Frávik í greiðslum Tryggingastofnunar aukist um milljarð Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. maí 2018 12:02 Frávik jukust um meira en milljarð á milli ára FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ofgreiðslur og vangreiðslur Tryggingastofnunar námu rúmum milljarði meira í fyrra en árið á undan. Forstjóri Tryggingastofnunar segir það liggja í eðli tekjutengdra bóta að erfitt sé að áætla þær fyrirfram og því þurfi að endurreikna greiðslur til langflestra. Frávik í tekjutengdum greiðslum Tryggingastofnunar eru töluverð. Síðustu tvö ár hefur þurft að endurreikna greiðslur um áttatíu og átta prósent lífeyrisþega. Þar af reyndist nákvæmlega helmingur hafa fengið ofgreitt, 44%, og hinn helmingurinn fékk vangreitt. Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, segir lagaumhverfið hafa mikið um það að segja hversu mikil frávikin séu. „Þessi prósentutala hefur verið að lækka frekar en hitt,“ segir Sigríður. „En allar lagabreytingar geta haft áhrif á hversu kvikar þessar greiðslur eru. Semsagt hvað tekjur mega breytast mikið áður en okkar greiðslur breytast. Allt er þetta byggt á tekjuáætlunum.“ Búið er að endurreikna greiðslur síðasta árs. Þrátt fyrir að frávikin séu svipað mörg og árið á undan eru upphæðirnar töluvert hærri. Árið 2016 námu vangreiðslur um tveimur milljörðum króna en í fyrra voru þær 2,6 milljarðar. Þá fóru ofgreiðslur úr 3,4 milljörðum upp í 3,9 milljarða. Sigríður segir það skýrast af því að sjálfar lífeyrisgreiðslurnar hafi hækkað. „Það var veruleg hækkun á lífeyri á þessu ári sem við erum núna að endurreikna, það er að segja 2017,“ segir Sigríður. „Þá voru verulegar hækkanir á greiðslum til ellilífeyrisþega. Það skilar sér í hækkun á frávikum, eðlilega. Svo fjölgaði örorkulífeyrisþegum einnig.“ Þar sem greiðslur Tryggingastofnunar byggja á tekjuáætlun og tekjutengingu er í raun ómögulegt að komast hjá því að ofgreiða og vangreiða háar upphæðir á hverju ári. „Tekjutengingar eru miklar í okkar almannatryggingakerfi,“ segir Sigríður. „Það liggur aldrei endanlega fyrir hverjar tekjur viðkomandi eru fyrr en upplýsingar liggja fyrir hjá skattinum. Þannig að ef við ætlum að tryggja réttar greiðslur er mjög mikilvægt að vera með endurreikning eins og þennan. Það er síðan alltaf spurning hversu miklar tekjutengingarnar eiga að vera. Ef þær eru minni þá eru áhrif þessa endurreiknings minni á heildargreiðslur og leiðréttingarnar ekki eins viðamiklar.“ Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Ofgreiðslur og vangreiðslur Tryggingastofnunar námu rúmum milljarði meira í fyrra en árið á undan. Forstjóri Tryggingastofnunar segir það liggja í eðli tekjutengdra bóta að erfitt sé að áætla þær fyrirfram og því þurfi að endurreikna greiðslur til langflestra. Frávik í tekjutengdum greiðslum Tryggingastofnunar eru töluverð. Síðustu tvö ár hefur þurft að endurreikna greiðslur um áttatíu og átta prósent lífeyrisþega. Þar af reyndist nákvæmlega helmingur hafa fengið ofgreitt, 44%, og hinn helmingurinn fékk vangreitt. Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, segir lagaumhverfið hafa mikið um það að segja hversu mikil frávikin séu. „Þessi prósentutala hefur verið að lækka frekar en hitt,“ segir Sigríður. „En allar lagabreytingar geta haft áhrif á hversu kvikar þessar greiðslur eru. Semsagt hvað tekjur mega breytast mikið áður en okkar greiðslur breytast. Allt er þetta byggt á tekjuáætlunum.“ Búið er að endurreikna greiðslur síðasta árs. Þrátt fyrir að frávikin séu svipað mörg og árið á undan eru upphæðirnar töluvert hærri. Árið 2016 námu vangreiðslur um tveimur milljörðum króna en í fyrra voru þær 2,6 milljarðar. Þá fóru ofgreiðslur úr 3,4 milljörðum upp í 3,9 milljarða. Sigríður segir það skýrast af því að sjálfar lífeyrisgreiðslurnar hafi hækkað. „Það var veruleg hækkun á lífeyri á þessu ári sem við erum núna að endurreikna, það er að segja 2017,“ segir Sigríður. „Þá voru verulegar hækkanir á greiðslum til ellilífeyrisþega. Það skilar sér í hækkun á frávikum, eðlilega. Svo fjölgaði örorkulífeyrisþegum einnig.“ Þar sem greiðslur Tryggingastofnunar byggja á tekjuáætlun og tekjutengingu er í raun ómögulegt að komast hjá því að ofgreiða og vangreiða háar upphæðir á hverju ári. „Tekjutengingar eru miklar í okkar almannatryggingakerfi,“ segir Sigríður. „Það liggur aldrei endanlega fyrir hverjar tekjur viðkomandi eru fyrr en upplýsingar liggja fyrir hjá skattinum. Þannig að ef við ætlum að tryggja réttar greiðslur er mjög mikilvægt að vera með endurreikning eins og þennan. Það er síðan alltaf spurning hversu miklar tekjutengingarnar eiga að vera. Ef þær eru minni þá eru áhrif þessa endurreiknings minni á heildargreiðslur og leiðréttingarnar ekki eins viðamiklar.“
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira