Frávik í greiðslum Tryggingastofnunar aukist um milljarð Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. maí 2018 12:02 Frávik jukust um meira en milljarð á milli ára FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ofgreiðslur og vangreiðslur Tryggingastofnunar námu rúmum milljarði meira í fyrra en árið á undan. Forstjóri Tryggingastofnunar segir það liggja í eðli tekjutengdra bóta að erfitt sé að áætla þær fyrirfram og því þurfi að endurreikna greiðslur til langflestra. Frávik í tekjutengdum greiðslum Tryggingastofnunar eru töluverð. Síðustu tvö ár hefur þurft að endurreikna greiðslur um áttatíu og átta prósent lífeyrisþega. Þar af reyndist nákvæmlega helmingur hafa fengið ofgreitt, 44%, og hinn helmingurinn fékk vangreitt. Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, segir lagaumhverfið hafa mikið um það að segja hversu mikil frávikin séu. „Þessi prósentutala hefur verið að lækka frekar en hitt,“ segir Sigríður. „En allar lagabreytingar geta haft áhrif á hversu kvikar þessar greiðslur eru. Semsagt hvað tekjur mega breytast mikið áður en okkar greiðslur breytast. Allt er þetta byggt á tekjuáætlunum.“ Búið er að endurreikna greiðslur síðasta árs. Þrátt fyrir að frávikin séu svipað mörg og árið á undan eru upphæðirnar töluvert hærri. Árið 2016 námu vangreiðslur um tveimur milljörðum króna en í fyrra voru þær 2,6 milljarðar. Þá fóru ofgreiðslur úr 3,4 milljörðum upp í 3,9 milljarða. Sigríður segir það skýrast af því að sjálfar lífeyrisgreiðslurnar hafi hækkað. „Það var veruleg hækkun á lífeyri á þessu ári sem við erum núna að endurreikna, það er að segja 2017,“ segir Sigríður. „Þá voru verulegar hækkanir á greiðslum til ellilífeyrisþega. Það skilar sér í hækkun á frávikum, eðlilega. Svo fjölgaði örorkulífeyrisþegum einnig.“ Þar sem greiðslur Tryggingastofnunar byggja á tekjuáætlun og tekjutengingu er í raun ómögulegt að komast hjá því að ofgreiða og vangreiða háar upphæðir á hverju ári. „Tekjutengingar eru miklar í okkar almannatryggingakerfi,“ segir Sigríður. „Það liggur aldrei endanlega fyrir hverjar tekjur viðkomandi eru fyrr en upplýsingar liggja fyrir hjá skattinum. Þannig að ef við ætlum að tryggja réttar greiðslur er mjög mikilvægt að vera með endurreikning eins og þennan. Það er síðan alltaf spurning hversu miklar tekjutengingarnar eiga að vera. Ef þær eru minni þá eru áhrif þessa endurreiknings minni á heildargreiðslur og leiðréttingarnar ekki eins viðamiklar.“ Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Ofgreiðslur og vangreiðslur Tryggingastofnunar námu rúmum milljarði meira í fyrra en árið á undan. Forstjóri Tryggingastofnunar segir það liggja í eðli tekjutengdra bóta að erfitt sé að áætla þær fyrirfram og því þurfi að endurreikna greiðslur til langflestra. Frávik í tekjutengdum greiðslum Tryggingastofnunar eru töluverð. Síðustu tvö ár hefur þurft að endurreikna greiðslur um áttatíu og átta prósent lífeyrisþega. Þar af reyndist nákvæmlega helmingur hafa fengið ofgreitt, 44%, og hinn helmingurinn fékk vangreitt. Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, segir lagaumhverfið hafa mikið um það að segja hversu mikil frávikin séu. „Þessi prósentutala hefur verið að lækka frekar en hitt,“ segir Sigríður. „En allar lagabreytingar geta haft áhrif á hversu kvikar þessar greiðslur eru. Semsagt hvað tekjur mega breytast mikið áður en okkar greiðslur breytast. Allt er þetta byggt á tekjuáætlunum.“ Búið er að endurreikna greiðslur síðasta árs. Þrátt fyrir að frávikin séu svipað mörg og árið á undan eru upphæðirnar töluvert hærri. Árið 2016 námu vangreiðslur um tveimur milljörðum króna en í fyrra voru þær 2,6 milljarðar. Þá fóru ofgreiðslur úr 3,4 milljörðum upp í 3,9 milljarða. Sigríður segir það skýrast af því að sjálfar lífeyrisgreiðslurnar hafi hækkað. „Það var veruleg hækkun á lífeyri á þessu ári sem við erum núna að endurreikna, það er að segja 2017,“ segir Sigríður. „Þá voru verulegar hækkanir á greiðslum til ellilífeyrisþega. Það skilar sér í hækkun á frávikum, eðlilega. Svo fjölgaði örorkulífeyrisþegum einnig.“ Þar sem greiðslur Tryggingastofnunar byggja á tekjuáætlun og tekjutengingu er í raun ómögulegt að komast hjá því að ofgreiða og vangreiða háar upphæðir á hverju ári. „Tekjutengingar eru miklar í okkar almannatryggingakerfi,“ segir Sigríður. „Það liggur aldrei endanlega fyrir hverjar tekjur viðkomandi eru fyrr en upplýsingar liggja fyrir hjá skattinum. Þannig að ef við ætlum að tryggja réttar greiðslur er mjög mikilvægt að vera með endurreikning eins og þennan. Það er síðan alltaf spurning hversu miklar tekjutengingarnar eiga að vera. Ef þær eru minni þá eru áhrif þessa endurreiknings minni á heildargreiðslur og leiðréttingarnar ekki eins viðamiklar.“
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira