PSG hafði betur gegn Atletico Madrid þegar liðin mættust í vináttuleik í Singapúr. Virgiliu Postolachi tryggði PSG sigurinn með marki í uppbótartíma.
Christopher Nkunku skoraði fyrsta mark leiksins á 32. mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Moussa Diaby kom PSG í 2-0 á 71. mínútu áður en Victor Mollejo skoraði fyrir Atletico og Antoine Bernede jafnaði metin með sjálfsmarki á 86. mínútu.
Það stefndi allt í vítaspyrnukeppni þar til Postolachi stal sigrinum fyrir PSG.
Thomas Tuchel skipti út öllum útileikmönnum sínum í leiknum, aðeins markmaðurinn Kevin Trapp fékk að leika allan leikinn.
Þetta var fyrsti sigur PSG í þremur vináttuleikjum á meðan Atletico hefur unnið einn og nú tapað einum.
