Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. júní 2018 20:45 Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. Leikskólamál voru flestum ef ekki öllum flokkum ofarlega í huga í aðdraganda kosninga og í gær kynnti nýr meirihluti í Reykjavík stefnu sína í leikskólamálum. Meðal annars hyggst nýr meirihluti fjölga ungbarnadeildum, byggja fleiri leikskóla, auka faglegt frelsi kennara og hafa sumaropnun í tilraunaskyni í einum leikskóla í hverju hverfi. Það gæti þó reynst þrautin þyngri að fá fólk til starfa til að mæta þessari fjölgun plássa sem stefnt er að, að mati nokkurra leikskólastjórnenda sem fréttastofa ræddi við í dag. Ein þeirra er Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjóri á leikskólanum Sólborg. „Síðasta haust þá vantaði 130 stöðugildi. Núna eftir síðustu talningu sem að við leikskólastjórarfengum þá vantar 200 stöðugildi fyrir næsta haust,” segir Guðrún Jóna. „Við þurfum ekki stækkun akkúrat núna, við þurfum að passa upp á það sem að við höfum.” Hún fagnar því að til standi að stytta vinnuvikuna og bæta kjör leikskólakennara líkt og kveðið er á um í meirihlutasáttmálanum en annað telur hún skjóta skökku við. Til að mynda hafi gengið það illa að manna að launaafgangi hafi verið skilað.Hlutfall faglærðra leikskólakennara lægst í Reykjavík „Það sem af er komið af árinu 2018 þá liggur eftir svona um 25 milljónir á mánuði í launaafgangi. Og það sýnir okkur að aukningin frá síðasta ári er um sjö milljónir á mánuði sem er í launaafgang,” útskýrir Guðrún, en árið 2017 var launaafgangurinn um 18 milljónir á mánuði. Þá segir hún nýliðun í stéttinni gríðarlegt áhyggjuefni en aðeins 4% leikskólakennara í landinu eru undir 32 ára aldri. „Leikskólakennarar sem að starfa á gólfinu, þá er ég að meina leikskólakennarar sem eru ekki stjórnendur, leikskólastjórar eða aðstoðarleikskólastjórar, þeir eru bara að verða um 25% af starfsmannahópnum.” Sérstaklega sé þetta áhyggjuefni í Reykjavík. „Við erum með lægsta faghlutfallið inni á leikskólum á öllu landinu og við erum höfuðborgin og ættum að standa mun betur að vígi í þessum málum,” segir Guðrún Jóna. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. Leikskólamál voru flestum ef ekki öllum flokkum ofarlega í huga í aðdraganda kosninga og í gær kynnti nýr meirihluti í Reykjavík stefnu sína í leikskólamálum. Meðal annars hyggst nýr meirihluti fjölga ungbarnadeildum, byggja fleiri leikskóla, auka faglegt frelsi kennara og hafa sumaropnun í tilraunaskyni í einum leikskóla í hverju hverfi. Það gæti þó reynst þrautin þyngri að fá fólk til starfa til að mæta þessari fjölgun plássa sem stefnt er að, að mati nokkurra leikskólastjórnenda sem fréttastofa ræddi við í dag. Ein þeirra er Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjóri á leikskólanum Sólborg. „Síðasta haust þá vantaði 130 stöðugildi. Núna eftir síðustu talningu sem að við leikskólastjórarfengum þá vantar 200 stöðugildi fyrir næsta haust,” segir Guðrún Jóna. „Við þurfum ekki stækkun akkúrat núna, við þurfum að passa upp á það sem að við höfum.” Hún fagnar því að til standi að stytta vinnuvikuna og bæta kjör leikskólakennara líkt og kveðið er á um í meirihlutasáttmálanum en annað telur hún skjóta skökku við. Til að mynda hafi gengið það illa að manna að launaafgangi hafi verið skilað.Hlutfall faglærðra leikskólakennara lægst í Reykjavík „Það sem af er komið af árinu 2018 þá liggur eftir svona um 25 milljónir á mánuði í launaafgangi. Og það sýnir okkur að aukningin frá síðasta ári er um sjö milljónir á mánuði sem er í launaafgang,” útskýrir Guðrún, en árið 2017 var launaafgangurinn um 18 milljónir á mánuði. Þá segir hún nýliðun í stéttinni gríðarlegt áhyggjuefni en aðeins 4% leikskólakennara í landinu eru undir 32 ára aldri. „Leikskólakennarar sem að starfa á gólfinu, þá er ég að meina leikskólakennarar sem eru ekki stjórnendur, leikskólastjórar eða aðstoðarleikskólastjórar, þeir eru bara að verða um 25% af starfsmannahópnum.” Sérstaklega sé þetta áhyggjuefni í Reykjavík. „Við erum með lægsta faghlutfallið inni á leikskólum á öllu landinu og við erum höfuðborgin og ættum að standa mun betur að vígi í þessum málum,” segir Guðrún Jóna.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira