedret Emiroglu frá WHO. Fölsk bresk rannsókn sem gerð var fyrir tuttugu árum og tengdi einhverfu við MMR-bóluefni olli því að traust sumra á bólusetningum minnkaði. Andstæðingar bólusetninga vísa enn til hennar til að ala á ótta við bólusetningar þrátt fyrir að fjöldi rannsókna hafi hrakið niðurstöður bresks læknis. Læknirinn var fundin sekur um alvarlegt misferli í starfi vegna rannsóknarinnar og niðurstaðna hennar sem hann birti í læknaritinu Lancet árið 1998. Hann var sviptur lækningaleyfi í kjölfarið.
Bólusetningar Georgía Heilbrigðismál Serbía Tengdar fréttir Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16
Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28