Synir Netanyahu á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2018 16:30 Fimm ára gömul mynd af feðgunum við grátmúrinn í Jerúsalem. Vísir/AFP Synir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þeir Avner og Yair Netanyahu eru nú staddir á Íslandi. Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins, samkvæmt aðalræðismanni Ísraels hér á landi. Þó eru opinberir lífverðir með þeim í för samkvæmt heimildum Vísis. Öryggisgæsla bræðranna er umdeild í Ísrael en þeir eru fyrstir fullorðinna barna forsætisráðherra landsins til þess að fá fulla öryggisgæslu og var það gert gegn ráðleggingu fyrrverandi yfirmanns opinberar öryggisþjónustu landsins. Gæslan felur í sér bíla og verði, jafnvel þegar þeir eru á ferð erlendis. Yair, sem er 27 ára gamall, hefur vakið usla að undanförnu. Hann birti á dögunum mynd á Instagram með textanum: „Til fjandans með Tyrkland“. Það gerði hann skömmu eftir að til deilna kom á milli Ísrael og Tyrklands í kjölfar þess að ísraelskir hermenn skutu 62 Palestínumenn til bana á Gaza. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem færslur hans á samfélagsmiðlum vekja athygli. Talsmaður fjölskyldunnar, sagði samkvæmt Times of Israel að Yair væri ekki opinber aðili og þetta væri hans einka-Instagramsíða. Þá vakti mikla athygli í janúar þegar fjölmiðill í Ísrael birti upptöku af Yair þar sem hann var að koma af strippstað með vini sínum. Þar heyrðist hann biðja vin sinn um smá lán í staðinn fyrir það að faðir Yair, Benjamin Netanyahu, hefði útvegað föður vinar hans mikla fjármuni með samkomulagi um gasvinnslu. Skömmu seinna virtust þeir átta sig á því hvað Yair hafði sagt og sögðu öryggisverðinum sem fylgdi þeim að hann gæti verið „myrtur“ ef hann segði frá því sem hann heyrði. Lögreglan í Ísrael mældi til þess í febrúar að Benjamin Netanyahu yrði ákærður fyrir mútur og sviksemi í tveimur aðskildum málum. Avner Netanyahu, sem er 23 ára gamall, er hins vegar sagður þögull og jafnvel feiminn og starfar hann sem þjónn í Jerúsalem. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Synir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þeir Avner og Yair Netanyahu eru nú staddir á Íslandi. Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins, samkvæmt aðalræðismanni Ísraels hér á landi. Þó eru opinberir lífverðir með þeim í för samkvæmt heimildum Vísis. Öryggisgæsla bræðranna er umdeild í Ísrael en þeir eru fyrstir fullorðinna barna forsætisráðherra landsins til þess að fá fulla öryggisgæslu og var það gert gegn ráðleggingu fyrrverandi yfirmanns opinberar öryggisþjónustu landsins. Gæslan felur í sér bíla og verði, jafnvel þegar þeir eru á ferð erlendis. Yair, sem er 27 ára gamall, hefur vakið usla að undanförnu. Hann birti á dögunum mynd á Instagram með textanum: „Til fjandans með Tyrkland“. Það gerði hann skömmu eftir að til deilna kom á milli Ísrael og Tyrklands í kjölfar þess að ísraelskir hermenn skutu 62 Palestínumenn til bana á Gaza. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem færslur hans á samfélagsmiðlum vekja athygli. Talsmaður fjölskyldunnar, sagði samkvæmt Times of Israel að Yair væri ekki opinber aðili og þetta væri hans einka-Instagramsíða. Þá vakti mikla athygli í janúar þegar fjölmiðill í Ísrael birti upptöku af Yair þar sem hann var að koma af strippstað með vini sínum. Þar heyrðist hann biðja vin sinn um smá lán í staðinn fyrir það að faðir Yair, Benjamin Netanyahu, hefði útvegað föður vinar hans mikla fjármuni með samkomulagi um gasvinnslu. Skömmu seinna virtust þeir átta sig á því hvað Yair hafði sagt og sögðu öryggisverðinum sem fylgdi þeim að hann gæti verið „myrtur“ ef hann segði frá því sem hann heyrði. Lögreglan í Ísrael mældi til þess í febrúar að Benjamin Netanyahu yrði ákærður fyrir mútur og sviksemi í tveimur aðskildum málum. Avner Netanyahu, sem er 23 ára gamall, er hins vegar sagður þögull og jafnvel feiminn og starfar hann sem þjónn í Jerúsalem.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira