Neymar um gagnrýnina: „Stundum ýki ég inni á vellinum“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júlí 2018 11:00 Neymar liggur á vellinum í Rússlandi Vísir/Getty Brasilíska stórstjarnan Neymar olli nokkrum vonbrigðum á HM í Rússlandi og var harðlega gagnrýndur fyrir leikaraskap. Hann notaði sjónvarpsauglýsingu styrktaraðila til þess að tjá sig opinberlega um málið. Neymar skoraði tvö mörk á HM í Rússlandi þar sem Brasilía datt úr leik í 8-liða úrslitunum gegn Belgíu. Neymar hafði ekki spilað fótboltaleik í nærri hálft ár fyrir mótið þar sem hann fótbrotnaði í febrúar. „Ykkur finnst ég ýkja og stundum geri ég það. En sannleikurinn er að ég þjáist inni á vellinum,“ sagði Neymar í sjónvarpsauglýsingu Gillette. „Þið haldið kannski að ég detti of mikið, en sannleikurinn er að ég datt ekki, ég brotnaði niður. Það er mun verra en þegar stigið er á veikan ökkla.“ Neymar hefur ekkert talað við fjölmiðla eftir tapið í 8-liða úrslitunum og aðeins tjáð sig einu sinni með mynd á Instagram. Hann reyndi að útskýra sitt sjónarmið í auglýsingunni en útskýringar hans fóru ekkert sérstaklega vel í stuðningsmenn heima fyrir. „Þegar ég fer án þess að tala við fjölmiðla er það ekki af því að ég vil bara sviðsljósið eftir sigra. Það er vegna þess að ég kann ekki enn að valda ykkur vonbrigðum,“ sagði Neymar. „Þegar ég lít út fyrir að vera ókurteis er það ekki af því að ég er ofdekraður krakki, það er vegna þess að ég kann ekki að vera pirraður.“ „Það tók mig langan tíma að sætta mig við gagnrýni ykkar. Ég leit lengi í spegilinn og varð að nýjum manni. Ég féll, en þú getur ekki risið upp aftur nema hafa dottið fyrst.“ „Þið getið haldið áfram að kasta steinum, eða sett þá niður og hjálpað mér á fætur. Þegar ég stend uppréttur þá stendur Brasilía með mér,“ sagði Neymar. Posso dizer que é o momento mais triste da minha carreira, a dor é muito grande porque sabíamos que poderíamos chegar, sabíamos que tínhamos condições de irmos mais além, de fazer história .. mas não foi dessa vez. Difícil encontrar forças pra querer voltar a jogar futebol, mas tenho certeza que Deus me dará força suficiente pra enfrentar qualquer coisa, por isso nunca deixarei de te agradecer Deus, até mesmo na derrota... porque eu sei que o teu caminho é muito melhor do que o meu Muito feliz em fazer parte desse time, estou orgulhoso de todos, interromperam nosso sonho mas não tiraram da nossa cabeça e nem dos nossos corações . . . @nogueirafoto A post shared by Nj neymarjr (@neymarjr) on Jul 7, 2018 at 7:24am PDT Fótbolti Tengdar fréttir Neymar búinn að liggja í grasinu í fjórtán mínútur á HM Nú er komin fram ný tölfræði um Neymar sem minnkar ekkert þá gagnrýni sem Brassinn hefur fengið á sig á síðustu dðgum. 5. júlí 2018 09:00 Lukaku kemur Neymar til varnar: Hann er ekki leikari Romelu Lukaku og Neymar verða í eldlínunni í Kazan í dag í 8-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins. 6. júlí 2018 08:30 Neymar: Tek bröndurunum ekki illa Neymar svarar þeirri gagnrýni sem hann fékk fyrir að liggja mikið í grasinu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. 21. júlí 2018 16:39 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Sjá meira
Brasilíska stórstjarnan Neymar olli nokkrum vonbrigðum á HM í Rússlandi og var harðlega gagnrýndur fyrir leikaraskap. Hann notaði sjónvarpsauglýsingu styrktaraðila til þess að tjá sig opinberlega um málið. Neymar skoraði tvö mörk á HM í Rússlandi þar sem Brasilía datt úr leik í 8-liða úrslitunum gegn Belgíu. Neymar hafði ekki spilað fótboltaleik í nærri hálft ár fyrir mótið þar sem hann fótbrotnaði í febrúar. „Ykkur finnst ég ýkja og stundum geri ég það. En sannleikurinn er að ég þjáist inni á vellinum,“ sagði Neymar í sjónvarpsauglýsingu Gillette. „Þið haldið kannski að ég detti of mikið, en sannleikurinn er að ég datt ekki, ég brotnaði niður. Það er mun verra en þegar stigið er á veikan ökkla.“ Neymar hefur ekkert talað við fjölmiðla eftir tapið í 8-liða úrslitunum og aðeins tjáð sig einu sinni með mynd á Instagram. Hann reyndi að útskýra sitt sjónarmið í auglýsingunni en útskýringar hans fóru ekkert sérstaklega vel í stuðningsmenn heima fyrir. „Þegar ég fer án þess að tala við fjölmiðla er það ekki af því að ég vil bara sviðsljósið eftir sigra. Það er vegna þess að ég kann ekki enn að valda ykkur vonbrigðum,“ sagði Neymar. „Þegar ég lít út fyrir að vera ókurteis er það ekki af því að ég er ofdekraður krakki, það er vegna þess að ég kann ekki að vera pirraður.“ „Það tók mig langan tíma að sætta mig við gagnrýni ykkar. Ég leit lengi í spegilinn og varð að nýjum manni. Ég féll, en þú getur ekki risið upp aftur nema hafa dottið fyrst.“ „Þið getið haldið áfram að kasta steinum, eða sett þá niður og hjálpað mér á fætur. Þegar ég stend uppréttur þá stendur Brasilía með mér,“ sagði Neymar. Posso dizer que é o momento mais triste da minha carreira, a dor é muito grande porque sabíamos que poderíamos chegar, sabíamos que tínhamos condições de irmos mais além, de fazer história .. mas não foi dessa vez. Difícil encontrar forças pra querer voltar a jogar futebol, mas tenho certeza que Deus me dará força suficiente pra enfrentar qualquer coisa, por isso nunca deixarei de te agradecer Deus, até mesmo na derrota... porque eu sei que o teu caminho é muito melhor do que o meu Muito feliz em fazer parte desse time, estou orgulhoso de todos, interromperam nosso sonho mas não tiraram da nossa cabeça e nem dos nossos corações . . . @nogueirafoto A post shared by Nj neymarjr (@neymarjr) on Jul 7, 2018 at 7:24am PDT
Fótbolti Tengdar fréttir Neymar búinn að liggja í grasinu í fjórtán mínútur á HM Nú er komin fram ný tölfræði um Neymar sem minnkar ekkert þá gagnrýni sem Brassinn hefur fengið á sig á síðustu dðgum. 5. júlí 2018 09:00 Lukaku kemur Neymar til varnar: Hann er ekki leikari Romelu Lukaku og Neymar verða í eldlínunni í Kazan í dag í 8-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins. 6. júlí 2018 08:30 Neymar: Tek bröndurunum ekki illa Neymar svarar þeirri gagnrýni sem hann fékk fyrir að liggja mikið í grasinu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. 21. júlí 2018 16:39 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Sjá meira
Neymar búinn að liggja í grasinu í fjórtán mínútur á HM Nú er komin fram ný tölfræði um Neymar sem minnkar ekkert þá gagnrýni sem Brassinn hefur fengið á sig á síðustu dðgum. 5. júlí 2018 09:00
Lukaku kemur Neymar til varnar: Hann er ekki leikari Romelu Lukaku og Neymar verða í eldlínunni í Kazan í dag í 8-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins. 6. júlí 2018 08:30
Neymar: Tek bröndurunum ekki illa Neymar svarar þeirri gagnrýni sem hann fékk fyrir að liggja mikið í grasinu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. 21. júlí 2018 16:39