Synir Netanyahu á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2018 16:30 Fimm ára gömul mynd af feðgunum við grátmúrinn í Jerúsalem. Vísir/AFP Synir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þeir Avner og Yair Netanyahu eru nú staddir á Íslandi. Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins, samkvæmt aðalræðismanni Ísraels hér á landi. Þó eru opinberir lífverðir með þeim í för samkvæmt heimildum Vísis. Öryggisgæsla bræðranna er umdeild í Ísrael en þeir eru fyrstir fullorðinna barna forsætisráðherra landsins til þess að fá fulla öryggisgæslu og var það gert gegn ráðleggingu fyrrverandi yfirmanns opinberar öryggisþjónustu landsins. Gæslan felur í sér bíla og verði, jafnvel þegar þeir eru á ferð erlendis. Yair, sem er 27 ára gamall, hefur vakið usla að undanförnu. Hann birti á dögunum mynd á Instagram með textanum: „Til fjandans með Tyrkland“. Það gerði hann skömmu eftir að til deilna kom á milli Ísrael og Tyrklands í kjölfar þess að ísraelskir hermenn skutu 62 Palestínumenn til bana á Gaza. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem færslur hans á samfélagsmiðlum vekja athygli. Talsmaður fjölskyldunnar, sagði samkvæmt Times of Israel að Yair væri ekki opinber aðili og þetta væri hans einka-Instagramsíða. Þá vakti mikla athygli í janúar þegar fjölmiðill í Ísrael birti upptöku af Yair þar sem hann var að koma af strippstað með vini sínum. Þar heyrðist hann biðja vin sinn um smá lán í staðinn fyrir það að faðir Yair, Benjamin Netanyahu, hefði útvegað föður vinar hans mikla fjármuni með samkomulagi um gasvinnslu. Skömmu seinna virtust þeir átta sig á því hvað Yair hafði sagt og sögðu öryggisverðinum sem fylgdi þeim að hann gæti verið „myrtur“ ef hann segði frá því sem hann heyrði. Lögreglan í Ísrael mældi til þess í febrúar að Benjamin Netanyahu yrði ákærður fyrir mútur og sviksemi í tveimur aðskildum málum. Avner Netanyahu, sem er 23 ára gamall, er hins vegar sagður þögull og jafnvel feiminn og starfar hann sem þjónn í Jerúsalem. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Synir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þeir Avner og Yair Netanyahu eru nú staddir á Íslandi. Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins, samkvæmt aðalræðismanni Ísraels hér á landi. Þó eru opinberir lífverðir með þeim í för samkvæmt heimildum Vísis. Öryggisgæsla bræðranna er umdeild í Ísrael en þeir eru fyrstir fullorðinna barna forsætisráðherra landsins til þess að fá fulla öryggisgæslu og var það gert gegn ráðleggingu fyrrverandi yfirmanns opinberar öryggisþjónustu landsins. Gæslan felur í sér bíla og verði, jafnvel þegar þeir eru á ferð erlendis. Yair, sem er 27 ára gamall, hefur vakið usla að undanförnu. Hann birti á dögunum mynd á Instagram með textanum: „Til fjandans með Tyrkland“. Það gerði hann skömmu eftir að til deilna kom á milli Ísrael og Tyrklands í kjölfar þess að ísraelskir hermenn skutu 62 Palestínumenn til bana á Gaza. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem færslur hans á samfélagsmiðlum vekja athygli. Talsmaður fjölskyldunnar, sagði samkvæmt Times of Israel að Yair væri ekki opinber aðili og þetta væri hans einka-Instagramsíða. Þá vakti mikla athygli í janúar þegar fjölmiðill í Ísrael birti upptöku af Yair þar sem hann var að koma af strippstað með vini sínum. Þar heyrðist hann biðja vin sinn um smá lán í staðinn fyrir það að faðir Yair, Benjamin Netanyahu, hefði útvegað föður vinar hans mikla fjármuni með samkomulagi um gasvinnslu. Skömmu seinna virtust þeir átta sig á því hvað Yair hafði sagt og sögðu öryggisverðinum sem fylgdi þeim að hann gæti verið „myrtur“ ef hann segði frá því sem hann heyrði. Lögreglan í Ísrael mældi til þess í febrúar að Benjamin Netanyahu yrði ákærður fyrir mútur og sviksemi í tveimur aðskildum málum. Avner Netanyahu, sem er 23 ára gamall, er hins vegar sagður þögull og jafnvel feiminn og starfar hann sem þjónn í Jerúsalem.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira