Synir Netanyahu á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2018 16:30 Fimm ára gömul mynd af feðgunum við grátmúrinn í Jerúsalem. Vísir/AFP Synir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þeir Avner og Yair Netanyahu eru nú staddir á Íslandi. Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins, samkvæmt aðalræðismanni Ísraels hér á landi. Þó eru opinberir lífverðir með þeim í för samkvæmt heimildum Vísis. Öryggisgæsla bræðranna er umdeild í Ísrael en þeir eru fyrstir fullorðinna barna forsætisráðherra landsins til þess að fá fulla öryggisgæslu og var það gert gegn ráðleggingu fyrrverandi yfirmanns opinberar öryggisþjónustu landsins. Gæslan felur í sér bíla og verði, jafnvel þegar þeir eru á ferð erlendis. Yair, sem er 27 ára gamall, hefur vakið usla að undanförnu. Hann birti á dögunum mynd á Instagram með textanum: „Til fjandans með Tyrkland“. Það gerði hann skömmu eftir að til deilna kom á milli Ísrael og Tyrklands í kjölfar þess að ísraelskir hermenn skutu 62 Palestínumenn til bana á Gaza. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem færslur hans á samfélagsmiðlum vekja athygli. Talsmaður fjölskyldunnar, sagði samkvæmt Times of Israel að Yair væri ekki opinber aðili og þetta væri hans einka-Instagramsíða. Þá vakti mikla athygli í janúar þegar fjölmiðill í Ísrael birti upptöku af Yair þar sem hann var að koma af strippstað með vini sínum. Þar heyrðist hann biðja vin sinn um smá lán í staðinn fyrir það að faðir Yair, Benjamin Netanyahu, hefði útvegað föður vinar hans mikla fjármuni með samkomulagi um gasvinnslu. Skömmu seinna virtust þeir átta sig á því hvað Yair hafði sagt og sögðu öryggisverðinum sem fylgdi þeim að hann gæti verið „myrtur“ ef hann segði frá því sem hann heyrði. Lögreglan í Ísrael mældi til þess í febrúar að Benjamin Netanyahu yrði ákærður fyrir mútur og sviksemi í tveimur aðskildum málum. Avner Netanyahu, sem er 23 ára gamall, er hins vegar sagður þögull og jafnvel feiminn og starfar hann sem þjónn í Jerúsalem. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Synir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þeir Avner og Yair Netanyahu eru nú staddir á Íslandi. Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins, samkvæmt aðalræðismanni Ísraels hér á landi. Þó eru opinberir lífverðir með þeim í för samkvæmt heimildum Vísis. Öryggisgæsla bræðranna er umdeild í Ísrael en þeir eru fyrstir fullorðinna barna forsætisráðherra landsins til þess að fá fulla öryggisgæslu og var það gert gegn ráðleggingu fyrrverandi yfirmanns opinberar öryggisþjónustu landsins. Gæslan felur í sér bíla og verði, jafnvel þegar þeir eru á ferð erlendis. Yair, sem er 27 ára gamall, hefur vakið usla að undanförnu. Hann birti á dögunum mynd á Instagram með textanum: „Til fjandans með Tyrkland“. Það gerði hann skömmu eftir að til deilna kom á milli Ísrael og Tyrklands í kjölfar þess að ísraelskir hermenn skutu 62 Palestínumenn til bana á Gaza. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem færslur hans á samfélagsmiðlum vekja athygli. Talsmaður fjölskyldunnar, sagði samkvæmt Times of Israel að Yair væri ekki opinber aðili og þetta væri hans einka-Instagramsíða. Þá vakti mikla athygli í janúar þegar fjölmiðill í Ísrael birti upptöku af Yair þar sem hann var að koma af strippstað með vini sínum. Þar heyrðist hann biðja vin sinn um smá lán í staðinn fyrir það að faðir Yair, Benjamin Netanyahu, hefði útvegað föður vinar hans mikla fjármuni með samkomulagi um gasvinnslu. Skömmu seinna virtust þeir átta sig á því hvað Yair hafði sagt og sögðu öryggisverðinum sem fylgdi þeim að hann gæti verið „myrtur“ ef hann segði frá því sem hann heyrði. Lögreglan í Ísrael mældi til þess í febrúar að Benjamin Netanyahu yrði ákærður fyrir mútur og sviksemi í tveimur aðskildum málum. Avner Netanyahu, sem er 23 ára gamall, er hins vegar sagður þögull og jafnvel feiminn og starfar hann sem þjónn í Jerúsalem.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira