Lóðir í lykilhlutverki í kappræðum oddvitanna í Kópavogi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2018 21:49 Það var fjölmennt í myndveri Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Vilhelm Helst var tekist á um lóðaúthlutanir og húsnæðismál í kappræðum fulltrúa þeirra flokka sem bjóða fram í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum á Stöð 2 í kvöld. Gengið verður til kosninga næstkomandi laugardag og mættu oddvitar þeirra níu flokka og framboða sem bjóða fram í Kópavogi í myndver Stöðvar 2 til þess að fara yfir stefnumál flokkanna.Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð hafa starfað saman í meirihluta frá síðustu kosningum og samkvæmt nýjustu könnun Fréttablaðsins er líklegt að þeir geti starfað áfram saman, sé vilji til þess. „Ég lít svo á að samstarfið gangi vel, það er mikil uppbygging í Kópavogi, mikill kraftur og það hefur gengið ágætlega og þessi meirihluti, ef það kemur eitthvað sambærilegt upp úr kössunum finnst mér eðlilegt að minnsta kosti ræða við Sjálfstæðisflokkinn en við göngum óbundin til kosninga,“ sagði Theodóra Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegs framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar í Kópavogi í þættinum.Sjá einnig:Ferðamannalandið Ísland„Ég held að það verði að draga það fram alveg sérstaklega hvað okkur hefur tekist vel með reksturinn. Við erum að skila metafgangi í rekstrarsögu Kópavogs, 2,2 milljörðum,“ sagði Ármann Kr.Einarsson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Árangurinn talar sínu máli í Kópavogi í lok þessa kjörtímabils.“Undir þetta tóku fulltrúar flestra hinna flokkanna ekki undir og voru forsvarsmenn meirihlutans helst gagnrýndir fyrir lóðaskort og húsnæðismál í Kópavogi.Frá vinstri: Arnþór Sigurðsson, Sósíalistaflokknum, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Vinstri grænum, Pétur Hrafn Sigurðsson, Samfylkingunni ,Ómar Stefánsson, Fyrir Kópavog Vísir/Vilhelm„Það er alveg ljóst að það eru nokkur mál sem betur mega fara í bænum. Þar viljum við meina lóðaúthlutun sérstaklega, þær hafa verið bara til verktakana en ekki verið fjölbreytt lóðaúthlutun til byggingarfélaga, verkalýðshreyfinga, samvinnufélaga eða námsmanna og eldri borgara,“ sagði Pétur Hrafn Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar. Undir þessa gagnrýni tók Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins.Sjá einnig: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaga „Það eru engar lóðir heldur til úthlutanir í Kópavogi. Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar að slíkt væri ekki fyrir hendi. Ekki lóð fyrir atvinnufyrirtæki eða fólk til að byggja yfir höfuðið á sér og það er eitthvað sem þarf að breyta,“ sagði Birkir Jón en benti Ármann þá á að 300 lóðum hafi verið úthlutað í Glaðheimum. „Það eru engar lóðir til úthlutunar í dag,“ svaraði Birkir Jón.Frá vinstri: Theodóra S. Þorsteinsdóttir, BF Viðreisn, Ármann Kr. Ólafsson, Sjálfstæðisflokknum, Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokknum, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Pírötum, Geir Þorsteinsson, Miðflokknum Vísir/Vilhelm.Forsvarsmenn annarra flokka vildu fá meiri kraft í að úthluta lóðum til félagasamtaka, samvinnufélaga og verkalýðshreyfingarinnar.„Það er sorglegt að það endi í þrasi á milli bæjarfulltrúa á meðan fjölskyldufólk er nánast á götunni, fjölskyldur með börn, húsnæðislaust að þvælast á milli að búa við óöryggi jafnvel í heilsuspillandi húsnæði, á meðan er verið að þrasa um hvort það er ein lóð eftir eða engin,“ sagði Margrét Júlía Rafnsdóttir, oddviti Vinstri grænna sem kallaði eftir því að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, ásamt ríkinu, tækju saman höndum í þessum málaflokki.Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar stýrði umræðum.Vísir/VilhelmGeir Þorsteinsson, oddviti Miðflokksins, var þó ekki endilega á sama máli. „Ég skil ekki upp né niður í þessu þrasi. Ég segi við fólk, við skulum fá nýtt fólk inn í bæjarstjórn sem kemur með nýjar hugmyndir og finnur lausnir á þeim vandamálum sem við blasa,“ sagði Geir.Sjá einnig: Skortur á húsnæði áskorun á næsta kjörtímabili „Við eigum bara að hætta þessu þrasi og taka lóðir og bærinn á að byggja sjálfur. Ef við förum með þetta í samstarf við önnur sveitarfélög þá gerum við eitthvað eftir tíu ár,“ sagði Arnþór Sigurðsson, oddviti Sósíalistaflokksins. „Við eigum að hafa þetta blandað en ekki eins og þetta er í dag þar sem eintómir verktakar fá lóðir, einstaklingar eiga að fá lóðir. Það áða byggja fyrir unga fólkið. Það á að byggja fyrir efnaminni.Upptökuna af kappræðunum má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. 18. maí 2018 21:30 Málefnaþáttur Stöðvar 2: Skortur á húsnæði áskorun á komandi kjörtímabili Fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis hafa farið vítt og breitt um landið og rætt við bæði frambjóðendur og kjósendur í bæði minnstu og stærstu sveitarfélögunum. 22. maí 2018 21:15 Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. 17. maí 2018 22:00 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Helst var tekist á um lóðaúthlutanir og húsnæðismál í kappræðum fulltrúa þeirra flokka sem bjóða fram í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum á Stöð 2 í kvöld. Gengið verður til kosninga næstkomandi laugardag og mættu oddvitar þeirra níu flokka og framboða sem bjóða fram í Kópavogi í myndver Stöðvar 2 til þess að fara yfir stefnumál flokkanna.Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð hafa starfað saman í meirihluta frá síðustu kosningum og samkvæmt nýjustu könnun Fréttablaðsins er líklegt að þeir geti starfað áfram saman, sé vilji til þess. „Ég lít svo á að samstarfið gangi vel, það er mikil uppbygging í Kópavogi, mikill kraftur og það hefur gengið ágætlega og þessi meirihluti, ef það kemur eitthvað sambærilegt upp úr kössunum finnst mér eðlilegt að minnsta kosti ræða við Sjálfstæðisflokkinn en við göngum óbundin til kosninga,“ sagði Theodóra Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegs framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar í Kópavogi í þættinum.Sjá einnig:Ferðamannalandið Ísland„Ég held að það verði að draga það fram alveg sérstaklega hvað okkur hefur tekist vel með reksturinn. Við erum að skila metafgangi í rekstrarsögu Kópavogs, 2,2 milljörðum,“ sagði Ármann Kr.Einarsson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Árangurinn talar sínu máli í Kópavogi í lok þessa kjörtímabils.“Undir þetta tóku fulltrúar flestra hinna flokkanna ekki undir og voru forsvarsmenn meirihlutans helst gagnrýndir fyrir lóðaskort og húsnæðismál í Kópavogi.Frá vinstri: Arnþór Sigurðsson, Sósíalistaflokknum, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Vinstri grænum, Pétur Hrafn Sigurðsson, Samfylkingunni ,Ómar Stefánsson, Fyrir Kópavog Vísir/Vilhelm„Það er alveg ljóst að það eru nokkur mál sem betur mega fara í bænum. Þar viljum við meina lóðaúthlutun sérstaklega, þær hafa verið bara til verktakana en ekki verið fjölbreytt lóðaúthlutun til byggingarfélaga, verkalýðshreyfinga, samvinnufélaga eða námsmanna og eldri borgara,“ sagði Pétur Hrafn Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar. Undir þessa gagnrýni tók Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins.Sjá einnig: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaga „Það eru engar lóðir heldur til úthlutanir í Kópavogi. Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar að slíkt væri ekki fyrir hendi. Ekki lóð fyrir atvinnufyrirtæki eða fólk til að byggja yfir höfuðið á sér og það er eitthvað sem þarf að breyta,“ sagði Birkir Jón en benti Ármann þá á að 300 lóðum hafi verið úthlutað í Glaðheimum. „Það eru engar lóðir til úthlutunar í dag,“ svaraði Birkir Jón.Frá vinstri: Theodóra S. Þorsteinsdóttir, BF Viðreisn, Ármann Kr. Ólafsson, Sjálfstæðisflokknum, Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokknum, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Pírötum, Geir Þorsteinsson, Miðflokknum Vísir/Vilhelm.Forsvarsmenn annarra flokka vildu fá meiri kraft í að úthluta lóðum til félagasamtaka, samvinnufélaga og verkalýðshreyfingarinnar.„Það er sorglegt að það endi í þrasi á milli bæjarfulltrúa á meðan fjölskyldufólk er nánast á götunni, fjölskyldur með börn, húsnæðislaust að þvælast á milli að búa við óöryggi jafnvel í heilsuspillandi húsnæði, á meðan er verið að þrasa um hvort það er ein lóð eftir eða engin,“ sagði Margrét Júlía Rafnsdóttir, oddviti Vinstri grænna sem kallaði eftir því að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, ásamt ríkinu, tækju saman höndum í þessum málaflokki.Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar stýrði umræðum.Vísir/VilhelmGeir Þorsteinsson, oddviti Miðflokksins, var þó ekki endilega á sama máli. „Ég skil ekki upp né niður í þessu þrasi. Ég segi við fólk, við skulum fá nýtt fólk inn í bæjarstjórn sem kemur með nýjar hugmyndir og finnur lausnir á þeim vandamálum sem við blasa,“ sagði Geir.Sjá einnig: Skortur á húsnæði áskorun á næsta kjörtímabili „Við eigum bara að hætta þessu þrasi og taka lóðir og bærinn á að byggja sjálfur. Ef við förum með þetta í samstarf við önnur sveitarfélög þá gerum við eitthvað eftir tíu ár,“ sagði Arnþór Sigurðsson, oddviti Sósíalistaflokksins. „Við eigum að hafa þetta blandað en ekki eins og þetta er í dag þar sem eintómir verktakar fá lóðir, einstaklingar eiga að fá lóðir. Það áða byggja fyrir unga fólkið. Það á að byggja fyrir efnaminni.Upptökuna af kappræðunum má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. 18. maí 2018 21:30 Málefnaþáttur Stöðvar 2: Skortur á húsnæði áskorun á komandi kjörtímabili Fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis hafa farið vítt og breitt um landið og rætt við bæði frambjóðendur og kjósendur í bæði minnstu og stærstu sveitarfélögunum. 22. maí 2018 21:15 Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. 17. maí 2018 22:00 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. 18. maí 2018 21:30
Málefnaþáttur Stöðvar 2: Skortur á húsnæði áskorun á komandi kjörtímabili Fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis hafa farið vítt og breitt um landið og rætt við bæði frambjóðendur og kjósendur í bæði minnstu og stærstu sveitarfélögunum. 22. maí 2018 21:15
Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. 17. maí 2018 22:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent