Synir Netanyahu á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2018 16:30 Fimm ára gömul mynd af feðgunum við grátmúrinn í Jerúsalem. Vísir/AFP Synir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þeir Avner og Yair Netanyahu eru nú staddir á Íslandi. Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins, samkvæmt aðalræðismanni Ísraels hér á landi. Þó eru opinberir lífverðir með þeim í för samkvæmt heimildum Vísis. Öryggisgæsla bræðranna er umdeild í Ísrael en þeir eru fyrstir fullorðinna barna forsætisráðherra landsins til þess að fá fulla öryggisgæslu og var það gert gegn ráðleggingu fyrrverandi yfirmanns opinberar öryggisþjónustu landsins. Gæslan felur í sér bíla og verði, jafnvel þegar þeir eru á ferð erlendis. Yair, sem er 27 ára gamall, hefur vakið usla að undanförnu. Hann birti á dögunum mynd á Instagram með textanum: „Til fjandans með Tyrkland“. Það gerði hann skömmu eftir að til deilna kom á milli Ísrael og Tyrklands í kjölfar þess að ísraelskir hermenn skutu 62 Palestínumenn til bana á Gaza. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem færslur hans á samfélagsmiðlum vekja athygli. Talsmaður fjölskyldunnar, sagði samkvæmt Times of Israel að Yair væri ekki opinber aðili og þetta væri hans einka-Instagramsíða. Þá vakti mikla athygli í janúar þegar fjölmiðill í Ísrael birti upptöku af Yair þar sem hann var að koma af strippstað með vini sínum. Þar heyrðist hann biðja vin sinn um smá lán í staðinn fyrir það að faðir Yair, Benjamin Netanyahu, hefði útvegað föður vinar hans mikla fjármuni með samkomulagi um gasvinnslu. Skömmu seinna virtust þeir átta sig á því hvað Yair hafði sagt og sögðu öryggisverðinum sem fylgdi þeim að hann gæti verið „myrtur“ ef hann segði frá því sem hann heyrði. Lögreglan í Ísrael mældi til þess í febrúar að Benjamin Netanyahu yrði ákærður fyrir mútur og sviksemi í tveimur aðskildum málum. Avner Netanyahu, sem er 23 ára gamall, er hins vegar sagður þögull og jafnvel feiminn og starfar hann sem þjónn í Jerúsalem. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Synir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þeir Avner og Yair Netanyahu eru nú staddir á Íslandi. Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins, samkvæmt aðalræðismanni Ísraels hér á landi. Þó eru opinberir lífverðir með þeim í för samkvæmt heimildum Vísis. Öryggisgæsla bræðranna er umdeild í Ísrael en þeir eru fyrstir fullorðinna barna forsætisráðherra landsins til þess að fá fulla öryggisgæslu og var það gert gegn ráðleggingu fyrrverandi yfirmanns opinberar öryggisþjónustu landsins. Gæslan felur í sér bíla og verði, jafnvel þegar þeir eru á ferð erlendis. Yair, sem er 27 ára gamall, hefur vakið usla að undanförnu. Hann birti á dögunum mynd á Instagram með textanum: „Til fjandans með Tyrkland“. Það gerði hann skömmu eftir að til deilna kom á milli Ísrael og Tyrklands í kjölfar þess að ísraelskir hermenn skutu 62 Palestínumenn til bana á Gaza. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem færslur hans á samfélagsmiðlum vekja athygli. Talsmaður fjölskyldunnar, sagði samkvæmt Times of Israel að Yair væri ekki opinber aðili og þetta væri hans einka-Instagramsíða. Þá vakti mikla athygli í janúar þegar fjölmiðill í Ísrael birti upptöku af Yair þar sem hann var að koma af strippstað með vini sínum. Þar heyrðist hann biðja vin sinn um smá lán í staðinn fyrir það að faðir Yair, Benjamin Netanyahu, hefði útvegað föður vinar hans mikla fjármuni með samkomulagi um gasvinnslu. Skömmu seinna virtust þeir átta sig á því hvað Yair hafði sagt og sögðu öryggisverðinum sem fylgdi þeim að hann gæti verið „myrtur“ ef hann segði frá því sem hann heyrði. Lögreglan í Ísrael mældi til þess í febrúar að Benjamin Netanyahu yrði ákærður fyrir mútur og sviksemi í tveimur aðskildum málum. Avner Netanyahu, sem er 23 ára gamall, er hins vegar sagður þögull og jafnvel feiminn og starfar hann sem þjónn í Jerúsalem.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira