Gera ráð fyrir að bílaumferð víki fyrir gangandi vegfarendum við Hlemm Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. ágúst 2018 20:59 Bílaumferð víkur fyrir gangandi vegfarendum í tillögum að nýju heildarútliti svæðisins við Hlemm. Samgöngustjóri Reykjavíkur vonar að framkvæmdir geti hafist næsta sumar, en nýtt deiliskipulag fer í vinnslu í haust. Í dag er svæðið kringum Hlemm að mestu undirlagt bílaumferð. Einkabílar og strætisvagnar flæða niður Laugaveg og Hverfisgötu að hluta og auk þess í báðar áttir á Rauðarárstíg. Í tillögum arkitekta að nýju heildarútliti fyrir svæðið er aftur á móti gert ráð fyrir að götur víki í talsverðum mæli og meira rými fari undir gangandi og hjólandi vegfarendur. Tillaga DLD arkitektastofunnar er ein þriggja sem fram komu í hugmyndasamkeppni borgarinnar í vor. Stofurnar Mandaworks og Landslag áttu þar einnig tillögur, en samgöngustjóri borgarinnar segir nýtt deiliskipulag svæðisins taka mið af tillögunum. „Næsta sumar, ef deiliskipulag gengur í gegn í vetur og við getum farið að undirbúa einhverjar framkvæmdir, getum við farið að vinna eitthvað af þessu, en þetta tekur töluverðan tíma,“ segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur. Hann segir ekki standa til að Strætó víki af svæðinu, en þó standi enn til að svæðið umhverfis BSÍ í Vatnsmýri verði að aðalmiðstöð almenningssamgangna á komandi árum. „Hlemmur verður áfram mikilvægur hlekkur í öllu almenningssamgöngukerfi borgarinnar, þó meginskiptikerfið eigi að færast niður á U-reit, þ.e. hjá BSÍ,“ segir Þorsteinn.Vilja skapa aðstæður fyrir lifandi mannlíf Borgaryfirvöld stóðu fyrir samgöngutalningu við Hlemm í sumar þar sem áætlað var að milli klukkan 8 að morgni og 9 á kvöldi færu um 20 þúsund gangandi vegfarendur um svæðið og um 7 þúsund einkabílar. „Við sjáum náttúrulega bara á talningunum í dag að hér er margfalt meira af gangandi vegfarendum sem eiga hér leið um heldur en bílum, svo við ætlum bara að ýta undir og styðja það. Veita sem bestar aðstæður fyrir lifandi mannlíf,“ segir Þorsteinn. En er ekki þrengt um of að einkabílnum í þeim tillögum sem gerðar hafa verið?„Meðal þess sem verið er að skoða hér er að koma fyrir hringtorgi á Snorrabraut við mót Borgartúns og Bríetartúns, þannig að þar opnar önnur tenging sem kæmi þá í staðinn fyrir tenginguna hér, þannig að það er alls ekki að neinu marki verið að þrengja að umferð einkabíla.“ Strætó Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Bílaumferð víkur fyrir gangandi vegfarendum í tillögum að nýju heildarútliti svæðisins við Hlemm. Samgöngustjóri Reykjavíkur vonar að framkvæmdir geti hafist næsta sumar, en nýtt deiliskipulag fer í vinnslu í haust. Í dag er svæðið kringum Hlemm að mestu undirlagt bílaumferð. Einkabílar og strætisvagnar flæða niður Laugaveg og Hverfisgötu að hluta og auk þess í báðar áttir á Rauðarárstíg. Í tillögum arkitekta að nýju heildarútliti fyrir svæðið er aftur á móti gert ráð fyrir að götur víki í talsverðum mæli og meira rými fari undir gangandi og hjólandi vegfarendur. Tillaga DLD arkitektastofunnar er ein þriggja sem fram komu í hugmyndasamkeppni borgarinnar í vor. Stofurnar Mandaworks og Landslag áttu þar einnig tillögur, en samgöngustjóri borgarinnar segir nýtt deiliskipulag svæðisins taka mið af tillögunum. „Næsta sumar, ef deiliskipulag gengur í gegn í vetur og við getum farið að undirbúa einhverjar framkvæmdir, getum við farið að vinna eitthvað af þessu, en þetta tekur töluverðan tíma,“ segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur. Hann segir ekki standa til að Strætó víki af svæðinu, en þó standi enn til að svæðið umhverfis BSÍ í Vatnsmýri verði að aðalmiðstöð almenningssamgangna á komandi árum. „Hlemmur verður áfram mikilvægur hlekkur í öllu almenningssamgöngukerfi borgarinnar, þó meginskiptikerfið eigi að færast niður á U-reit, þ.e. hjá BSÍ,“ segir Þorsteinn.Vilja skapa aðstæður fyrir lifandi mannlíf Borgaryfirvöld stóðu fyrir samgöngutalningu við Hlemm í sumar þar sem áætlað var að milli klukkan 8 að morgni og 9 á kvöldi færu um 20 þúsund gangandi vegfarendur um svæðið og um 7 þúsund einkabílar. „Við sjáum náttúrulega bara á talningunum í dag að hér er margfalt meira af gangandi vegfarendum sem eiga hér leið um heldur en bílum, svo við ætlum bara að ýta undir og styðja það. Veita sem bestar aðstæður fyrir lifandi mannlíf,“ segir Þorsteinn. En er ekki þrengt um of að einkabílnum í þeim tillögum sem gerðar hafa verið?„Meðal þess sem verið er að skoða hér er að koma fyrir hringtorgi á Snorrabraut við mót Borgartúns og Bríetartúns, þannig að þar opnar önnur tenging sem kæmi þá í staðinn fyrir tenginguna hér, þannig að það er alls ekki að neinu marki verið að þrengja að umferð einkabíla.“
Strætó Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira