Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2018 17:47 Guðbergur Reynisson er annar stofnenda hópsins Stopp, hingað og ekki lengra. Mynd/Facebook/Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefur boðað forsvarsmenn þrýstihóps fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar á sinn fund. Sömu sögu er að segja af samgöngunefnd þingsins. Frá þessu greindi Guðbergur Reynisson, annar stofnenda hópsins „Stopp, hingað og ekki lengra“, í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag.Banaslys varð á Reykjanesbraut til móts við Vallahverfi í Hafnarfirði í gær þegar pólskur karlmaður á fertugsaldri lést. Guðbergur hótaði í kjölfarið að grípa til róttækra aðgerða og loka Reykjanesbrautinni í mótmælaskyni til að fá stjórnvöld til að ráðast þegar í stað í tvöföldun þeirra kafla sem enn á eftir að tvöfalda. Ísak Ernir Kristinsson, hinn stofnandi þrýstihópsins, kvaðst þó ekki sammála Guðbergi og sagði rétt að leið að vinna í gegnum stjórnsýsluna og á sviði stjórnmálanna.Hefur fengið nóg af aðgerðaleysi Guðbergur segist í samtali við Reykjavík síðdegis hafa fengið nóg af aðgerðaleysi stjórnvalda. „Við börðumst hérna fyrir tveimur árum síðan og fengum tvö hringtorg fyrir ofan Reykjanesbæ og Hafnaafleggjara, hættulegustu vegamótum landsins, þar var breytt legunni niður að Fitjum. Í þeim kafla fengum við samþykkt inn í samgönguáætlun, Reykjanesbrautina, og komumst að því að það hafði ekki verið neitt skrifað um Reykjanesbrautina síðan 2008.“ Hann segir að tíð ríkisstjórnarslipti og fleira hafi svo flækt málin. „Þá komumst við að því að Reykjanesbrautin, frá Hvassahrauni sérstaklega til Krýsuvíkurafleggjara, að framkvæmdinni verður ekki lokið fyrr en 2033. Það finnst finnst mér og okkur allt of seint í messunni.“Ísak Ernir Kristinsson er annar stofnenda þrýstihópsins Stopp, hingað og ekki lengra.Mynd úr einkasafniÞarf alltaf banaslys til að fólk vakni Guðbergur segir að í úttekt Ólafs Guðmundssonar umferðarsérfræðings eru hættulegustu vegir landsins innanbæjar í Reykjavík, Miklabraut og Bústaðavegur hættulegastir. „En þar á eftir, í fimmta sæti, er Reykjanesbrautin, frá Kaldárdalshólnum til Hvassahrauns. Það er minni hætta hérna megin [nær Reykjanesbæ] þar sem hraðinn hefur minnkað út af hringtorgunum. Kaldársel til [Krýsavíkurafleggjara] er kominn inn í áætlunina og á að byrja á því strax. Það er áætlað 2,3 milljarðar. Restin, frá Krýsavíkurafleggjara og út að Hvassahrauni eru 3,3 milljarðar.“ Hann segir skelfilegt að alltaf þurfi banaslys til að fólki vakni. „Við þurfum alltaf að standa upp á afturlappirnar allir hérna. Ég hef fengið ótrúlega hvatningu eftir að ég hótaði því að fara út að loka Reykjanesbrautinni.“Veit um jarðvinnuverktaka í verkið Guðbergur segir að samgönguráðherra hafi óskað eftir fundi með fulltrúum þrýstihópsins, og samgöngunefnd þingsins. „Ég er búinn að hitta jarðvinnuverktaka sem er tilbúinn að fara í þessa leið sem við erum að tala fyrir, að það verði strax hugað að umferðaröryggi og það verði klárað verkið, en að jarðvinnuverktakinn fái það greitt eftir samgönguáætlun.“Og hann fengi þá ekki greitt fyrr en að mörgum árum liðnum?„Þetta er þá örugglega eitthvað svipuð hugsun og með Spöl. Þeir fóru í framkvæmdina, fengu hana fjármagnaða og fengu hana borgaða með veggjöldum. Hann myndi örugglega geta fengið út á þetta loforð ríkisstjórnarinnar einhvers staðar lán til að klára þetta. Svo fær hann borgað, eftir því að ríkið… Þetta er bara samningsatriði. Þetta er ekki flókið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Stofnandi þrýstihópsins alfarið á móti lokun Reykjanesbrautar Ísak Ernir Kristinsson, annar stofnenda þrýstihóps um að stjórnvöld klári tvöföldun Reykjanesbrautar, kveðst ekki sammála Guðbergi Reynissyni, hinum stofnenda hópsins, um að vegurinn verði lokaður í mótmælaskyni. 28. október 2018 23:57 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefur boðað forsvarsmenn þrýstihóps fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar á sinn fund. Sömu sögu er að segja af samgöngunefnd þingsins. Frá þessu greindi Guðbergur Reynisson, annar stofnenda hópsins „Stopp, hingað og ekki lengra“, í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag.Banaslys varð á Reykjanesbraut til móts við Vallahverfi í Hafnarfirði í gær þegar pólskur karlmaður á fertugsaldri lést. Guðbergur hótaði í kjölfarið að grípa til róttækra aðgerða og loka Reykjanesbrautinni í mótmælaskyni til að fá stjórnvöld til að ráðast þegar í stað í tvöföldun þeirra kafla sem enn á eftir að tvöfalda. Ísak Ernir Kristinsson, hinn stofnandi þrýstihópsins, kvaðst þó ekki sammála Guðbergi og sagði rétt að leið að vinna í gegnum stjórnsýsluna og á sviði stjórnmálanna.Hefur fengið nóg af aðgerðaleysi Guðbergur segist í samtali við Reykjavík síðdegis hafa fengið nóg af aðgerðaleysi stjórnvalda. „Við börðumst hérna fyrir tveimur árum síðan og fengum tvö hringtorg fyrir ofan Reykjanesbæ og Hafnaafleggjara, hættulegustu vegamótum landsins, þar var breytt legunni niður að Fitjum. Í þeim kafla fengum við samþykkt inn í samgönguáætlun, Reykjanesbrautina, og komumst að því að það hafði ekki verið neitt skrifað um Reykjanesbrautina síðan 2008.“ Hann segir að tíð ríkisstjórnarslipti og fleira hafi svo flækt málin. „Þá komumst við að því að Reykjanesbrautin, frá Hvassahrauni sérstaklega til Krýsuvíkurafleggjara, að framkvæmdinni verður ekki lokið fyrr en 2033. Það finnst finnst mér og okkur allt of seint í messunni.“Ísak Ernir Kristinsson er annar stofnenda þrýstihópsins Stopp, hingað og ekki lengra.Mynd úr einkasafniÞarf alltaf banaslys til að fólk vakni Guðbergur segir að í úttekt Ólafs Guðmundssonar umferðarsérfræðings eru hættulegustu vegir landsins innanbæjar í Reykjavík, Miklabraut og Bústaðavegur hættulegastir. „En þar á eftir, í fimmta sæti, er Reykjanesbrautin, frá Kaldárdalshólnum til Hvassahrauns. Það er minni hætta hérna megin [nær Reykjanesbæ] þar sem hraðinn hefur minnkað út af hringtorgunum. Kaldársel til [Krýsavíkurafleggjara] er kominn inn í áætlunina og á að byrja á því strax. Það er áætlað 2,3 milljarðar. Restin, frá Krýsavíkurafleggjara og út að Hvassahrauni eru 3,3 milljarðar.“ Hann segir skelfilegt að alltaf þurfi banaslys til að fólki vakni. „Við þurfum alltaf að standa upp á afturlappirnar allir hérna. Ég hef fengið ótrúlega hvatningu eftir að ég hótaði því að fara út að loka Reykjanesbrautinni.“Veit um jarðvinnuverktaka í verkið Guðbergur segir að samgönguráðherra hafi óskað eftir fundi með fulltrúum þrýstihópsins, og samgöngunefnd þingsins. „Ég er búinn að hitta jarðvinnuverktaka sem er tilbúinn að fara í þessa leið sem við erum að tala fyrir, að það verði strax hugað að umferðaröryggi og það verði klárað verkið, en að jarðvinnuverktakinn fái það greitt eftir samgönguáætlun.“Og hann fengi þá ekki greitt fyrr en að mörgum árum liðnum?„Þetta er þá örugglega eitthvað svipuð hugsun og með Spöl. Þeir fóru í framkvæmdina, fengu hana fjármagnaða og fengu hana borgaða með veggjöldum. Hann myndi örugglega geta fengið út á þetta loforð ríkisstjórnarinnar einhvers staðar lán til að klára þetta. Svo fær hann borgað, eftir því að ríkið… Þetta er bara samningsatriði. Þetta er ekki flókið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Stofnandi þrýstihópsins alfarið á móti lokun Reykjanesbrautar Ísak Ernir Kristinsson, annar stofnenda þrýstihóps um að stjórnvöld klári tvöföldun Reykjanesbrautar, kveðst ekki sammála Guðbergi Reynissyni, hinum stofnenda hópsins, um að vegurinn verði lokaður í mótmælaskyni. 28. október 2018 23:57 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Stofnandi þrýstihópsins alfarið á móti lokun Reykjanesbrautar Ísak Ernir Kristinsson, annar stofnenda þrýstihóps um að stjórnvöld klári tvöföldun Reykjanesbrautar, kveðst ekki sammála Guðbergi Reynissyni, hinum stofnenda hópsins, um að vegurinn verði lokaður í mótmælaskyni. 28. október 2018 23:57